Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Skátablaðið - 01.12.1950, Blaðsíða 13
S-SAGAN: Felixmynd. Hvar er smalinn? Skrítla. Nonni: Hvaða skó ætti ég að hafa við þessa „style“ sokka? Kalli: Hné há gúmmístígvél. Það herðir líkama og sál að fara út í öfsa- veður, rok, rigningu eða kafbyl, þó ekki sé nerna milli húsa. Það göfgar og hressir ekki síður en að vera úti í blíðskaparveðri og sólskini, eða ganga út á heiðkvöldum með tunglsljósi og norðurljósum. Veður- guðirnir hafa verið strangir kennarar kyn- slóðanna, einkurn Vetur konungur. Skátar hafa áður verið brautryðjendur. Þeir geta orðið það á ný, kjarkur og karl- mennska er ennþá það sem ísland þarf. Hvort tveggja þroskast í fangtökum við veður og vind. Hefjið útiæfingar. Helgi Tómasson. STJÓRN SKÁTANS SIGRAÐI. Lesendur Skátablaðsins muna eflaust eftir því, að í Skátajólum 1949 birtist F-saga, og svo í 1. tölubl. þessa árs birti blaðið svo tvær beztu F-sögurnar, sent bárust. Nú er hér S-saga, og eins og áður biðjum við les- endur blaðsins að spreyta sig og sentja fram- hald þessarar sögu eða sernja aðra nýja og senda til Skátablaðsins. Eftirfarandi S-sögu hefur skátastúlka í Vestmannaeyjum samið: Skátinn Sveinbjörn Snorrason skyldi skreppa smá skynditúr suður, síðla sumars, sem sé sunnudaginn sextánda september. Seglskipið Signý sigldi stormbyr snemma sunnudagsins. Skammt sunnan stóru skerj- anna stækkaði strax sjólagið. Skipið slingr- aði, svo Sveinbjörn svimaði sjósjúkan. Stormurinn skóf sjóinn, svo særoksstrók- arnir skýldu skerjóttri s'tröndinni, skammt sunnan Selskerjanna, sem sjófarendum sýndust sannarlega skelfileg. Stórviðrið skók skipið, sundursleit seglin, stór sem smá, svo Signý slingraði stjórn- laus. Skipstjórinn snapsaði sig sífellt skammarlega, sömuleiðis stýrimaðurinn, skeyttu slælega skipstjórninni, svo síðast steinsofnuðu svínin. . Sveinbjörn sá skipstjóraskömmina svín- fulla sleppa stýrinu, settist sjálfur sem skjótast sem stýrimaður. Skipið skoppaði stórkostlega, svo Sveinbjörn skorðaði sjálf- an sig, stritaðist súrum svita. Sjór setti stýrissveifina skarplega. Skipið skyldi sleppa. Smám saman sveigði skipið. Skerin skelfilegu struku skipssíðuna. Stjórn skátans sigraði. Skdtastúlka. skÁtablaðið 93

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.