Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 9

Skátablaðið - 01.12.1950, Qupperneq 9
REYKJAVIK 1950, 9.—12. TBL., XVI. ÁRG RITSTJÓRI; TRYGGVI KRISTJÁNSSON SÉRÁ ÁRELÍUS NÍELSSON félagsforingi: Jólastjarnan DIMMASTA SKAMMDEGI ÁRSINS eru jól á íslandi. Myrkrin og stormarnir virðast eiga ceðstu völd um lög og láð. Myrkrin eru djúp. Stormarnir grimmir. Þá Ijómar jólastjarnan yfir lífvana snæbreiðum og œðandi hafsbylgjum. Þessi stjarna er ekki ein af dem- antskœru Ijósunum langt úti i geimnum, köldum og fjarlœgum. Þótt pœr séu yndislegar og bros þeirra blíð, þá þýðir ekki að leita að henni meðal þeirra. Skin þessarar stjörnu er bjart eins og fyrstu geislar vormorguns yfir aust- urtindum. Það er lilýtt eins og bros lítillar stúlku, sem hefur uppgötvað fyrsta blóm vorsins i fyrsta sinn á ævinni. Þeir sem uppgötvuðu hana fyrst voru siðlátustu spekingar Austurlanda og saklausir smalar i fallegri fjallshlið. Þeir greindu ekki gjörla, hvort hún var himnesk eða jarðnesk ,en eitt fundu þeir, ef þeir hlustuðu á sinn eigin hjartaslátt, hún blikaði yfir vöggu litils barns, +■ SKÁTABLAÐIÐ 89

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.