Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2002, Qupperneq 10

Freyr - 01.12.2002, Qupperneq 10
Tvær hryssur í stóði Brynjars að kljást. (Ljósm. Hulda Geirsdóttir). hef aldrei gefið meri.“ Blctðamaður heldur áfram inn á bannsvceðið og spyr um afkom- una, hvernig eru tekjurnar í þess- ari grein? Selur Brynjar mikið af hestum? „Árum saman seldi ég engin hross. Ég leit alltaf á þetta sem dýrt hobbí en nú er skatturinn bú- inn að segja mér að þetta sé ekk- ert hobbí. Ég fór ekki út í þennan rekstur hér í Feti í því skyni að trufla aðra sem standa í hrossa- rækt eða taka af þeim einhverja titla.“ Meira fæ ég ekki upp úr hon- um um afkomuna. Hins vegar kemur upp úr kafinu að veldi Brynjars er farið að teygja sig út fyrir landsteinana. „Já, ég keypti tæplega 10 hekt- ara jörð i Danmörku í fyrra í fé- lagi við dóttur mína sem býr þar og starfar við glerlist. Þetta er gamalt lögbýli með húsi og úti- húsum við Limafjörð á Jótlandi og ég tók erlent lán til kaupanna sem hún er að greiða niður. Þang- að flutti ég íjórar fylfúllar merar og fór svo út síðastliðið haust. Það var reyndar fyrsta utanlands- ferðin mín í hartnær aldarfjórð- ung.“ Framhaldið í Danmörku er óráðið en Brynjari líst sæmilega á byrjunina, í það minnsta er hann búinn að ákveða að senda þrjár fylfullar merar til viðbótar. Ekki sagðist hann hafa nýtt sér dönskukunnáttuna en talaði við innfædda á ensku sem hann nam af vörum bandarískra samstarfs- manna sinna þegar hann vann á Keflavikurflugvelli sem ungur maður. Töltið er mesti kosturinn Þessi umsvif Brynjars á Jót- landi eru hluti af vaxandi gengi íslenska hestsins í Evrópu. I því sambandi vaknaði sú spuming hvort aukinn útflutningur ís- lenskra hesta breytti ekki áhersl- um í ræktuninni. Hér á landi em menn alltaf að eltast við viljug hross en í Evrópu er kannski meiri áhugi á þægum heimilis- hestum, bamahestum ef svo má að orði komast. Brynjar er ekki trúaður á að þetta breyti miklu. „Fólk byrjar á hesti sem það ræður við en þegar það fmnur að það hefur fúll tök á honum vill það fá sér viljugra og meira hross. En auðvitað er ekk- ert vit í því að menn byrji á harð- viljugu hrossi. Ég man það sjálf- ur hvað mér brá þegar ég fór í fyrsta sinn á bak viljugu hrossi.“ - En hverju sækist þú eftir þegar þú ert að skoða folöldin þín? Hvaða eiginleika þarf gott hross að hafa? „Besti eiginleiki góðra hesta er náttúrlega töltið. Því er hins veg- ar oft haldið fram að hross sé ekki nema hálft ef það vantar í það skeiðið. En 90% af útreiðar- fólki á íslandi er ekki að sækjast eftir flugvökrum hrossum. Það er ekki verra að það búi yfir skeiði en meginmálið er að hrossin séu hreingeng og ekki skemmd í gangi. Andrés frændi minn sagði einhverju sinni þegar hann var á ferð í Víðidalnum og mætti hópi hestamanna að hann tryði því ekki að hægt væri að raða saman svona mörgum trantum á einn stað. Ég svaraði því til að menn yrðu að skoða fólkið sem situr á baki hrossunum. Ef hrossið er þægt og gott og töltir mjúklega þá er það gæðingur eigandans. Svona er þetta bara. Og það er al- veg hægt að taka undir með manninum sem sagði að sá hestur væri gæðingur sem þú getur treyst fyrir baminu þínu.“ Þegar Ameríka opnast Brynjar gerir ekki mikið úr kunnáttu sinni þótt árangurinn sýni annað. Hann segist aldrei hafa verið tamningamaður. „Ég hef aldrei haldið því fram að ég væri hestamaður en ef einhver segði að ég hafi ekkert vit á sauðfé yrði ég dálítið vondur. Ég hef ekki vit á hrossum, í það minnsta ekki að mati dómskerfis- ins, en það dæmir hver fyrir sig. Eins og ég sagði legg ég mikið upp úr því að hross séu falleg en | 10 -Freyr 10/2002

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.