Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.02.1911, Blaðsíða 8
3Óo orðið að orsök. Óbeinlínis má segja, og það með réttu, að þetta sé kraftaverk — með öðrum orðum: undr, sexn skaparinn lætr verða með því að nota náttiirulögmálið á sérstakan hátt. Svona var það, er vindrinn var hafðr til þess að opna ísraelsmönnum veg yfir Eauðahafið; eins það, er landfallið varð, er Jórdan þornaði upp í farvegi sínum, þar sem herskarar Jósúa fóru yfir; eins jarðskjálftinn, sem bylti um landinu við Sódóma og Gómorra og kiveikti í steinolíu-æðunum þar í jörðu niðri; eins það, er múr- arnir umliverfis Jeríkó hrundu við hristinginn, sem þeir urðu fyrir; og loks má nefna klaka ísaldarinnar með áhrifum lians á jarðskorpuna, og getum vér þá gjört oss skiljanlega grein fyrir syndaflóðinu. Til kraftaverka þeirra, sem nú er um að rœða, má það telja, er frá er skýrt í 2. bók Konunganna í 6. kap., 6. versi, urn öxina, sem flaut á vatninu, en náðist við orðin, sem Elísa talaði. Þess ber þó að gæta, að eldri þýðingin (enska) á þessum stað er betri en nýja þýð- ingin. 1 nýju þýðingunni stendr, að Elísa hafi kastað viðargreininni í vatnið og látið járnið fljóta (made the iron to swim) ; en í eldri þýðingunni (og útá spázíunni á þeirri nýju) er aðeins sagt, að járnið hafi flotið (and the iron did swim)l). Engum, sem kunnugt er um á- hrif vatns rennanda, veitir neitt ervitt að skilja, hvernig á því hafi staðið, að axarhöfuðið flaut. Sterkr straumr í á grefr alltaf annað veifið pytti hér og hvar í farvegi árinnar, en sveiflar saman möl cg aur í hrúgur annars- staðar. Feikna-stóra steina slítr straumrinn einatt úr bottni og fleygir þeim uppí árbakka, þá er á er í vexti. Vatn, með nógu sterkum straumi, getr fleytt axarblaði allt einsog hnullungs-steinum. Þá er svona stendr á, eru náttúru-öflin þess fyllilega umlíomin að afreka. slíkt, sé þeim aðeins rétt stýrt; og sá maðr á hcegt með að trúa sögunni, sem annars trúir á guð, þann er hafi óendanlega þekking til að bera og vald yfir náttúrunni, að sínu i) Islenzka þýðingin (bæði sú nýja og gamla) er hér samhljóða nýju þýð- ingunni ensku, sem höfundinum þykir miðr rétt. Ritst. ,,Sam.“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.