Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 36

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 36
brjóskeyðingu í sömu liðum hjá ungum, ótömdum hrossum. Sterk aldursáhrif komu fram á tíðni þessara breytinga og gerð þeirra gaf vísbendingar um óstöðug- leika og ójafna dreifingu álags um liðinn. Sýnt var fram á að spatt dregur úr endingu hrossa, sérstaklega eftir 12 vetra aldur- inn. Engu að síður eru 50% líkur á að hross sem greinist með rönt- genbreytingar og helti eftir beygipróf við 12 vetra aldurinn sé í notkun 5 árum síðar. Fyrstu sjúkdómsbreytingamar eru óháðar notkun hrossanna til reiðar og vinnuálag hafði ekki neikvæð áhrif á þróun sjúkdóms- ins. Arfgengi sjúkdómsins (eða veikleikans fyrir honum) var metið á bilinu 0,33 - 0,42 og reyndist mikilvægasti orsakaþátt- urinn sem skoðaður var. Arfgengur veikleiki fyrir spatti getur falist í byggingargöllum (krepptum hækli og/ eða náhækla fótstöðu), eða öðmm göllum í gerð hækilsins (liðfletir passa illa saman og/eða los í stuðningsvef). Þar með verður óeðlilegt álag á brjósk og bein flötu liða hækils- ins sem leiðir til bijóskeyðingar í þeim. Hversu snemma brjóskeyð- ing tekur að þróast og hversu al- varlegar og útbreiddar lið- skemmdimar verða, fer að miklu leyti eftir því hversu mikill með- fæddur veikleiki er fyrir hendi hjá hverju hrossi. Ef veikleikinn er ekki mikill verður liðurinn stöðugri við það að vöðvar og bandvefur styrkjast og brjóskeyð- ingin þróast ekki frekar. I mörg- um tilfellum heldur þróunin áfram og fram koma breytingar í beini (röntgenbreytingar), sem jafnframt em viðleitni til að gera við skaðann. Á því stigi næst oft stöðugleiki og sjúkdómurinn þró- ast ekki frekar. Hjá u.þ.b. helm- ingi hrossa með röntgenbreyting- ar heldur niðurbrotsferillinn þó áfram, liðskemmdimar verða út- breiddari og bólga kemur í lið- himnuna og aðra mjúka vefi lið- anna. Þá aukast líkumar á lang- vinnri helti vemlega. Útdráttur úr erindi dr. Þorvalds Árnasonar, IHBC AB, SvÍÞJÓÐ, SEM NEFNDIST KaLT MAT. Ræktun íslenska hestsins mið- ar að því að nýta lífræna auðlind sem þjóðin hefur fengið í arf. Erfðaauðlegð verður ekki geymd í sekkjum eða bankahólfum heldur skal hún ávöxtuð sem hver annar auður og koma landi og lýð að notum. Á þann hátt einan má tryggja varðveislu erfðaefnis innan erfðahópsins, sem mun nýtast komandi kyn- slóðum. Um hálfrar aldar skeið hefur verið markvisst unnið að kynbótum þeirra eiginleika íslen- ska hestsins sem em innifaldir í hinu opinbera ræktunarmarkmiði og sem miðar eindregið að því að auka verðmæti og vinsældir íslenska hestsins sem reiðhests. Sumir eiginleikar ræktunartak- marksins em þeir sömu sem al- mennt er lögð áhersla á í ræktun erlendra hestakynja en sumir em sérkennandi fyrir íslenska hest- inn og hafa skapað honum sér- staka markaðsímynd á alþjóðleg- um vettvangi. Yfírstjóm íslenskrar hrossa- ræktar hefúr frá upphafí skipu- legrar ræktunar hrossastofnsins verið skipuð vel menntuðum og framsýnum mönnum sem hafa nýtt fýllilega þá þekkingu sem ti- ltæk hefur verið um búfjárrækt á hverjum tíma. í erindi mínu mun ég stuttlega kynna mat á þeim framfömm sem orðið hafa í rækt- un dæmdra sköpulagseiginleika og reiðhestkosta síðustu tvo ára- tugi. í stuttu máli má segja að nær ferföldun árlegrar erfðaffam- farar hefúr áunnist í aðaleinkunn kynbótahrossa á þessum tíma. Hliðran meðaltals normaldreifðr- ar aðaleinkunnar innan erfða- hópsins hefur numið 0,18 stigum á síðastliðnum áratug. Samtímis hefur hinn (að hluta til) huglægi mælikvarði dómstigans verið hertur i áranna rás svo að breyt- ingar í meðaltölum einkunna hafa dempast. Hross sem fékk 8,00 í aðaleinkunn á kynbótasýningu landsmóts 1962 hefði að öllum líkindum hafnað rétt við gömlu ættbókarmörkin (7,50) ef hrossið (klónað?) hefði komið til dóms siðastliðið sumar. Urval kynbótahrossanna er nú í svo sterku samræmi við kynbóta- matið að hæpið er að vænta þess að úrvalsstyrkleikinn verði auk- inn í miklum mæli án hættu á þrengingu virka erfðahópsins og þar með aukinni skyldleikarækt innan stofnsins. Þörf er á að inn- leiða notkun úrvalsmarks sem tekur samtímis mið af kynbóta- einkunn og skyldleikastuðlum innan erfðahópsins. Á þann hátt má tryggja áframhaldandi erfða- framfarir án þess að þrengja um of að erfðabreytileikanum innan stofnsins. Hlutlægar mælingar, sem sann- anlega em sterklega tengdar eig- inleikum þeim sem innifaldir em í ræktunamiarkmiðinu gætu, veitt meira öryggi í vali undaneldis- gripa, aukið úrvalsstyrkleika í stóðhestavalinu og í sumum til- fellum leitt til styttra ættliðabils. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem Herdís Reynisdóttir kynnir á þessum fundi, benda eindregið til að skýra megi allstóran þátt mis- munar í hæfileikum og hreyfing- argetu íslenskra hrossa með ná- kvæmum hlutfallslegum lengdar- málum beina, halla þeirra og homaföllum. Full ástæða er að skoða nánar með hveijum hætti þessar niðurstöður megi koma að gagni í kynbótastarfinu. Varla er | 36-Freyr 10/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.