Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 49

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 49
WorldFengur - verkfæri í ræktunarstarfl og markaðssetnlngu erlondis WorldFengur heldur utan um gæðaskýrsluhaldið í hrossarækt, útgáfu hestavega- bréfa, kynbótasýningar og er þar að auki upprunaættbók ís- lenska hestsins á alþjóðavísu. WorldFengur þjónar flestum ræktunarsamböndum aðildar- landa FEIF sem ættbókarkerfi þeirra. Nokkur lönd, svo sem Noregur, Bandaríkin og Finn- land, nýttu WorldFeng ennfrem- ur á síðasta ári til að halda utan um kynbótasýningar með sama hættu og við íslendingar. Á árinu 2002 hefur tekist að Ijúka öllum veigamestum verkþáttum í WorldFeng sem lagt var upp með í upphaflegum áætlunum. Mikilvægt er að tekist hefur að treysta fjárhagslegan grundvöll á rekstrinum. WorldFengur á að skila hagnaði á næsta ári samkvæmt tjárhagsáætlun. Samkvæmt búnaðarlagasamn- ingi við ríkið þá eru tryggðar kr. 2,5 milljón næstu þrjú árin til rekstrar WorldFengs en jafn- framt er áskriftartekjur áætl- aðar um kr. 4-5 milljónir árlega. Hugmynd verður AÐ VERULEIKA Þegar sú hugmynd kom upp að ráðast í smíði á einum miðlægum gagnagrunni fyrir íslenska hest- inn á netinu, sem ætti að vera að- gengilegur öllu áhugafólki um ís- lenska hestinn hvar sem er í heiminum, þá var það aðeins draumsýn á þeim tíma. Þar kom til mikil óvissa með fjármögnun og óvissa um hvaða þróunarum- hverfi ætti að velja til að uppfylla þær ströngu kröfúr sem yrði að gera til tölvukerfis af þessari stærðargráðu. Ennfremur var deginum ljósara að fá yrði breiða samstöðu hér á landi sem og er- lendis, þ.e. hjá Islandshestafélög- unum innan FEIF, til að geta haf- ið vinnu við verkefhið. Það auð- veldaði mjög að sannfæra FEIF - löndin að Bændasamtökin höfðu lagt grunninn að verkinu, með uppbyggingu á gagnagrunni hrossaræktarinnar, Feng, sem innihélt upplýsingar frá skýrslu- höldurum í hrossarækt. Það sem hvatti menn áfram var þó að þörfin fyrir slíkan alþjóðlegan gagnagrunn var aðkallandi, m.a. til að koma til móts við óskir margra íslandshestafélaga er- lendis og til að leggja grunn að alþjóðlegu kynbótamati fyrir ís- lenska hestinn. Það síðamefnda í yrði sjálfu sér saga til næsta bæj- ar ef íslenski hesturinn yrði fyrsta búfjárkynið sem reiknað yrði al- þjóðlegt kynbótamat fyrir. Eitt af því sem reið baggamun- inn í þróun á WorldFengs var rausnarlegt ffamlag frá Átaksverk- efninu í hestamennsku, sem hinn ágæti landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson hafði ffumkvæði að að stofna og dr. Ágúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur, hefúr síð- an stýrt af myndarskap. Að gera stóðbónda AÐ HROSSARÆKTANDA Skipulag skýrsluhalds í hrossa- rækt var ekki ýtt úr vör fyrr en árið 1990, sem teljast verður mjög seint sé tekið mið af sauð- fjár- og nautgriparækt. Samt sem áður hefur þátttaka hrossarækt- enda í skýrsluhaldinu verið al- menn og vaxandi. Þegar við Kristinn Hugason, þáverandi hrossaræktarráðunautur, sömdum erindi á ráðunautafúndi árið 1992 þá fannst okkur við hæfí að láta teikna teiknimyndasögu sem sýndi hvemig stóðbóndi breyttist í skipulagðan hrossaræktanda með þátttöku í skýrsluhaldi og faglegu ræktunarstarfi. Tölvu- kerfið Fengur hefur leikið aðal- hlutverkið í að halda stöðluðum upplýsingum til haga en upplýs- ingamar í Feng em grunnurinn sem kynbótamatið byggir á. Hrossaræktin reið á vaðið í út- reikningi á kynbótamati hér á landi og hefúr það verið reiknað út fyrir öll hross í gagnagrunnin- um í um tvo áratugi. Freyr 10/2002-49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.