Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 11
Leikdeild Umf. Bisk. Hólmfríður og Guðný þenja raddböndin. sem komu á þennan einstæða atburð. Ætlunin með þessum dansleik var að auka samskipti leikfélaganna í þessum hreppum enda ætla Hrunamenn að bjóða okkur til sín á næsta ári. Mjög vel var staðið að þessum dansleik, góð skemmtiatriði og veitingar handa öllum og síðast en ekki síst góð hljómsveit. Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnar Leikdeildar U.m.f. Bisk. þakka öllum leikfélögum sem tóku þétt í starfseminni með okkur í vetur kærlega fyrir veitta aðstoð og óska öllum Tungnamönnum nær og fjær gleðilegs sumars. Brynjar og Egill í vel heppnuðum leikþœtti leikdeildar á grímuballi. Hafdís, Margrét og Oddný í léttum söng á grímuballi. höfðu allir mjög gaman af því og gagn, ekki síst unglingarnir. Ekki er víst að haldið verði annað svona námskeið, því leikdeildin borgaði þetta mikið niður en við höfum hreinlega ekki efni á því. Fullmenntaður hópur leiklistarfólks með kennara sínum. Á liðnum vetri hefur starfsemi leikdeildar verið með mesta móti, þrátt fyrir að ekki var sett upp leikrit, en oft hefur brunnið við að starfsemin hefur dottið niður þau ár. Eina kvöldstund skömmu fyrir jól komum við saman og skemmtum hvert öðru með ýmsum leikjum og söng. Námskeið í leikrænni tjáningu og spuna var haldið helgina 19.-20. febrúar undir ágætri leiðsögn Ólafar Sverrisdóttur frá Hrosshaga. Þátt í námskeiðinu tóku 13-15 manns, unglingar og fullorðnir og var það alltof fátt, ef tekið er mið af kostnaðinum. Þeir sem tóku þátt í námskeiðinu Leikdeildin var beðin um að aðstoða við skemmtiatriði á árshátíð Hestamannafélagsins Loga þann 11. mars og urðum við við þeirri beiðni. Allt þetta tókst með miklum ágætum eins og flestir sem þar voru ættu að muna. Lokahnykkurinn fyrir sumarið var svo grímu- dansleikur í Aratungu 1. apríl. Þangað var boðið leikdeildum Hrunamanna og Gnúpverja. Gnúpverjar gátu ekki komið þennan dag vegna anna, en Hrunamenn mættu og höfðu mjög gaman af og allir aðrir Egill Jónasson. Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.