Litli Bergþór - 20.06.1995, Qupperneq 29

Litli Bergþór - 20.06.1995, Qupperneq 29
skiptið sem veðrið lék ekki alveg við okkur. Við létum það samt ekki á okkur fá og gengum um Kaupmannahöfn og höfðum gaman af, en engir strætisvagnar urðu á vegi okkar. Fólk var orðið svangt og því var ákveðið var að bjóða öllum í pitsu og salat og máttum við borða eins og við gátum í okkur látið. Allir borðuðu vel, eiginlega einum of vel því þegar við komum til Kalundborgar beið okkar matur þar og við vorum varla nógu svöng til að njóta hans eins og skyldi. Klukkan fjögur kom rúta að sækja okkur á hótelið og nú var það Kalundborg sem beið. Ekki vorum við lengi þótt við færum yfir þvert Sjáland, en hafa verður í huga að Danmörk er lítið land miðað við Island. Munkeskole í Kalundborg var okkar áfangastaður og þá var bara að koma farangrinum öllum á leiðarenda en segjast verður að það tók einna mest á í ferðinni að rogast með töskur, svefnpoka, dýnur og kórbúninga á milli svefnstaða. En allt hafðist það með samvinnu og jákvæðni. Einhverra hluta vegna þurftum við að sofa á þremur stöðum í skólanum, þ.e. fyrst í einni stofu svo í öðrum enda skólans í annarri stofu og svo aftur á aðfaramótt mánudagsins í fyrstu stofunni. Þetta voru því talsverðir flutningar með farangur sem við áttum erfitt með að skilja, en þá var bara að brosa og tosast með töskumar milli skólastofa og koma sér svo fyrir aftur. Já, ég segi brosa því það var einmitt það sem við gerðum alla ferðina. Við lögðum áherslu á að vera jákvæð taka öllu því sem að höndum bar vel og gleðjast yfir því sem skemmtilegt var. Nöldri var þannig fleygt á dyr og gleðin réði ríkjum. Nokkrir kórar voru að koma um leið og við mættum. Eftir kvöldmatinn var öllum boðið að taka þátt í svolítilli kvöldskemmtun og kynntumst við nokkrum kórum, en þeir sungu tvö þrjú lög hver fyrir annan. Föstudagur 21. apríl. „ Klukkan var hálfsex og ég var vöknuð í lítilli skólastofu innan umfullt afkrökkum og mömmum. Mér brá heldurfyrst ,en svo rann upp fyrir mér ég var með kórnum í Danmörku. Við höfðum gist nóttina áður á hóteli í Kaupmannahöfn en vorum nú komin til Kalundborgar þar sem kórakeppnin fór fram. Við fengum litla skólastofu til að gista í. Hér var ég og vöknuð langfyrst aföllum og gat alls ekki sofnað aftur. Þá heyri ég eitthvað þrusk og lít til hliðar. Guðbjört er líka glaðvöknuð. Viðförum eitthvað að tala saman og erum báðar sammála um að veðrið sé yndislegt þó að sólin sé ekki enn komin upp. Þá dettur okkur í hug að hlaupa út og klifra upp í stórt kastaníutré ■ sem varfyrir utan gluggann og syngja „Dagur er risinn' um leið og sólin kœmi upp. Við ákváðum að égfœri að dyrunum og sœkti skóna og að svo myndum viðfara í kórpeysunni einni og hjólabuxunum út í tré. Þá kom uppfyrsta vandamálið: Efviðfœrum í gegnum dyrnar þyrftum við að klofa yfir Michael, en efviðfœrum í gegn um gluggann þyrftum við að traðka ofan á strákunum. Við ákváðum að klofa frekar yfir Michael, þótt hitt freistaði okkar. Þegar við vorum komnar út, hlupum við að trénu og klifruðum upp í það, komum okkur vel fyrir ogfengum svolítinn hláturskrampa yfir því hvað við vœrum ruglaðar, að vakna klukkan sex að morgni, fara út í tré í litlum sem engum fötum og syngja „Dagur er risinn". Þegar hlátursrokunum linnti hófum við sönginn og vorum dauðhrœddar við að vekja einhvern. Sem betur fór kom ekki neinn til að þagga niður í okkur. Þegar við höfðum lokið söngnum hlupum við inn og reyndum aðfara mjög gœtilega ofan í pokana en litlu síðar vöknuðu allir, en við reyndum að sýna ekki roðann í kinnunum því við vissum að sumir yrðu ekki hrifnir af þessu uppátæki okkar enda þurftum við að passa aðfá ekki hálsbólgu eða kveffyrir kórakeppnina. En allt gekk þetta vel og ekki fengum við kvef eða hálsbólgu, sem beturfer". Björt. Það var kennt á föstudeginum í skólanum sem við sváfum í og þessvegna vorum við drifin af stað snemma og látin fara annað til að borða morgunmat. Sumir náðu því að skjótast yfir götuna og fara í sturtu fyrir matinn en aðrir kusu að kúra og fara heldur seinna á fætur. Danskir piltar þeir Martin og Tomas voru okkar hjálparhellur og annar þeirra tók alltaf ábyrgð á að koma okkur á réttan stað ef við áttum að fara eitthvert eða að gera eitthvað. Þennan morgun var Tomas okkar fylgdarmaður og hann gekk með okkur um Kalundborg en síðan fórum við með strætisvagni annan skóla í morgunmat. Þangað vorum við sótt af rútubflstjóra og farið með okkur í Friskolen í Kalundborg. Það var mjög ánægjuleg heimsókn. Bamakórinn söng fyrir nemendur og kennara skólans og við sögðum þeim frá landi okkar og heimabyggð á milli laga. Þessi skóli var í húsakynnum gamals höfðingjaseturs en þar bjó alvöru greifi. Skólinn var starfræktur í aflögðum útihúsum jarðarinnar, hlöðum og fjósi, og var mjög skemmtilegur. Allur hópurinn í hallargarði greifans eftir söng í Friskolen. Litli - Bergþór 29

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.