Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 6
Kraflar frá Miðsitju, sonur Kröflu. Bæði Kraflar og Merkúr, sjá 1. mynd, eru synir Hervars frá Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki. Ræktunarlina Sveins er þannig æði sterk i hrossum Brynjars. (Ljósm. Páll Imsland). loks þegar hann var orðinn þykk- ur eins og lím þynnti hún hann með vatni og kallaði vætu. Með þessu var borðað súrt slátur og súrar sviðalappir sem mér þóttu mikið lostæti. Það er það eina sem ég hef stolið vísvitandi um ævina. Á Kvíabekk var ekki kom- ið rafmagn en við höfðum út- varpstæki með þurrarafhlöðu og á því var kveikt yfir bláfréttimar. Svo var fylgst grannt með út- drættinum í Happdrætti Háskól- ans. Á annað var ekki hlustað.“ Brynjar segir frá því að afi hans og amma hafi verið með blandaðan búskap, 6-7 kýr og um 120 ær. „Það var allt slegið með orfí og ljá og systkini föður míns fóm hamfömm við vinnu. Eg reyndi að standa þeim ekki að baki og man eftir því að sumarið sem ég var á 13. ári meig ég undir á hverri nóttu sakir þreytu.“ Hef alltaf átt sauðfé I ljósi þess að viðmælandi minn er nú orðinn landsffægur fyrir uppeldi góðhesta skyldi maður ætla að hestar hafí verið honum handgengnir frá blautu bamsbeini. „Þá voru engir hestar í Kvía- bekk sem hægt var að nota til út- reiða en þeir voru notaðir í hey- skapnum allt sumarið. Ég hafði hins vegar gegndarlausan áhuga á sauðfé og ef ég fannst ekki inni í bæ var alltaf hægt að ganga að mér vísum í fjárhúsunum þegar ég var lítill. Mér líður alltaf vel í námunda við fé og hef alltaf átt fé.“ En þegar saumað er að honum kemur í ljós að ekki þarf að leita langt eftir hestamönnum í ættum hans. „Rögnvaldur afi minn borð- aði ekki hrossakjöt og vílaði ekki fyrir sér að leggja líf sitt í hættu til að bjarga hesti ef svo bar und- ir. Hann var ættaður frá Hóli á Upsaströnd og þaðan hafa komið mörg góð hross. Svo flutti hann í Þverá í Skíðadal og þaðan hafa líka komið nothæfír hestar. For- eldrar hans vom sæmilega efhað fólk og fyrir föðurarfínn keypti hann sér lausamannabréf af danska kónginum og þurfti fyrir vikið ekki að stunda vinnu- mennsku frekar en hann vildi. Hann stundaði hákarlaveiðar í 15-20 vertíðir og þénaði vel á því. Hákarlaveiðimenn vom með svipaðar tekjur í þá daga og sjó- menn á góðum frystitogurum nú til dags.“ Það var svo annar þekkmr hestamaður úr Olafsfírði, Sig- urður Andrés Kristinsson frá Kviabekk, náfrændi Brynjars, sem kveikti í honurn hestamann- inn en að því komum við síðar. Til Keflavíkur Árið 1952, þegar Brynjar var fimmtán ára gamall, flyst hann með fjölskyldu sinni til Keflavík- ur og hefur búið þar síðan, eða í rétt rúmlega hálfa öld. Ástæðan fyrir flutningunum var að atvinna var heldur stopul og einnig að móðir hans var orðin heilsulítil og hætt að þola einangmnina sem fylgdi því að búa í Ólafsfirði. „Þá var enginn vegur kominn inn í Eyjafjörð. Eini vegurinn út úr firðinum var yfir Lágheiði og hann var bara opinn í 50-60 daga á ári. Það var ekki um annað að ræða en sjóleiðina í 10-11 mán- uði á ári.“ Heldur leiddist pilti ffaman af í Keflavík. Skólagangan var tæpast neitt til að tala um. „Æ, eigum við nokkuð að tala um hana? Ég lenti upp á kant við skólakerfið eins og fleiri kerfi, ég hef andúð á þeim öllum. Ég hafði valið verknámsbraut en þegar til átti að taka var engin enska á stunda- skránni, bara danska. Ég vildi geta talað við allan heiminn og reiddist skólanum, hætti að mæta í aðra tíma en handavinnu, leik- fími og sund.“ Brynjar fór að vinna ýmis störf í Keflavík og á Keflavíkurflug- | 6-Freyr 10/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.