Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 16
Hestamlðstöð íslands 2002 Að venju hafa verkefni Hestamiðstöðvar íslands verið margbreytileg. I upphafi ársins stóð Hestamiðstöðin fyr- ir ráðstefnu um íslenska hest- inn og hlutverk hans í menn- ingu þjóðarinnar og bar hún nafnið „Hálft er líf á hestbaki“. Ráðstefnan var vel sótt og þótti takast vel. Mótakerfi hestamanna hefur verið í smíðum á árinu 2002 og hefúr Hestamiðstöð íslands Qár- magnað þá framkvæmd, en verk- efnið er unnið í samvinnu við Landssamband hestamannafé- laga. Að auki hefur Hestamið- stöðin staðið fyrir prófunum á kerfinu og skrifaður hefúr verið leiðarvísir fyrir framtíðar notend- ur kerfisins. Mótafengur er nú tilbúinn til notkunar og verða öll hestamannamót sumarsins færð í þetta kerfi. Bændasamtök Is- lands sáu um forritun kerfisins. A vormánuðum gerði Hesta- miðstöð Islands úttekt á undir- burði í hesthúsum í þeim tilgangi að athuga hvort hagkvæmt væri að vinna mó sem undirburð hér á landi en mór er talin sérlega heppilegur sem undirburður í hesthúsum, bæði útfrá heilsu og þrifnaði hestanna sem og kostn- aði og endumýtingarmöguleik- um. Uttektin leiddi í ljós að markaður fyrir undirburð væri það lítill að ólíklegt væri að vinnsla á mó gæti staðið undir sér. Hægt væri þó að nýta aðrar tegundir af undirburði, sem fram- leiddur er úr hráefni sem til fellur á Islandi, svo sem hálmi og dag- blaðapappír en við Tækniskóla Islands er nú verið að rannsaka eiginleika dagblaðapappírs sem undirburðar. I haust náðist langþráður áfan- gi, þegar kennsla i reiðmennsku hófst við Fjölbrautarskóla Norð- urlands vestra. Námið byggir á fimm stiga knapakerfi sem hann- að hefúr verið í samræmi við reglur Félags tamningamanna en námsefnisgerð var í höndum Ataks í hestamennsku. Tíu nem- endur hófu nám á brautinni og höfðu átta þeirra lokið fyrstu þremur stigum kerftsins nú um áramótin, en kennsla á ljórða stigi hefst nú á vorönninni. Hér er um að ræða tilraunaverkefni sem Hestamiðstöðin styrkir á margvíslegan hátt, en vonast er til að verði að bjóða uppá nám í reiðmennsku við fleiri framhalds- skóla í framtíðinni. Hugmyndir um heildstætt reið- leiðakerfi og Ijármögnun þess voru til umræðu á haustdögum. I tilefni af þessu gerði Hestamið- stöð Islands grófa arðsemisúttekt á slíkri framkvæmd, þjóðhagslega séð. Uttektin sýndi ffarn á 17- 43% arðsemi af lagningu kerfisins miðað við stofnkostnað upp á 1,5 milljarða kr. Sem dæmi má nefna að áætluð arðsemi af Sundabraut í Reykjavík er 14% og af Siglu- íjarðargöngum um 14,6%. Rannsóknarverkefni um gæði í hestatengdri ferðaþjónustu var haldið áfram og eru væntanlegar niðurstöður úr því verkefni með vorinu. Hólaskóli hefur haft um- sjón með framkvæmd verksins. Þróun á hestasýningum á Vind- eimamelum er eitt af þeim verk- efnum sem Hestamiðstöðin átti að koma að samkvæmt viðskipta- áætlun. Sýningamar hafa reynd- ar verið fluttar frá Vindheima- melum frá því að viðskiptaáætl- unin var skrifuð, en Hestamið- stöðin hefúr sýnt mikinn vilja á að koma að þessu máli. Ákveðið var í lok ársins 2002 að kaupa sýningamar af eigendum þeirra og þróa þær í nýju fyrirtæki sem stæði að rekstri á þeim. Kaupin gengu í gegn i desember og er nú unnið að því að stofna fyrirtæki um reksturinn. Sýningamar verða að mestu með óbreyttu sniði í ár en reiknað er með að töluverðar breytingar verði á þeim í framtíðinni. Breytingar hafa orðið á rekstri Hestamiðstöðvarinnar, en Þor- steinn T. Broddason lét af störf- um sem framkvæmdastjóri stofn- unarinnar um áramót og mun snúa sér að öðrum verkefnum. Hann mun þó vinna áfram að nokkmm verkefnum sem hann hefur haft umsjón með fyrir Hestamiðstöðina Styrkir Á árinu 2002 veitti Hestamið- stöð Islands eftirfarandi styrki: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir vegna ferðar á * FEIF Youth Cup í Svíþjóð kr. 30.000 * Landslið LH vegna þátttöku í keppni á norðurlandamóti ís- lenskra hesta kr. 300.000 * Sögusetur íslenska hestsins kr. 3.000.000 Framhald á bls. 12 I 16-Freyr 10/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.