Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 53

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 53
1 ekki reyndist unnt að taka fleiri umsækjendur inn í skólann vegna skorts á húsnæði á staðnum. Það stendur til bóta fyrir næsta skóla- ár og verða byggðir nemenda- garðar nú í sumar. Alþjóðlegt gildi íslenska hests- ins birtist t.d. í verulegri aðsókn útlendinga í námið á Hólum en nú um nokkurra ára skeið hafa 30- 50% nemendanna komið að utan. Þessir nemendur em að sækja sér þekkingu og fæmi sem þau taka með sér til heimalands síns þar sem þau hasla sér völl i „Islands- hestamennskunni". Með þekk- ingu sinni og störfúm stuðla þeir að frekari útbreiðslu hestakynsins og til verður aukin eftirspum eftir hestum, þjónustu, vömm og þekkingu frá og á Islandi. Bylting varð í reiðkennsluað- stöðu skólans með tilkomu nýrrar reiðhallar sem tekin var í fomi- lega notkun í desember sl. Húsið er 1500m2 að gmnnfleti og er sér- staklega hannað m.t.t. kennslu. Tilkoma hússins er lykilatriði fyrir auknum umsvifúm og gæðum í allri reiðkennslu skólans. Auk þess býður þetta upp á ný tækifæri í endurmenntun, námskeiðahaldi og sýningarhaldi hvers konar. Unnið er að því að starfsemi skólans fari að miklu leyti á há- skólastig og er ffágangur reglugerð- ar fyrir skólann sem undirstrikar það hlutverk nú á lokastigi. Gmnd- vallaratriði í þróun starfseminnar á háskólastig er að efla rannsóknaþát- tinn enn ffekar. A síðastliðnum ámm hefúr verið unnið að rannsók- naverkefnum á sviði heilbrigðis, ffjósemi og atferlisffæði. Þar má nefna eftirfarandi verkefúi: 1. Spatt 2. Ending og förgunarástæður 3. Fijósemi stóðhesta 4. Fósturvísaflutningar 5. Vetraratferli útigangshrossa 6. Frumtamning/meðhöndlun folalda. Úr nýju reiðhöllinni á Hólum. (Ljósm. Sólrún Harðardóttir). Framundan em mörg mikilvæg og spennandi verkefni á þessum sviðum og fleiri. Þörf atvinnu- greinarinnar fyrir aukna þekkingu er brýn í því alþjóðlega sam- keppnisumhverfi sem hún býr við. Island hefúr sem uppmnaland íslenska hestsins ákveðið forystu- hlutverk varðandi ræktun, með- ferð og notkun hans. A þeim sviðum er enn margt óunnið sem krefst skipulagðrar rannsóknar- starfsemi. Jafnframt felast sóknar- möguleikar íslenskrar hesta- mennsku og hrossaræktar til auk- innar tekjuöflunar og bættrar af- komu fýrst og fremst í meiri þekkingu á viðfangsefninu og nýtingu hennar hvort sem hún lýt- ur að líffræðilegum þáttum hests- ins, tamningu og þjálfún eða markaðssetningu. Þá er miðlun þekkingar ein og sér mikilvæg grein innan greinarinnar. Þar liggur fjöldi starfa, t.d. í starf- semi menntastofnana, leiðbein- ingastöðva og fjölmargra annarra fýrirtæka og einstaklinga. Af- koma hrossabænda veltur ekki síst á möguleikum þeirra til að þjónusta og leiðbeina viðskipta- vinum sínum um meðferð og þjálfún hrossanna en á því sviði er víða mikil eftirspum. Vaxandi hópur íslenskra tamningamanna og þjálfara fær megin skerf tekna sinna af reiðkennslu. Jafnframt opnar reiðkennslan á beinan að- gang að markaði fyrir söluhross því að þar kemst á persónulegt samband við viðskiptavini í leit að nýjum reiðhestum sem aftur kallar á meiri eftirspurn eftir þjónustu. Þannig byggja sóknarfæri greinar- innar fyrst og fremst á öflun þekkingar og nýtingu hennar. Menntun í greininni verður að endurspegla þá þörf sem atvinnu- líftð hefúr. Til að stuðla að þess- um samhljómi menntunar og at- vinnulífs hefur skólinn um árabil verið í formlegu samstarfí um þróun náms og gæðaeftirlit við Félag tamningamanna. Sameig- inlegt markmið okkar er að auka menntun í greininni því að aðeins þannig skapast forsendur fyrir auknum atvinnu- og afkomu- möguleikum. Nám skólans mið- ar að því að mennta fólk sem nær árangri í sinni atvinnu, hefur burði til að sækja fram á völlinn g ftnna ný tækifæri sem skapa afkomu og ánægju í starfi. Freyr 10/2002-53 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.