Freyr - 01.09.2002, Page 54
Ályktanlr aflalfundar Lands-
samtaka saufiflárbanda 2002
Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda var haldinn
á Bifröst í Borgarfirði dagana
24. og 25. júní sl. Hér á eftir
fara helstu ályktanir fundarins,
en fundargerðin, ásamt öllum
ályktunum fundarins, er að
finna á heimasíðu Bændasam-
takanna. www.bondi.is
Bætur fyrir línubrjóta
„Aðalfúndur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 beinir því til
stjómar LS að beita sér fyrir því
að Sauðijárveikivömum ríkisins
verði gert að bæta á raunvirði þær
ær sem gerst hafa línubrjótar.“
Greinargerð.
I ljósi þeirra breytinga sem
orðið hafa á innleggi fyrir ær sem
em línubrjótar þykir fundinum
eðlilegt að kreijast bóta frá
Sauðíjárveikivörnum ríkisins þar
sem um allverulegt tjón getur
verið um að ræða hjá bændum.
Greiðsla fyrir
ULL VERÐI TRYGGÐ
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 hvetur stjóm
LS til samvinnu við stjóm
ISTEX og aðra hagsmunaaðila til
að leita leiða til úrbóta vegna erf-
iðrar stöðu ullariðnaðarins og
tryggja greiðslur til bænda fyrir
ull.
Mjög brýnt er að fundin sé var-
anleg lausn á rekstrarvanda ullar-
iðnaðarins.“
Rannsókn á vanhöldum
Á SAUÐBURÐI
„Aðalfundur Landsamtaka
sauðfjárbænda 2002 skorar á
stjóm LS að sjá til þess að ítarleg
rannsókn fari fram á vanhöldum
á sauðburði."
Greinargerð.
A undanfomum ámm hefur
borið meir og meir á svokölluð-
um dauðfæddum lömbum. Geml-
ingar em geldir í stómm stíl, lík-
lega látið það snemma á með-
göngu að það fer fram hjá mönn-
um. Ef um er að ræða sama or-
sakavald í báðum þessum tilfell-
um, þá er þetta einn alstærsti ein-
staki tjónvaldur í sauðfjárrækt.
Því þarf að reyna að fá úr því
skorið hver orsakavaldurinn er,
hvort og þá hvemig hægt er að
stemma stigu við honum og
koma þeirri vitneskju á skilvísan
hátt út til sauðfjárbænda.
Verðmyndun á smásöluverði
SAUÐFJÁRAFURÐA
„Aðalfúndur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 beinir því til
stjómar LS og Markaðsráðs
kindakjöts að kanna verðmyndun
á smásöluverði sauðfjárafúrða.
Nauðsynlegt er að það liggi ljóst
fyrir hve mikið bóndinn, sláturley-
fishafinn, vinnsluaðilinn og smá-
salinn fær af þeirri upphæð sem
neytandinn greiðir fyrir vömna.“
Hraðað verði úthlutun
7500 ÆRGILDA
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 ítrekar til-
lögu frá fyrra ári þess efnis að
hraðað verði úthlutun ígilda 7500
ærgilda til styrkingar sauðfjárbú-
skapar á jaðarsvæðum
LS GEFI ÚT VIÐMIÐUNARVERÐ
SAUÐFJÁRAFURÐA
„Aðalfúndur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 samþykkir
fela stjóm LS að gefa út viðmið-
unarverð sauðfjárafurða."
Markaðsgreining
Á LAMBAKJÖTI
„Aðalfundur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 fagnar þeirri
vinnu sem lögð hefúr verið í
markaðsgreiningu á lambakjöti.
Fundurinn hvetur sláturleyfis-
hafa, verslanir og Markaðsráð
kindakjöts til að nýta sér þær
upplýsingar sem þar koma fram
til markvissrar markaðssóknar
innanlands, þar sem ljóst er að
sala á kjöti er það sem skiptir
sauðfjárbændur öllu hér eftir sem
hingað til.“
Greinargerð:
Söluaðilar þurfa að nýta sér
markaðsgreininguna til að ná
með sem einföldustum hætti til
neytenda.
Auka þarf sölu til ferðaþjón-
ustuaðila með öllum tiltækum
ráðum.
Auka þarf sölu til mötuneyta,
sérstaklega skólamötuneyta, því
þar em neytendur framtíðarinnar.
Samræming á KJÖTMATI
MILLI SLÁTURHÚSA
„Aðalfúndur Landssamtaka
sauðfjárbænda 2002 leggur
þunga áherslu á að haldið verði
áfram markvissu starfi að sam-
ræmingu kjötmats milli slátur-
húsa. Slík samræming er skilyrði
þess að kjötmatið sé virkur þáttur
í sölu og markaðssetningu dilka-
kjöts frá sláturhúsum til kjöt-
vinnslna og verslana.
Þá telur fundurinn mikilvægt
fyrir ræktunarstarfíð í viðleitni til
| 54 - Freyr 8/2002