Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.09.2002, Qupperneq 33

Freyr - 01.09.2002, Qupperneq 33
Innleldl sláturlamba - nokkrar tllraunanlðurstöður Inngangur I sauðfjárræktarblaði Freys í fyrrahaust, 10. tbl. 2001, var far- ið yfír ýmsar tilraunaniðurstöður varðandi bötun sláturlamba á ræktuðu landi (Emma Eyþórs- dóttir og Jóhannes Sveinbjöms- son, 2001). Til viðbótar því sem þar kom fram er full ástæða til að vekja athygli á nokkmm niður- stöðum varðandi innieldi lamba. Sérstök grein er í þessu blaði um athugun á eldi lamba á þremur bæjum í Skaftártungu en hér verður til viðbótar sagt lítillega frá nýgerðri tilraun á Ijárræktar- búinu á Hesti með áhrif lýsingar á vöxt sláturlamba, auk þess sem rifjaðar verða upp niðurstöður tveggja innieldistilrauna frá síð- asta áratug. Haustfóðrun FEITRA SLÁTURLAMBA Markmið þessarar tilraunar var að kanna hvort breyta megi hlut- föllum fitu og vöðva i falli slámr- lamba með sérstakri próteinfóðr- un að hausti þannig að lömb sem koma of feit af fjalli flokkist ekki í fituflokka. Valdar vom 30 gimbrar á tilraunabúinu á Hesti sem töldust líklegar til að fitu- falla. Þeim var við upphaf til- raunar í októberlok skipt í þijá 10 gimbra hópa. Einum þeirra, við- miðunarhóp, var slátrað strax, öðmm eftir Qögurra vikna fóðmn en þeim þriðja eftir sjö vikna fóðmn. Gimbramar vom ein- staklingsfóðraðar hjá RALA á Keldnaholti, á mjög trénuðu gróf- fóðri en úrvals fiskimjöli (pressu- kökumjöli). Niðurstaðan var í stuttu máli sú að fita á síðu og þar með flokkun batnaði vem- lega, en fallþungi minnkaði að meðaltali um 1,5 kg við þessa „megrun“ þannig að fjárhagsleg- ur ávinningur var takmarkaður. Hins vegar hafa verið gerðar til- raunir erlendis þar sem náðst hef- ur vöðvavöxtur á kostnað fitu með svipaðri fóðmn og í framan- greindri tilraun, sem sagt var frá í Frey á sínum tíma (Bragi Líndal Olafsson og Emma Eyþórsdóttir, Frey 15.-16. tbl. 1993). Haust- og vetrarfóðrun SLÁTURLAMBA I tilraun með þessum titli var reynd mismunandi fóðrun sem gekk út á það að öll lömbin fengju því sem næst sömu orku en mismikið prótein (AAT). Um tilraunina var fjallað á Ráðunautafundi 1996 (Bragi L. Olafsson og Emma Eyþórsdóttir, 1996). Alls vom notuð 32 gimbrarlömb frá tilraunabúinu á Hesti sem vom í smærri kantinum, eða um 33 kg að meðaltali við upphaf tilrau- narinnar 26. október. Strax í upphafi var viðmiðunarhóp, er taldi 8 gimbrar, slátrað, en þeim sem eftir voru var skipt í 4 hópa með 6 gimbrum í hverjum. Gefin vom 800 g af heyi á lamb á dag og til viðbótar val- sað bygg og úrvals fiskimjöl (pressukökumjöl) í mismunandi hlutföllum. Helmingi gimbranna i hverjum hóp var slátrað 15. febrúar og hinum helmingnum 12. apríl. Meðalfallþungi var 19,2 kg 15. febrúar og 23,3 kg 12. apríl. Kjötþungaaukning var að meðaltali 55-60 g/dag. Ekki reyndist marktækur munur milli fóðurflokka né sláturtíma á hlut- föllum nýtanlegs kjöts, afskurðar og slaga. Aðrar 1. tafla. Helstu niðurstöður úr tilraun með haust- og vetr- arfóðrun sláturlamba á mismunandi skömmtum af fiski- mjöli og byggi (Bragi L. Ólafsson og Emma Eyþórsdóttir, 1996) Slátrað í upphafi 0:320 g fiskimjöl: g bygg 30:285 60:245 90:210 Fjöldi 8 6 6 6 6 Lífþ.v. slátrun, kg 30,12 43 44,84 43,43 45,76 Fallþungi, kg 13,79 20,97 20,95 21,06 22,09 Fall % 45,8 48,8 46,7 48,5 48,3 Síðufita (J mál), mm 6,7 12,8 12,5 13,3 14,3 Freyr 8/2002 - 33 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.