Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2002, Qupperneq 31

Freyr - 01.09.2002, Qupperneq 31
lambsskrokka úr hverjum eldis- hópi og eftir bæjum. Miðað er við verðskrá Sláturfélags Suður- lands verðlagsárið 2001-2002 og tillit tekið til yfírborgana, útflutn- ingsskyldu, geymslugjalds og annarra atriða er máli skipta. Niðurstaðan er í megindráttum sú að slátrun í desember gefur um 500 kr. verðmætaaukningu á dilk en slátrun í janúarlok gefur um 770 kr. verðmætaaukningu á dilk, samanborið við októberslátrun. Sjá má nokkum mun milli bæja hvað þetta varðar. Mest er verð- mætaaukningin á bæ 3 þar sem lömbin voru einna léttust í upp- hafi en uxu hvað best. Vitað er að með auknum fall- þunga má að jafnaði búast við aukinni fítu á síðu og þar af leið- andi óhagstæðari fituflokkun. Hins vegar batnar flokkun fyrir gerð yfirleitt með auknum fall- þunga. Til að bera meðferðar- hópana saman varðandi fitu og gerð er því nauðsynlegt að leið- rétta fyrir fallþunganum. Niður- stöður slíkra útreikninga em í 4. töflu. Þar má m.a. sjá að við seinni sláturtimann em lömbin orðin feitari á síðuna jafnvel þó að búið sé að taka tillit til aukins fallþunga. Sérstaklega er þetta áberandi í fóðurblönduhópnum þó svo munur á honum og fiski- mjölshópnum sé raunar ekki marktækur innan hvors slátur- tíma. Endurspeglast niðurstöður úr síðufitumælingunni að mestu leyti í fituflokkuninni. Seinkun á slátmn virðist hafa fremur nei- kvæð áhrif á gerð, sé tekið tillit til fallþunga. Eins og áður sagði skýrir þó fallþunginn mest af þeim breyti- leika sem er í fituþykkt á síðu og þar með fituflokkun. Þetta sést glögglega á 1. mynd er lýsir þessu samhengi. Skv. þessari greiningu skýrast um 42% breyti- leika í fituþykkt á síðu af fall- 3. tafla. Verðmæti lambanna skv. verðskrá Sláturfélags Suðurlands 2001-2002, sjá nánar í texta. Bær Hópur 1 2 3 Meðaltal Viðmiðunarhópur 4.152 4.273 3.653 4.023 Fiskimjöl- 3. des 4.500 4.799 4.403 4.567 Fóðurblanda- 3. des 4.434 4.716 4.294 4.481 Fiskimjöl- 28. jan 4.716 4.800 4.960 4.828 Fóðurblanda- 28. jan 4.778 4.839 4.675 4.764 Meðaltal 4.516 4.685 4.397 4.533 4. tafla. Síðufita, fituflokkur og gerð eftir meðferðarhóp- um, leiðrétt að jöfnum fallþunga. Meðaltal allra bæja. Síðufita Fituflokkur Gerð Viðmiðunarhópur 11,14“ 8,54- 9,22- Fiskimjöl- 3. des 11,98b 8,84- 8,8T- Fóðurblanda- 3. des 11,95-* 8,93‘b 8,27- Fiskimjöl- 28. jan 12,22- 8,78sb 8,37- Fóðurblanda- 28. ian 12,87- 9,18- 8,44- Munur telst ekki marktækur(P>0,05) á þeim meðaltölum innan hvers dálks sem merkt eru með sama bókstaf. Sjá útskýringu undir 2. töflu. þunganum og að jafnaði má reikna með að hvert viðbótar kg í fallþunga þýði um 0,7 mm aukn- ingu á síðufitu. Tilsvarandi greining á samhengi fallþunga og fituflokks gaf til kynna að hvert kg í fallþunga gæfi u.þ.b. 0,5 stiga hækkun á fituflokki. Þann- ig má t.d. búast við að 16 kg lamb sé nálægt 8 í fituflokkstölu sem samsvarar fituflokki 3. I 5. töflu má sjá aðeins nánari útlistun á vexti lambanna, setta fram sem kjötþungaaukningu á dag eftir tímabilum, meðferðar- hópum og bæjum. Eins og áður var komið fram er þungaaukning- in nánast engin á fyrra tímabilinu en sæmileg á síðara tímabilinu, einkum í fóðurblönduflokknum. Þó er þungaaukningin ekki eins mikil og búast hefði mátt við út frá samanburði á fóðrun og reiknuðum fóðurþörfum. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að hlutfall fitu í vextinum mun hafa verið nokkuð hátt, en fitu- framleiðsla er sem kunnugt er mun orkufrekari en vöðvafram- leiðsla. I 6 töflu er gerð tilraun til að leggja mat á hagkvæmni mis- munandi eldis. Gert er ráð fyrir að til viðbótar þeirri verðmæta- aukningu fallanna sem útlistuð var í 3. töflu komi 500 krónur á lamb fyrir ull. Þannig er verð- mætaaukning á bilinu 958- 1305 5. tafla. Kjötþungaaukning á dag eftir tímabilum, meðferðarhópum og bæjum. g kjöt/d 19/10- 03/12 g kjöt/d 03/12- 28/01 g kjöt/d 19/10-28/01 Fiskimj. Fóðurbl. Fiskimj. Fóðurbl. Fiskimj. Fóðurbl. Bær 1 -18 -32 23 36 4 6 Bær 2 2 3 33 44 19 26 Bær 3 24 21 46 67 37 46 Meöaltal 3 -2 34 49 20 26 Freyr 8/2002 - 31 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.