Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 31

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 31
Mynd 3. Sumarexem - ofnæmi af gerð I. Um leið og mýftugan sýgur blóð spýtir hún inn próteinum. Þessi prótein vekja ofnæmissvar i sumum hestum. Sýnifruma beinir ónæmissvarinu á Th2 braut (20) með boðefnum og Th2 eitiifruman sendir B-eitilfrumum boð um acI framleiða IgE mótefni sem eru sérvirk fyrir flugupróteinið sem er þá ofnæmisvaki. IgE mótefnin bindast utan á mastfrumur i húðinni. Þegar flugan stingur hest með ofnæmi og spýtir inn ofnæmisvakanum þá hremma sérvirku IgE mótefnin utan á mast- frumum ofnæmsvakann en við bindinguna ræsast mastfrumurnar og losa út bólgumiðla, s.s. leukótrin og histamín. koma stundum fram aðrar gerðir af ofnæmisviðbrögðum eins og seinkuð viðbrögð (delayed hyper- sensitivity) eða ofnæmi af gerð IV (2,4). Vissar tegundir hvít- frumna (hvítra blóðkoma) basa- frumur (basophils) í blóðinu og mastfrumur (mast cells) út í vefjum hafa nema eða viðtaka fyrir IgE mótefni. I einstaklingum með ofnæmi af gerð I em þessar frumur þaktar IgE mótefhum sem hafa myndast við fyrstu áreiti og sem em sérvirk fyrir vakann sem ofnæmið er gegn. Þegar hesturinn er bitinn aftur og ítrekað þá krossbindur ofiiæmisvakinn IgE sameindimar á yfirborði basa- frumna og mastfrumna sem veld- ur því að þessar frumur ræsast og losa út bólgumiðla og fleiri sameindir sem valda ofnæmisein- kennunum (mynd 3). Greining á sumarexemi Hægt er að greina sumarexem með klínískri skoðun en það dug- ar ekki á vetrum þegar einkenni em ekki fyrir hendi. Einnig er hægt að greina það með húðprófi en.þá er ofhæmisvakanum rispað eða dælt í húð (2,4). Þar sem of- næmisvakamir sem valda sumar- exemi hafa ekki verið einangraðir er notað seyði af flugunni og skip- tir miklu máli hversu mikill sfyrkur er notaður. I rannsókn sem gerð var í Florida á 44 sumar- exemshestum og 21 hesti án ein- kenna, þá svömðu um 80% sumarexemshesta á Culicoides variipennis og á bitmýið Simulium venustum en af einkennalausum hestum milli 25-30% (2). Þannig að ef notaður er of mikill styrkur af vakanum þá em falskt jákvæðir hestar rnjög margir en ef styrkur er of lítill þá eykst hætta á föl- skum neikvæðum svömm. Gerð hafa verið húðpróf á íslenskum hestum til að kanna sumarexem. Hér á landi vom prófaðir 110 hes- tar með Culicoides spp. og vom allir neikvæðir utan einn sem svaraði veikt. Ellefu hestar með sumarexemseinkenni í Noregi vom allir jákvæðir en einungis 1 af 33 einkennalausum (17). I annarri rannsókn vom prófaðar 4 tegundir af Culicoides (C. puli- caris, C. chiopterus, C. obsoletus og C. impunctatus) á 14 íslen- skum sumarexemshestum og 9 samanburðarhestum í Noregi. Tíu af 14 (rúm 70%) af sumarexems- hestum svömðu á a.m.k. þrjár af þessum fjórum Culicoides tegund- um en einungis einn af saman- burðarhestunum (11%) (18). Þar sem húðpróf em erfið og fyrirhafnarsöm í framkvæmd er nauðsynlegt að geta gert ofnæm- ispróf á blóðsýnum. Mæling á Culicoides sérvirku IgE mótefn- um virkar ekki þegar notuð em seyði af heilum flugum sem vaki, en afar lítið er af lausu IgE í blóði. IgE sameindimar em flest- allar fastar utan á basa- eða mast- frumum. Hins vegar er möguleiki að mæla suma af bólgumiðlun- um, s.s. histamín og leukótrín, sem basafrumumar í blóði losa við ofnæmisvakaáreiti. Svokall- að súlfídóleukótrín losunarpróf (sLT próf) hefur verið sett upp fyrir sumarexem (19). Þegar hvít- framum úr hestum með sumarex- em er sýnt seyði af Culicoides flugum í tilraunaglasi, losa basa- frumumar m.a. leukótrín en magn þeirra er síðan mælt í sér- stöku prófi. Aðstæður í prófinu s.s. styrkur á vaka hafa verið stilltar þannig að um 80% sumar- exemshesta er jákvæður á Culicoides en um 4% einkenna- lausra. Gott samræmi er á milli leukótrín- og histamínlosunar en histamínlosun eftir vakaáreiti er mæld í annars konar prófi. Hista- mínlosunarprófið er seinlegra í framkvæmd og bætir litlu við leukótrínmælinguna (19). Sumar- exemshestar svara í sLT prófínu, bæði þegar þeir em með einkenni Freyr 10/2002-31 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.