Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 11

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 11
stundum verð ég ákaflega undr- andi þegar hross sem mér finnst ekkert fallegt fær feikn góðan byggingardóm. Eg get ekki þakkað mér árang- urinn af hrossunum héðan frá Feti að öðru leyti en því að sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Það er hins vegar eitt sem ég veit en get ekki útskýrt: Stundum þegar ég sé folald þá veit ég að það er og verður gott hross. Framhaldið ræðst síðan af mörgu. Hvemig uppeldinu er sinnt, hver tekur við og temur, hvemig eigandinn er og svo framvegis. Arangur hesta á mót- um er einnig undir ýmsu kominn. Dagsformið getur ráðið miklu og þá á ég bæði við dagsform hesta, knapa og dómara. Það skiptir líka máli fyrir árangur hesta hvort þeir koma fram á landsmótsári eða ekki. Þeir sem koma fram á landsmótsári fá miklu meiri at- hygli vegna þess að sýningar em fleiri en ella. — En hvernig grisjar þu hópinn sem þú setur á að hausti? „Eg byija að týna úr hópnum veturgömlum. Ef mér líkar ekki hvemig þau arta sig hjá mér, ef það er einhver púkagangur í þeim þá lóga ég þeim. Svo bíð ég þar til þau em orðin þriggja vetra. Þá er farið yfir hópinn og tekin út þau hross sem ekki sýna neina sérstaka hæfileika eða em haldin einhverri geðveilu. Þau hef ég í stíu hér í Feti, fóðra þau vel og bíð þangað til ég losna við þau í sláturhús. Það fara alltaf nokkur hross á hverju hausti þá leið, þeirra á meðal em merar þó ég gefi þeim alltaf meira tækifæri en folunum. Við þetta má svo bæta hrossum sem lenda í slysum.“ - Hvaða markmið hefurþú sett þér i ræktuninni? „Markmiðið er að halda gæð- unum. Því hefur verið haldið fram að það sé enginn vandi að Stóðhryssur á Feti. Fremst er Hjördís ná góðum árangri þegar menn stunda fjöldaframleiðslu eins og ég geri. Málið er að þótt ijöldinn sé mikill þá þurfum við að sinna öllum markaðnum, líka þeim sem vilja þæga hesta. Nú var ég nærri búinn að segja kvenhesta sem enginn þorir að segja lengur, það er frekar talað um rólega karl- hesta núna.“ - Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í hestamennskunni? „Eg sé mestu möguleikana í Ameríku. Við þurfum að eiga góða íslenska tamningamenn í Bandaríkjunum til að kenna þar- lendum að fara með hestana. Ef þessi markaður opnast er hann óskaplega stór og ég hef stundum svarað þeim sem eru að býsnast frá Feti. (Ljósm. Hulda Geirsdóttir). yfir því hve mörg hross eru til í landinu með annarri spumingu: - Hvað ætlum við að gera daginn sem Ameríka opnast? Þegar það gerist förum við að fá almenni- legt verð fyrir hrossin. Þetta rann upp fyrir mér þegar ég tók þátt í að stofna fiskmarkað. Markaðs- lögmálin hafa hins vegar ekki verið virk hér hjá okkur síðan við hættum að selja sauði snemma á öldinni sem leið.“ Feiknamikið gaman AF HROSSUM — Hvort ertu fiskverkandi, bóndi eða hestamaður? ,,.Ég er ekki hestamaður heldur maður sem á hesta. Nágrannar mínir á Suðumesjum fóm að Freyr 10/2002-11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.