Freyr - 01.09.2002, Síða 34
—»—Sauðir-myrkur Sauðir- Ijós —Gimbrar- myrkur -«-Gimbrar-Ijós
1. mynd. Áhrif lýsingar á þrif lamba og fóðurnotkun í innifóórun.
niðurstöður varðandi mun milli
fóðrunarhópanna eru í 1. töflu,
en munurinn reyndist ekki töl-
fræðilega raunhæfur í neinu til-
viki enda fóðrunarhópamir fre-
mur smáir. Þó má segja að í
þessari tilraun hafi vaxandi hlut-
fall fiskimjöls á móti byggi ekki
skilað neinu sem réttlætti kostn-
aðaraukann. Fiskimjöl er nú um
stundir allt að því þrefalt dýrara
en bygg og stórir skammtar af
því til fóðrunar sláturlamba tæp-
ast réttlætanlegir þó svo að visst
lágmarksmagn geti verið nauð-
synlegt til að tryggja nægt pró-
tein í fóðrinu.
Víða gengur erfiðlega að ná
viðunandi vexti í lömb í
skammdeginu (nóv-des), en
lömbin taka undantekningalítið
vel við sér þegar daginn tekur
að lengja. Þessi vaxtartregða
tengist sennilega bæði fengití-
manum og stuttum degi.
Veturinn 1999-2000 var gerð
athugun á tilraunastöðinni á
Hesti með að hafa ljós allan
sólarhringinn hjá lömbum í inni-
eldi um vetur og til samanburð-
ar var hópur sem bjó við eðli-
lega daglengd. Verulegur mun-
ur var á vexti hópanna og skil-
uðu lömbin, sem höfðu ljós all-
an sólarhringinn, að meðaltali
1,3 kg meira kjöti en hin
(Stefán Sch. Thorsteinsson og
Sigvaldi Jónsson, 2000). Niður-
stöðurnar þóttu benda til þess að
bæta megi þrif lamba í inni-
fóðrun töluvert með lýsingu og
ástæða væri til að meta hversu
mikill þessi ávinningur geti ver-
ið með skipulegri tilraun. Sú
tilraun var gerð síðastliðinn
vetur og eru niðurstöður hennar
efniviður í aðalverkefni Sigríðar
Jóhannesdóttur frá Gunnarsstöð-
um í Þistilfírði við Landbúnaða-
rháskólann á Hvanneyri. Borinn
var saman vöxtur lamba (sauðir
og gimbrar) við náttúrulega
daglengd annars vegar og lýsin-
gu í 16 tima á sólarhring hins
vegar. Meðfylgjandi línurit 1.
mynd sýnir áhrif lýsingarinnar
greinilega. Lífþungamunur við
lok tilraunarinnar (18. febrúar)
var 5-6 kg ljósahópnum í vil,
bæði hjá sauðum og gimbrum,
og fallþungamunur um 1,3 kg
ljósahópunum i vil. Bæði í
þessari tilraun og athuguninni,
sem gerð var veturinn 2000,
reyndist lýsingin hafa nokkru
meiri jákvæð áhrif á hrúta/sauði
en gimbrar, og áhrifín korna fyrst
fram eftir jól (sjá 1. mynd), þ.e.
eftir að dag tekur að lengja aftur.
I athuguninni veturinn 2000 var
eingöngu fóðrað á góðu heyi, en
í tilrauninni síðastliðinn vetur
var helming lambanna í hvorum
hóp gefíð fískimjöl með heyinu
en hinum helmingnum kjarn-
fóðurblanda. Fyrstu athuganir
benda ekki til verulegs munar á
vexti eftir því hvernig fóðurbæti
lömbin fengu.
Lokaorð
Hér hefúr verið sagt lauslega ffá
nokkrum niðurstöðum úr rann-
sóknum varðandi innieldi slát-
urlamba, og er margs ógetið um
þessi efni. Eldi sláturlamba langt
lfam eftir vetri, svo sem ffam að
páskum, er dýrt en getur helst ski-
lað einhveiju í aðra hönd sé um að
ræða lömb sem eru of smá til
slátrunar að hausti en hafa þó
óskerta vaxtargetu. Fremur lítil
svör hafa fengist um það hvort eða
hvemig megi örva vöxt eða hafa
áhrif á hlutföll vöðva og fítu með
mismunandi kjamfóðurgjöf. Hins
vegar em jákvæð áhrif lýsingar á
vöxt lamba mjög athyglisverð og
dæmi um niðurstöður sem eiga að
geta hagnýst bændum á beinan
hátt. A tilraunabúinu á Hesti em í
farvatninu ffekari rannsóknir á
mismunandi aðferðum við eldi
sláturlamba, bæði á beit og
innandyra. Þegar þetta er ritað
stendur yfir tilraun með beit slát-
urlamba á mismunandi tegundir
grænfóðurs síðsumars, þar sem
lömbin em ýmist látin ganga undir
mæðmm sínum til slátmnar eða
vanin undan í júlílok. I haust
verður svo gerð tilraun þar sem
Framhald á bls. 43.
| 34 - Freyr 8/2002