Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1911, Qupperneq 12

Sameiningin - 01.02.1911, Qupperneq 12
3Ö4 sérhvert hús er gjört af einhverjum, en sá, sem allt hefir gjört, er guð.1'' Sérhver maðr gengr með sönn- unina fyrir tilveru guðs, í sjálfum sér — hvernig búið er um líkama hans og sál. Vissulega er það vísindalegt undr, að vér getum látið telefóninn flytja hljóð gegnum málmvír; liitt er þó margfalt meira undr, að þá er það hijóð hefir snortið heyrnar-himnuna í eyranu, skuli það berast þaðan til heilans til þess að ummyndast þar og verða að hugsan. Oss hættir við að gjöra of mikið úr framförum þeim, sem menn í síðustu tíð hafa tekið með aukinni þekking á náttúrunni og margvíslegum uppgötvunum á því svæði. Hann, sem á öndverðri æfi mannkynsins fann upp tungumálið, sem að því komst, hvernig eld má kveikja og búa til tól úr tinnusteinum, sem tamdi villt dýr;- in og fann upp íþrótt þá, er í því er fólgin að spinna og vefa, og það, sem liinu öllu er meira, þá list að koma hugsunum frá manni til manns með því að fœra þær í letr, — hann, er allt þetta gjörði, vann tiltölulega miklu meira að framförum manna en nokkur uppfimdningar maðr, er síðar hefir verið hér uppi. Þá er á allt er litið, er oss bezt að styðja sannanir vorar fyrir tilveru guðs við þessi dásamlegustu undr af hálfu mannlegs eðlis, sem allir geta skilið. Það liafa þeir menn gjört, sem biblíuna fœrðu í letr, og sama hafa beztu rithöf- undar gjört á öllum öldum. Fullkominn skilningr á upphafi sköpunarverksins fæst ekki með þeim tökum, sem náttúrufrceðin á ráð á. Robert Hall, sá víðfrægi maðr, hafði það til siðs, er hann ávarpaði tilheyrendr sína í Cambridge á Englandi og vildi leggja fram fyrir þá sönmrn fyrir tilveru guðs, að benda á það sem sjálf- sagt, að orsök liggr til afleiðingar liverrar, oig sýndi um leið fram á, að það, er gjörðist í ríki náttúrunnar, væri allt náknýtt livað við annað — hlekkir í festi or- sakar og afleiðingar, sem vér reyndum að rekja að einhverju upphafi. Því lengra sem rakið er, því meiri verðr þimgi festarinnar, og því meiri þörf á guði til að halda henni uppi, honum, sem sjálfr er frumorsökin ahnáttka.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.