Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 53
1
ekki reyndist unnt að taka fleiri
umsækjendur inn í skólann vegna
skorts á húsnæði á staðnum. Það
stendur til bóta fyrir næsta skóla-
ár og verða byggðir nemenda-
garðar nú í sumar.
Alþjóðlegt gildi íslenska hests-
ins birtist t.d. í verulegri aðsókn
útlendinga í námið á Hólum en nú
um nokkurra ára skeið hafa 30-
50% nemendanna komið að utan.
Þessir nemendur em að sækja sér
þekkingu og fæmi sem þau taka
með sér til heimalands síns þar
sem þau hasla sér völl i „Islands-
hestamennskunni". Með þekk-
ingu sinni og störfúm stuðla þeir
að frekari útbreiðslu hestakynsins
og til verður aukin eftirspum eftir
hestum, þjónustu, vömm og
þekkingu frá og á Islandi.
Bylting varð í reiðkennsluað-
stöðu skólans með tilkomu nýrrar
reiðhallar sem tekin var í fomi-
lega notkun í desember sl. Húsið
er 1500m2 að gmnnfleti og er sér-
staklega hannað m.t.t. kennslu.
Tilkoma hússins er lykilatriði fyrir
auknum umsvifúm og gæðum í
allri reiðkennslu skólans. Auk
þess býður þetta upp á ný tækifæri
í endurmenntun, námskeiðahaldi
og sýningarhaldi hvers konar.
Unnið er að því að starfsemi
skólans fari að miklu leyti á há-
skólastig og er ffágangur reglugerð-
ar fyrir skólann sem undirstrikar
það hlutverk nú á lokastigi. Gmnd-
vallaratriði í þróun starfseminnar á
háskólastig er að efla rannsóknaþát-
tinn enn ffekar. A síðastliðnum
ámm hefúr verið unnið að rannsók-
naverkefnum á sviði heilbrigðis,
ffjósemi og atferlisffæði. Þar má
nefna eftirfarandi verkefúi:
1. Spatt
2. Ending og förgunarástæður
3. Fijósemi stóðhesta
4. Fósturvísaflutningar
5. Vetraratferli útigangshrossa
6. Frumtamning/meðhöndlun
folalda.
Úr nýju reiðhöllinni á Hólum. (Ljósm. Sólrún Harðardóttir).
Framundan em mörg mikilvæg
og spennandi verkefni á þessum
sviðum og fleiri. Þörf atvinnu-
greinarinnar fyrir aukna þekkingu
er brýn í því alþjóðlega sam-
keppnisumhverfi sem hún býr
við. Island hefúr sem uppmnaland
íslenska hestsins ákveðið forystu-
hlutverk varðandi ræktun, með-
ferð og notkun hans. A þeim
sviðum er enn margt óunnið sem
krefst skipulagðrar rannsóknar-
starfsemi. Jafnframt felast sóknar-
möguleikar íslenskrar hesta-
mennsku og hrossaræktar til auk-
innar tekjuöflunar og bættrar af-
komu fýrst og fremst í meiri
þekkingu á viðfangsefninu og
nýtingu hennar hvort sem hún lýt-
ur að líffræðilegum þáttum hests-
ins, tamningu og þjálfún eða
markaðssetningu. Þá er miðlun
þekkingar ein og sér mikilvæg
grein innan greinarinnar. Þar
liggur fjöldi starfa, t.d. í starf-
semi menntastofnana, leiðbein-
ingastöðva og fjölmargra annarra
fýrirtæka og einstaklinga. Af-
koma hrossabænda veltur ekki
síst á möguleikum þeirra til að
þjónusta og leiðbeina viðskipta-
vinum sínum um meðferð og
þjálfún hrossanna en á því sviði
er víða mikil eftirspum. Vaxandi
hópur íslenskra tamningamanna
og þjálfara fær megin skerf tekna
sinna af reiðkennslu. Jafnframt
opnar reiðkennslan á beinan að-
gang að markaði fyrir söluhross
því að þar kemst á persónulegt
samband við viðskiptavini í leit að
nýjum reiðhestum sem aftur kallar
á meiri eftirspurn eftir þjónustu.
Þannig byggja sóknarfæri greinar-
innar fyrst og fremst á öflun
þekkingar og nýtingu hennar.
Menntun í greininni verður að
endurspegla þá þörf sem atvinnu-
líftð hefúr. Til að stuðla að þess-
um samhljómi menntunar og at-
vinnulífs hefur skólinn um árabil
verið í formlegu samstarfí um
þróun náms og gæðaeftirlit við
Félag tamningamanna. Sameig-
inlegt markmið okkar er að auka
menntun í greininni því að aðeins
þannig skapast forsendur fyrir
auknum atvinnu- og afkomu-
möguleikum. Nám skólans mið-
ar að því að mennta fólk sem
nær árangri í sinni atvinnu, hefur
burði til að sækja fram á völlinn
g ftnna ný tækifæri sem skapa
afkomu og ánægju í starfi.
Freyr 10/2002-53 |