Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 7

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 7
Frá Landsmóti á Vindheimamelum 2002. Eriingur Erlingsson á Þristi frá Feti. (Ljósm. Nina Hjartardóttir). velli en ílentist í netagerðinni. „Hún gaf góðar tekjur enda greitt eftir afköstum sem kom sér vel fyrir handfljótan mann,“ segir hann. Smám saman óx netagerð- inni fiskur um hrygg og áður en Brynjar sagði skilið við hana hafði hann byggt stórt hús yfir starfsemina, tæplega 800 fer- metra á tveimur hæðum. „Mönn- um þótti þetta ansi stórt og spurðu hvort ég væri að byggja yfir Netagerð Islands.“ A þessum árum sótti Brynjar inn til Reykjavikur þegar hann vildi létta sér upp. „Þar voru stelpumar miklu sætari,“ segir hann eins og til skýringar. Það fór líka svo að hann náði í kon- una sína þar innfrá. Kristín Torfa- dóttir heitir hún. Þau hófu búskap í Keflavík í einu herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði sem þau deildu með öðram. Þau eign- uðust fjögur böm og nú eru bamabömin orðin ellefú og bamabamabömin þrjú. Fiskverkun og útgerð En þegar Brynjar var á 27. ári keypti hann útgerðarfyrirtæki í félagi við annan mann. „Ég hafði átt viðskipti við marga útgerðar- menn og fylgst með starfsemi þeirra. Ég sá að margt mátti laga og gera betur svo ég ákvað að skella mér í útgerð og sanna mig. Ég gerði út tvo báta og hafði fleiri í viðskiptum og vann úr fiskinum sjálfur.“ Þetta gekk í tuttugu ár en þá ákváðu stjómvöld að koma á kvótakerfi. „Eins og ég hef áður sagt er ég á móti öllum kerfúm en engu þó eins og kvótakerfmu. Þegar það varð að veruleika seldi ég bátana og hætti í útgerð,“ segir Brynjar. Ekki hætti hann þó öllum afskiptum af fiski því sið- an hefúr hann stundað fisk- vinnslu og fiskútflutning. Hann tók þátt í að stofna Fiskmarkað Suðumesja en hefur síðustu árin verkað ferskan fisk sem fluttur er út og sendur utan með flugi. Því til sönnunar hringir síminn í miðju viðtali og Brynjar svarar. Heyra má að hann er að semja um kaup og sölu á fiski, spyr hvort ekki sé til eitthvað af smá- ufsa og karfa sem markaður sé fyrir í Bandaríkjunum. Dóttur- synimir standa í þessu fyrir hann en hann stjómar þeim í gegnum símann. Andrés í Kvíabekk ÁHRIFAVALDUR Nú eru lesendur Freys áreiðan- lega orðnir hissa á því hvers vegna öllu þessu púðri sé eytt í netagerð og fiskverkun þegar viðtalið á að snúast um hesta og hestamennsku. Skýringin á því er sú að Brynjar hefúr enn lifibrauð sitt af fiski og var kominn á fímmtugsaldur þegar hann fór að sinna hestum af einhverju viti. „Ég var á landsmóti árið 1978 þar sem ég hitti Andrés heitinn frænda minn í Kvíabekk. Hann vildi endilega að ég keypti af sér hest sem Blakkur hét, klárhest sem hafði lent í 12. eða 13. sæti í B-flokki á mótinu. Ég gerði það og kom honum fyrir hjá Hreini í Helgadal uppi í Mosfellsbæ þar sem hann var í nokkur ár. Þangað vitjaði ég hans nokkram sinnum og fann fljótt að hann var mjög klárgengur, hlunkaðist strax í brokk ef maður lék ekki við hann. En undan honum kom þó einn mesti og umtalaðasti vekr- ingur landsins, Börkur. Við Andrés höfðum verið mik- ið saman enda höfðum við báðir mikinn áhuga á fé. Hann hafði svo til viðbótar áhuga á hestum og keypti sér meri fyrir fyrstu peningana sem hann eignaðist. Svo stal hann eggjum frá mömmu sinni til að gefa henni og fyrir vikið hlaut merin nafnið Eggja-Rauðka. Hann lagði alla áherslu á að rækta skeið og gekk það vel enda era margir góðir vekringar komnir frá Kvíabekk, Freyr 10/2002-7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.