Litli Bergþór - 01.03.2003, Qupperneq 6

Litli Bergþór - 01.03.2003, Qupperneq 6
Hvað segirðu til? byggingarinnar, fyrirtæki lýstu yfir að þau ætluðu að gefa gler og málningu og einstaklingar hétu gjöfum. A fyrstu vikum ársins var brúin þrönga á Laugá vestan við Geysi felld og hólkur, sem rúmar tvær akreinar, settur í staðinn. Jafnframt var vegurinn báðum megin við brúna hækkaður verulega. í febrúar byrjuðu J V J — verktakar að bera ofaní Tunguhverfisveg og þeir munu einnig leggja eins km kafla af vegi að brú yfir Hvítá. Þá eru gefin fyrirheit um 200 milljónir kr. til byggingar Gjábakkavegar af þeirn 6,3 milljörðum kr, sem veitt verði til að auka atvinnu á næstu 18 mánuðum. Nokkuð hefur heimst af fé frá vetrarsólhvörfum. Fyrir jólin fundust tvö lömb við Selhól syðst á Haukadalsheiði og skömmu eftir áramót birtust önnur tvö á milli húsa við Geysi. Öll voru þau frá Austurhlíð. Um 30 kindur munu hafa heimst úr Efstadalshögum síðan um áramót. Þar af voru 10 frá Austurhlíð en hinar úr Grímsnesi og Laugardal. Talið var að þessar kindur hefðu verið famar að leg- gja nokkuð af. Ær kom sjálf í hús í Bræðratungu í janúar og á slóð hennar fundust tvö lömb. Tófur hafa oft sést á ferð í sveitinni í vetur og a. m. k. 8 fallið fyrir vopnum veiðimanna. Snemma í febrúar var fundur um fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir þetta ár. Þar gerði formaður veitustjórnar grein fyrir stöðu stofnana, sem undir hana heyra, og formaður fræðslunefndar greindi frá skólamálum og hugmyndum að breytingum í því efni. Formaður hreppsráðs lagði fram drög að fjár- hagsáætlun hreppsins, sem verður tekin til seinni umræðu í hreppsnefnd síðar í mánuðinum. Búnaðnaðarfélag Biskupstungna hélt sína árlegu kvöldvöku í Skálholtsskóla í lok febrúar. Þar var afrekshorn Búnaðarfélagsins og Búnaðarsambands Suðurlands afhent, og hlaut Arndís Jónsdóttir, skóla- stjóri Reykholtsskóla, það að þessu sinni fyrir árangursríkt starf. Sveinn A. Sæland, oddviti Blá- skógabyggðar flutti þar erindi um skipulagsmál og aukningu byggðar í Biskupstungum. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni sýndu leikritið Bullets over Broadway í leikstjórn Ólafs Jens Sigurðssonar tvisvar í Aratungu í byrjun mars, fyrst nemendum og kennurum skólans en tveim dögum síðar öðrum sem sjá vildu. I vetur hefur verið unnið að byggingu fimm húsa í Reykholtshverfi, og mun a. m. k. eitt þeirra verða íbúðarhæft fyrir vorið en væntanlega flest áður en langt er liðið á sumar. Eiríkur Sæland, sem var bóndi á Espiflöt allan síðari hluta síðustu aldar en hefur verið búsettur á Selfossi síðan, lést í nóvember. Útför hans fór fram frá Selfosskirkju. Jón Sæmundur Kristinsson frá Brautarhóli, sem hefur verið til heimilis á Selfossi síðustu ár, lést undir lok mars. Útför hans fór fram frá Skálholts- kirkju en hann var jarðsettur á Torfastöðum. A. K. Þarft þú að fara í apótek? Útibú okkar í LAUGARÁSI er opið alla virka daga kl. 9 -17. Verið velkomin. ÁRNES ÖAFÖTEK ______Útibú Laugarási, sími 486 8655 Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.