Skátablaðið - 01.12.1950, Page 27
Já, stúlkur mínar. Nú langar mig til að
minnast á annað, og það eru blessuð jólin.
sem bráðum eru komin. Eg var rétt í þessu
að lilusta á söng frá útvarpinu. Þar var
verið að syngja: „Friður á jörðu, fagna þú
maður, Frelsari heimsins fæddur er.“ Ef
mennirnir vildu trúa þessu og lifa sam-
kt æmt þeirri trú. Já, þá væri dásamlegt að
lifa. Því j)að er satt. Frelsari hcimsins er
fæddur, og við ættum öll að fagna og gleðj-
ast. Þá væri friður á jörðu. Því það getur
aldrei ríkt ófriður hjá þeim mönnum, sem
fagna og eru glaðir. Þeir, sem fagna komu
Frelsarans, gleðjast af hjarta og óska hvorir
öðrum alls hins bezta, af því að kærleikur-
inn er jaað afl, sem ræður orðunt þeirra og
gerðum. Eða á einfaldari hátt. Frelsarinn
er kominn, hann elskar okkur og biður
okkur um að elska alla menn. Þá verður
friður á jörðu. Þetta eiga blessuð jólin að
minna okkur á. Nútímajól eru hjá mörg-
um, hátíð allskonar glingurs og hégóma, frí
frá daglegum störfum, helzt lengra en venju-
lega, og þá um leið eins mikið af skemmt-
unum eins og hægt er að komast yfir. Hið
raunverulega gildi jólanna gleymist alveg.
Stúlkur mínar. Setjist J)ið nú niður örlitla
stund og gefið ykkur tíma til að hugsa út í
þetta. Af hverju höldum við heilög jól?
Erum við virkilega að halda fæðingarhátíð
Frelsara okkar hátíðlega af ])ví við gleðj-
umst yfir fæðingu hans og óskurn eftir friði
á jörð. Eða erum við að nota þessa mestu og
helgustu hátíð kristninnar til þess eins að
skemmta okkur — éta — drekka og vera glöð,
sem ekkert á jró skylt við hina sönnu jóla-
gleði. Við skulum hugleiða þctta. Ykkur
finnst nú líklega, ég hafa verið full alvarleg
núna. En mér finnst við verðum líka að
hugsa um alvöruna. Kannske |)ið vilduð
skrifa mér um þetta. Nú verð ég víst að fara
að slá botninn í þetta bréf. Það er margt
annað, sem mið langar til að segja við ykk-
ur, bæði gaman og alvara, en ])á verður
bréfið of langt.
Það er aðeins eitt, sem þið skulttð ávalt
muna mér viðkomandi og það er það, að
mér þykir vænt um ykkur og vil ykkur vel.
Og það verður að virða görnlu fólki það til
vorkunnar, ef það skyldi vera nokkuð lang-
dregið.
1 næsta bréfi Jrarf ég að segja ykkur frá
ýmsu skemmtilegu, því |>að er mesta furða,
hvað ég fylgist með, þó ég sé komin á Jrenn-
an aldur.
Svo óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla
og Guðs friðar.
Ykkar amma gamla.
SKATABLAÐIÐ
T07