Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 46

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 46
Öryggi kynbótamats: 86% Kolskör frá Gunnarsholti með afkvæmum á LM 2002. (Ljósm. Eiríkur Jónsson). Dómsorð: Afkvæmi Kolskarar eru fre- mur stór. Frambyggingin er þokkaleg, hálsinn mjúkur og meðalreistur. Yfírlínan er frábær og bolurinn sívalur og þau eru hlutfallarétt. Fótagerð er slök en hófar ágætir. Töltið er einstak- lega mjúkt og brokkið lyftingar- gott og rúmt. Lundin er traust og jákvæð. Kolskör gefur geðgóð og rúm gæðingshross, hún hlýtur heið- ursverðlaun fyrir afkvæmi og annað sætið. Molar Noregur eykur inn- FLUTNING Á MATVÆLUM FRÁ FÁTÆKUM LÖNDUM Um tveir þriðju hlutar af mat- vælum, sem Norðmenn flytja inn, kemur frá ESB. Afgangurinn kemur að mestu leyti frá öðrum iðnríkjum. Þetta gerist þrátt fyrir það að innflutningur frá fátæk- ustu löndum heims, svokölluðum MUL-löndum, er tollfrjáls. „Ef taka á alvarlega umhyggju okkar fyrir fátækum löndum, verður innflutningur frá þeim að vaxa á kostnað innflutnings frá ríkum löndum. Yfir helmingur af öllum matvælum sem Norðmenn neyta er innfluttur, það gefur mikla möguleika á að auka inn- flutning á þessum vörum frá þró- unarlöndum". Þetta eru orð Steinars Dvergsdals, stjórnarfor- manns Norska Samvinnusam- bandsins í landbúnaði, (Norsk Landbrukssamvirke). Norskur landbúnaður vill ganga á undan með góðu fordæmi og beina fóðurinnflutningi að hluta frá Bandaríkjunum til landa í Afríku. Norðmenn flytja inn verulegt magn af hráefni til fóðurfram- leiðslu sinnar. Felleskjöpet i Nor- egi, sem selur bændum kjarnfóð- ur,, kannar nú möguleika á að beina þessum viðskiptum til MUL- landa í Afríku. Þar er um að ræða maís, hrísgrjón og soja- baunir. Norðmenn áætla jafn- framt að leggja fé til að byggja upp viðskipta- og samgöngukerfi þessara landa, (sk. infrastruktur). Steinar Dvergsdal hefur lýst þeirri framtíðarsýn sinni að þegar um næstu jól verði Norðmenn farnir að flytja inn döðlur frá Eg- yptalandi, fíkjur frá Tyrklandi, og hnetur frá íran, Alsír og Túnis. Þá vonast hann til að það dragi úr sykurinnflutningi frá Danmörku en að hann aukist frá Brasilíu. (Bondebladet nr. 51-52/2002). Rándýr leggjast á SAUÐFÉ Á SUMARBEIT í Noregi 2800 fjárbændur í Noregi fá alls 44 milljón n.kr. í bætur fyrir fé sem rándýr drápu á afréttum í Noregi sumarið 2002. Alls er staðfest að 57 þúsund fjár lentu í gin óargar- dýra en 31 þúsund fást bætt. Fjöldi bænda, sem sækir um bætur, er nokkuð stöðugur ffá ári til árs. Af rándýrum er það fjallfress (jerv) sem drepur flest fé, eða 13.500, þar næst kemur gaupa með 6.100 fjár, bjarndýr með 3.100 fjár og úlfur með 1.850 fjár. Fjárskaði af völdum úlfa meira en tvöfaldaðist frá árinu áður. Ekki er unnt að greina skaðvalda á töluverðum hluta þess fjár sem rándýr drepa. (Bondebladet nr. 51-52/2002). Hertar varnir gegn RIÐUVEIKI í SAUÐFÉ í Frakklandi Hertar reglur um innflutning á kindakjöti til Frakklands tóku gildi um sl. áramót. Frá þeim tíma verður að fjarlægja hrygginn ef kindin er eldri en sex mánaða. Tilgangur þess er sá að vernda franskt sauðfé gegn riðuveiki. Vegna þrýstings frá öðrum löndum ESB hafði franska stjórn- in frestað þessari ákvörðun tvisv- ar, en áður gilti þessi regla um skrokka af fé sem var eins árs eða eldra. (Bondebladet nr. 51-52/2002). | 46-Freyr 10/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.