Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 47

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 47
Nokkur atrlfil úr skýrsluhaldlnu Þátttaka og umfang Um áramót 2002-2003 voru um 167 þúsund hross skráð í WorldFeng, þar af um 150 þús- und fædd á Islandi. Heldur tosast í rétta átt með skráningu hrossa í öðrum löndum en þar fara Danir þó ffemstir og hafa skráð nær öll sín hross í grunninn. Akveðið var að fara út í það að hreinsa út þá skýrsluhaldara sem hafa ekki sinnt skráningu sl. ár, bæði til að spara pappír og sendingarkostnað en ekki síður til að geta þá sinnt betur þeim sem taka þátt í þessu af fullum krafti. Þannig eru nú mun færri skýrsluhaldarar á skrá en áður var eða tæplega 1400. Reyndar eru allar líkur til þess að á allri skráningu verði breyting á næstu árum þegar reglugerð um skyldumerkingu búfjár kemur til framkvæmda að fullu. Hiklaust má fullyrða að þátttaka í skýrslu- haldinu er auðveldasta leiðin fyr- ir hrossaræktendur til þess að halda utan um ræktunarbókhald sitt með tryggum hætti. Fróðlegt er að skoða hve stór hluti hrossa- stofhsins er í rauninni skráður í WorldFeng en þessu er brugðið upp á 1. mynd. Þar eru listaðir upp folaldaárgangar 1994-2001 út frá tölum úr forðagæslunni og skýrsluhaldinu. Það kemur sjálf- sagt mörgum á óvart hve stór hluti stofnsins er í rauninni skráður með skipulegum hætti og þessi hluti fer vaxandi.Ekki er al- veg að marka árið 2001 því að ennþá eru að berast skýrslur um hross fædd það ár. Samkvæmt þessum tölum eru nú á bilinu 80- 90% allra folalda skráð í World- Feng. I 1. töflu kemur ffarn yfirlit um folöld fædd og sett á árið 2001 og skráningu þeirra. Fram kemur að flest folöld fæddust á svæði Búnaðarsambands Suðurlands eða 41%. Heldur fjölgar hlutfalli folalda sem ná A-vottun á ættemi en það er nú 28% yfir landið í heild. Auk þessara folalda, sem sett era á til lífs, era 95 folöld skráð að hafí drepist, 139 voru felld og 487 slátrað. Þannig eru um það bil 82% af skráðum folöldum sett á til lífs fyrsta árið. Sífellt færist í aukana að hross séu ein- staklingsmerkt og þá er örmerk- ing helst valin. Af þessum fol- öldum, sem fædd era árið 2001, er búið að örmerkja 1926 og frostmerkja 340. Þannig er búið að einstaklingsmerkja u.þ.b. 65% af folaldaárgangi 2001 sem settur var á til lífs. Nú verður að öllum líkindum mikil breyting á þessu því að frá og með þessu ári skal merkja öll folöld sam- kvæmt nýrri reglugerð um bú- fjármerkingar frá landbúnaðar- Hallveigu Fróðadóttur Lindu Björk Jóhannsdóttur Bænda- samtökum Islands ráðuneyti. Þó svo að þessu fylgi auðvitað einhver kostnaður þá er 1. mynd. Heildarfjöldi fæddra folalda samkvæmt forðagæsluskýrslum og I skýrsluhaldi. Freyr 10/2002-47 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.