Freyr

Volume

Freyr - 01.09.2002, Page 41

Freyr - 01.09.2002, Page 41
aukist mjög mikið hjá ljárbænd- um á síðustu árum. Þar eru nú starfandi sex mælingamenn í fullu starfi við slíkar mælingar á þeim tíma sem þær er hægt að vinna, sem þar í landi er á tíma- bilinu frá miðjum janúar fram yf- ir miðjan mars (fengitími er þar talsvert fyrr í mörgum héruðum en gerist hér á landi). Mælingar er unnt að hefja þegar æmar eru gengnar með í um 30 daga. John sagði hins vegar að mælingar ætti ekki að framkvæma eftir að æm- ar væm komnar yfir 100 daga í meðgöngu. Sagði hann það bæði vegna þess að þá yrðu myndir óskýrari og ónákvæmari, auk þess sem æmar ættu ekki að fara í slíka meðhöndlun eftir að það langt væri liðið á meðgöngutíma. Hann taldi sig því þess vegna vera t.d. full seint á ferðinni á Hesti fyrir þessar mælingar. Hann sagði að þegar hann hefði fyrst komið til Nýja-Sjálands, fyrir fímm ámm, hefði enginn áhugi verið á þessu, en nú væri á engan hátt unnt að anna þeirri eftirspum sem orðin væri þar. Þar í landi virðist samt í fljótu bragði sem ávinningur slíkra mælinga hljóti að vera snöggtum minni en t.d. ætti að geta verið hér á landi. Hér á landi tel ég að um sé að ræða tækni sem full ástæða sé fyrir ýmsa ijárbændur að skoða nánar og velta fýrir sér hvort að gagni megi koma. Að sjálfsögðu verða menn að sjá það mikinn ávinning í slíkum mælingum að hann sé meiri en kostnaður við þær. I Noregi mun kostnaður vera um 80 krónur á kind. John gaf hins vegar í skyn að hér á landi ætti að vera unnt að vinna þetta fyrir nokkm minni kostnað vegna þess að búin em stærri hér. Tals- verður tími fer í að koma sér fyr- ir til mælinga og til þrifa á bún- aði að mælingum loknum. Sá tími breytist að sjálfsögðu hlut- fallslega mjög mikið í takt við fjölda fjár sem mældur er á hverjum stað. ÁVINNINGUR AF TALNINGU FÓSTURVÍSA Reynum aðeins að gera okkur grein fyrir þeim ávinningi sem á að mega sækja með því að nota niðurstöður úr slíkum mælingum. I fljótu bragði sýnist mér að hann megi flokka í tvennt, annars veg- ar það sem tengist fóðmn ánna fyrir burð og hins vegar það sem tengist verk- og vinnuskipulagi á sauðburði. Allir íjárbændur þekkja það vel að á síðasta hluta meðgöngutím- ans eru fóðurþarfir ánna ákaflega breytilegar eftir því hve mörg lömb þær ganga með. Ef unnt er að flokka ærnar á grundvelli þess þá á að vera hægt að ná fram miklu jafnari og nákvæmari fóðr- un en ella og fóðurspamaði hjá einlembdum og geldum ám. Hinn mikli áhugi í Noregi á að nota þessa tækni er fyrst og fremst skýrður með betri fóðrun á gmndvelli niðurstaðna úr mæl- ingum. Þannig telja Norðmenn sig fá jafnvænni burð hjá ánum, en það hefur verið þekkt hér á landi í sjö áratugi, frá því að Páll Zóphóníasson sýndi skýrt fram á það, að vænn burður skilar sér ætíð í vænni dilkum til frálags að hausti. Með slíkri flokkun í fóðrun fyrir burð og þannig jafnvænni burði er einnig líklegt að vanhöld lamba verði minni en ella og ekki þarf mikið að draga úr vanhöld- um á þennan hátt til þess að kostnaður fáist meira en greiddur. Ástæða er einnig til að beina at- hygli að því að þama skiptir máli hvaða breytileiki er í frjósemi ánna á búinu. Eins og allir þekkja er þetta einnig ákaflega breytilegt á milli aldurshópa innan búsins og yfírleitt miklu meiri breytileiki hjá veturgömlu ánum og einnig oft tvævetlunum en fullorðnu ánum. Hjá ýmsum kann því að vera rétt að mæla aðeins hluta af ánum sem valdar em með tilliti til slíkra þátta. Það er vafalítið að hjá tvílembdum (eða fleir- lembdum) gemlingum og marg- lembunum meðal fullorðnu ánna er mest að sækja með sérfóðmn á síðustu vikum meðgöngu og eins og margir þekkja mætti oft bjarga nokkmm lambalífum úr þessum hópi hefði burður verið jafn- þroskaðri en hann er í raun. Á það er rétt að benda í þessu sam- hengi að það er vel þekkt að breytileiki í frjósemi er þó minni hjá íslenskum ám en hjá flestum öðmm sauðfjárkynjum. Einnig má benda á að með slík- um mælingum má tína úr geldu ærnar, sem á sumum búum eru því miður fúllmargar. Sumar þeir- ra em vafalítið þá best komnar í sláturhús á þessum tíma, liggi slíkar niðurstöður fyrir. Ef mæl- ingar eru gerðar snemma, eins og mögulegt er að gera, þá kann að vera skoðunarvert að hleypa þá til þeirra áa sem hafa ekki fest fang. Það er tæpast ástæða til að tí- unda þau not sem menn eiga að geta haft af því við allt skipulag á sauðburði, ef þeir vita fyrirfram lambafjölda hjá hverri á. Hins vegar er jafn ljóst að það er háð aðstæðum á hverjum stað hvemig nýta má þetta best. Flestir fjár- bændur ættu að geta létt vinnu á sauðburði með slíkri vitneskju og þarfnast þess vafalitið. Eitt atriði er ástæða til að nefna, sem mun hafa reynt ræki- lega á, á sumum þeirra búa þar, sem mælingar vom gerðar sl. vetur. Það er hve vitneskja fyrir- fram um lambafjölda getur auðveldað alla vinnu við að venja lömb á milli áa. Með slíka Framhald á bls. 47. Freyr 8/2002 - 41 |

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.