Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.2002, Blaðsíða 8
Frá Landsmóti á Vindheimamelum 2002. Fjórir fulltrúar Fets á ræktunarbús- sýningu landsmótsins. (Ljósm. Nína Fljartardóttir). Börkur, Fjalar og Þór svo nefnd séu dæmi. Hann gaf mér eitt ráð sem var að blanda ekki saman tveimur flugvökrum hrossum ef ég vildi búa til góðan skeiðhest. „Eg hef aldrei fengið neitt út úr því. En ef þú eignast ógurlega rýmismikla meri á brokki þá er þér óhætt að nota hana undir flugvakran hest,“ sagði hann en ég veit nú ekki hvað ráðunautur- inn segir urn þetta,“ bætir Brynjar við. Ráðunauturinn er Agúst Sig- urðsson sem tekur þátt í spjallinu og gefúr lítið fyrir þennan vís- dóm Andrésar í Kvíabekk. „Þetta var eina tilsögnin sem ég fékk frá frænda mínum. Hann viðurkenndi síðar að hann væri aldrei að hugsa um neitt annað en að rækta hross undir sjálfan sig. Þess vegna datt hann í þá gryíju að hrossin urðu ekki nógu falleg hjá honum. Eg hef hins vegar alltaf lagt mikið upp úr því að hrossin séu heldur falleg. Mér finnst þau reyndar oft falleg þótt dómurunum finnist það ekki.“ Ég sel þér aldrei hestinn! Blakkur var reyndar ekki byrj- unin því áður hafði Andrés gefið Brynjari nokkur folöld. „Eg hafði þau hjá mér í Kefla- vík og var að æfa mig i að siða þau til eins og ég legg alltaf mik- ið upp úr. Eg lét þau hlaupa með mér í spotta út um bílgluggann. Eg gaf þessi tryppi því ég ætlaði mér aldrei að eiga hesta. En svo var farið að keppa á Blakki uppi i Mosfellsbæ í nafni fjölskyldunn- ar i Helgadal. Hreinn kunni því illa að eiga ekki hestinn og falað- ist eftir honum en ég neitaði að selja. Hann varð auðvitað svekkt- ur en ég bauð honum að borða og við kýttum áfram um hestinn. Hann sagðist ekki geta farið nema hann fengi hestinn keyptan en ég bauð honunr þá að gista. Svona létum við lengi dags þar til ég sagðist skyldu selja kon- unni hans hestinn. Þannig fóru málin og hann fór ánægður af mínurn fundi. Eg keypti annan hest ættaðan frá Kvíabekk fyrir dóttur mína sem var komin með reiðdellu. Þá fór ég að rilja upp reiðmennsku- na og fór stundum á bak honum berbakt því hnakk fékk maður aldrei fyrir norðan. Mér leið illa að ríða í hnakk. Mér fannst ekki nóg að hafa þennan eina hest svo ég bað Andrés að selja mér hrein- an töltara. Eg sagðist ekki vilja þetta helvítis brokk enda gæti ég ekki setið brokkara nema mér liði illa. Hann sendi mér þá meri sem Vala hét, lággeng en hreingengur töltari. Hann hafði ætlað að gefa frú Vigdísi forseta þessa meri en forsetinn kom ekki til Olafsfjarð- ar svo Andrési þótti rétt að ég fengi rnerina „þótt þú verðir aldrei forseti,“ bætti hann við. Þessa meri var ég með í þrjá vetur og reið henni mikið út. Andrés hafði varað mig við því að hún væri illjámanleg en mér tókst að vinna trúnað hennar svo vel að ég gat staðið við hliðina á henni og sagt henni að sýna mér fótinn og hún lyfti honum bara. Einhverju sinni í sauðburði var hjá mér maður sem ætlaði að jáma merina en ég bað hann að bíða meðan ég sinnti fénu. Þegar ég kom aftur var hann kófsveitt- ur, það lak af hverju hári á mer- inni og hún var búin að lenda á hryggnum upp við vegg en engin skeifa komin undir. Eg sagði honum að leyfa merinni að jafna sig, við skyldum svo jáma hana seinna. Það gerðum við, ég stóð hjá merinni og hann jámaði hana eins og ekkert væri. í framhaldi af þessu keypti ég lítið hesthús í Keflavík og á það enn. Þar hef ég alið upp fleiri verðlaunahross en margir aðrir. Eg held að það séu komin ein 30 hross sem ég og aðrir hafa átt sem hafa fengið verðlaun.“ 1 þessu húsi er Brynjar með folöld sem hann dekrar við. „Eg er þeirrar bjargfostu trúar að upp- eldi folalda skipti vemlegu máli fyrir hrossin, ekkert síður en mannfólkið. Þess vegna er ég að byggja hús sem tekur yfir 50 fol- öld enda hef ég verið með 30-40 | 8-Freyr 10/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.