Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 14
mótið o.fl. sem betur er fjallað
um annars staðar í greininni.
Félagsmönnum hefur fækkað
og var rætt um hvað væri hægt
að gera til úrbóta. Nokkrar uppá-
stungur komu svo sem að lækka
þátttökugjöld á kynbótasýningar
fyrir félaga í Félagi hrossabænda,
fá ódýra áskrift að WorldFengi
o.fl. Fundarmenn voru sammála
því að halda félögunum inni í
deildunum með því að þeir að
njóti hlunninda umfram aðra.
Áhyggjuefni er að greiðslur úr
Búnaðarmálasjóði, sem hefúr
greitt skrifstofukostnað og laun
starfsmanns, fara verulega
minnkandi og þarf eitthvað að
koma til að brúa það bil.
Agúst Sigurðsson hrossarækt-
arráðunautur kom og gerði grein
fyrir stöðu Ataksverkefnisins.
Hann greindi frá því að úthlutað
verði 15 milljónum kr. á ári í 5 ár
í verkefnið. I dag er það u.þ.b.
hálfnað og eftir eru um kr. 35-40
milljónir og á megnið af þeirri
upphæð að renna til markaðs-
mála.
Vilhjálmur Svansson, dýra-
læknir, og Sigurbjörg Þorsteins-
dóttir, ónæmisfræðingur, fóru yfir
stöðu exem-rannsóknarinnar.
Þeim miðar í rétta átt en ákaflega
hægt. Fram kom að landbúnaðar-
nefnd Alþingis hafi í hyggju að
draga úr framlögum til rannsókn-
arinnar. A formannafúndinum var
sett saman ályktun til nefndarinn-
ar þar sem formannafúndurinn
lýsir fullum stuðningi við verkið
og von um áframhaldandi styrk-
veitingu til þess.
Erlendur Garðarsson fór yfír
stöðu kjötmála en markaður í
Evrópu er frekar dapur þessa
stundina. Um 3900 hrossum
verður slátrað á þessu ári.
Formenn deildanna fóru yfir
störf þeirra á sl. ári og kom fram
að flestar þeirra standa fyrir kyn-
bótasýningum og stóðhestahaldi.
Einnig er að aukast að veita verð-
laun til ræktunarbúa og hæst
dæmdu kynbótahrossa héraðanna.
I lok fúndarins fór ffam mikil
umræða um landsmótahald og
staðarval þess og að lokum var
farið yfir tillögu Jóns Vilmundar-
sonar, formanns Hrossaræktar-
samtaka Suðurlands, var stjóm-
valda um stuðning til rekstur
Sæðingarstöðvarinnar í Gunnars-
holti.
Landsmót 2002
Kynbótasýningar á LM 2002
heppnuðust vel og vom kynbóta-
hrossin mesta aðdráttarafl móts-
ins samkvæmt könnun á
eidfaxi.is. Hugsanlega þarf að
breyta verðlaunaafhendingunni
en sunnudagsmorgnar virðast
ekki vera vel til þess fallnir til að
vera með dagskrá. Eins er spum-
ing hvort herða þurfi inntökuskil-
yrði fyrir eldri hross á mótin. Fé-
lagið samþykkti að greiða skrán-
ingargjöld fyrir kynbótahrossin á
sl. LM til að standa undir kostn-
aði vegna dóma kynbótahrossa.
Haldin var ráðstefna í haust þar
sem fram kom að stytta þurfi
mótin og gera þau áhorfenda-
vænni. Áhorfendur hafa ekki út-
hald í að horfa á svo þétta dag-
skrá. Tími þarf að skapast svo að
fólk geti spjallað saman og sinnt
markaðsmálum.
Fagráð
Fagráðið hefur starfað með
sama sniði og áður, en breytingar
em í vændum.
Félag hrossabænda skipar þrjá
fulltrúa og varamenn þeirra í ráð-
ið, þar af er einn skipaður í sam-
ráði við Félag tamningamanna.
Bændasamtök íslands skipa svo
tvo fulltrúa og varamenn þeirra,
annar landsráðunautur í hrossa-
rækt. Ákveðið hefúr verið að ný
stjóm taki við í ársbyrjun 2003.
Ákveðið var að leggja niður
nefndir innan Fagráðsins en þess
í stað kalla til fagaðila þegar það
á við. Það geta verið fúlltrúar frá
Hólaskóla, yfirdýralækni, Land-
græðslunni, RALA, Landbúnað-
arháskólanum á Hvanneyri og
LH svo að dæmi séu tekin.
Kjötframleiðendur ehf.
Á aðalfundi félagsins í apríl
gerði Hreiðar Karlsson því góð
skil sem er að gerast hjá Kjöt-
framleiðendum. Hann sagði ffá
því að viðskipti við Italíu gangi
nokkuð vel. Viðskipti hófúst við
nýjan aðila í Belgíu og ferskt
hrossakjöt var selt á vegum Kjöt-
framleiðenda, bæði til Japans og
Evrópu. Auk þess opnaðist leið
þar fyrir ffosið hakkefni sem
leiddi til þess að nánast allt kjöt
af viðkomandi hrossum fer úr
landi, síðumar líka. Útflutningur
á folaldakjöti hófst einnig á þessu
ári. Sú tilraun stendur enn og er
það sennilega í fýrsta skipti sem
þetta kjöt er selt ffá Islandi.
Miklar vonir em bundnar við
þennan útflutning en nokkuð er í
það að viðunandi verð fáist.
Markmið Kjötframleiðenda er að
auka slátmn hrossa, auka úr-
vinnslu kjötsins, festa í sessi út-
flutning folalda, þróa ferkari út-
flutning dilkakjöts og efla gæða-
effirlit og vömvöndun í hvívetna.
Þetta allt á að leiða til hærra
skilaverðs til bænda.
Á formannafundi félagsins í
nóvember kom Erlendur Á Garð-
arsson, markaðsffæðingur, og
sagði frá því að markaður í Evr-
ópu væri ffekar dapur en töluvert
hefur verið slátrað af sýktum dýr-
um erlendis sem minnkar neyslu
á kjöti til muna. Einnig hefur lágt
verð á kjöti ffá Argentínu orðið
til þess að kaupendur hafa upp
birgðum. Gerill kom upp í kjöti
sem var selt frá Kanada til Jap-
ans. Kjötframleiðendur notuðu
tækifærið og seldu til Japans en
| 14- Freyr 10/2002