Litli Bergþór - 01.03.2003, Page 19

Litli Bergþór - 01.03.2003, Page 19
annars vorum við úti að leika okkur allan daginn. Þegar ég kom til baka til Þýskalands um haustið, var ég altalandi á sænsku en búin að gleyma þýskunni. Ég talaði því sænsku við móður mina, sem skildi mig, en hún svaraði mér á þýsku. Ég skildi auðvitað þýskuna þó ég talaði hana ekki strax. Ég var samt sett strax í minn rétta bekk, og senni- lega þess vegna náði ég aldrei að læra þýsku mál- fræðina í grunnskóla og það háði mér alla mína skólagöngu, þótt ég kæmist vel í gegn um hana að öðru leyti. Taliðfrá vinstri: Renata, Gunnlaugur, Ella amma, Kurt afi og Gerða mamma mín. Myndin er tekin í Berlín. í 5. bekk byrjuðum við að læra ensku. En þegar Bandaríkjamenn komu, settust þeir að í húsunum sem óskemmd voru í hverfinu, og þar lærðum við bömin ameríska „tyggjó-ensku“. Það fór lítið fyrir Oxfordenskunni! Að stríði loknu giftist móðir mín aftur og voru þau ár svart tímabil í lífi mínu. Drykkjuskapur stjúpa míns með andlegu og líkamlegu ofbeldi var erfitt og líklega hefði ég farið miklu verr út úr þessu, hefði ég ekki oft getað forðað mér til afa og ömmu á neðri hæðinni. Ég átti þessi ár eina stjúp- systur, til 1953, en þá flutti stjúpi minn til Kanada og dóttir hans hálfu ári seinna. Hef ég ekki hitt hana síðan og veit ekki hvað um hana varð. Móðir mín mátti lrka flytja til hans, en ekki ég, svo það varð aldrei úr því að hún flytti. Kom reyndar aldrei til greina. Móðir mín vann lengst af sem endurskoðandi í tryggingafyrirtæki og þá var ég mikið hjá afa og ömmu á meðan. Og einu sinni fór ég til pabba í mánuð eftir að hann kom úr stríðinu. Annars má segja að ég hafi komist vel í gegnum stríðið miðað við mörg önnur böm sem ég þekkti eða voru samtíma mér í skóla. Það voru margir, sem fóm illa. En þar skipti mestu held ég, að ég hafði alltaf móður mína hjá mér og svo þetta góða sam- band við afa minn og ömmu. Afi minn var ekta „Prússi“, réttlæti, hlýðni, stundvísi, heiðarleiki og reglusemi voru í heiðri höfð. Amma var aftur á móti mikill „diplomat", mjög geðgóð og spaugsöm. Dugnaðurinn einkenndi þau bæði. Það er því engin furða að ýmislegt í mínu fari þykir mjög þýskt, þrátt fyrir 40 ára dvöl á íslandi. En vinafólki mínu í Þýskalandi finnst ég aftur á móti vera mikill íslendingur! Það hefur stundum verið erfitt að vera svona „tvískipt" og hafa hvergi fastar rætur og sjald- an tækifæri til að rifja upp bernskuminningar með öðrum. Þó hef ég alla tíð verið í miklum bréfasam- skiptum við ættingja og vini, sem auðveldar öll sam- skipti þegar við hittumst. Flestir vita þá það helsta og við getum strax spjallað saman um það, sem skiptir máli þá og þá stundina. - Annars er ævi mín hér á Islandi „skrásett“ í vikulegum bréfum mínum til mömmu minnar, sem hefur geymt þau öll. Þau eru líkast til efni í margar bækur! — L-B: Hvernig varð þitt líf og skólaganga í framhaldi af stíðinu? Renata: Berlín var þröngur heimur á þessum árum, þó múrinn væri ekki kominn. Og í þessum heimi var Skandinavía mitt áhugamál. Sumarið 1955, þegar ég er 15 ára, kom elsta dóttirin í sænsku fósturfjölskyldunni minni til okkar sem skiptinemi í sumarleyfinu og í fjögur sumur eftir það, 1955 til 1959, fór ég til Svíþjóðar í sumarfríum í 6 vikur. Grunnskólinn var þá 4 ár og í 5. bekk byrjuðum við í menntaskóla 11 ára. Stúdentsprófi lauk ég svo 19 ára. Ég var mikið í íþróttum, aðallega sundi, frjálsum íþróttum og blaki og keppti töluvert. Ég þakka móður minni það að ég fékk mikið að fara í leikhús. Þótt hún ætti aldrei aur, tókst henni samt alltaf að senda mig í leikhús. I skólanum tók ég svo við skólablaðinu og var ritstjóri þess í 4 ár og fékk þá blaðamannapassa. Með hann í höndunum komst ég ókeypis inn á allar sýningar og á tónleika. Var öll kvöld í menningarlífinu. Sem betur fer átti ég létt með að læra, svo það bitnaði ekki svo mjög á skólanum. Svo söng ég líka í kórum, man að ég fór fyrst í bamakórinn í kirkjunni, bara af því að þar fékk maður brauð með sultu! Það var íþróttakennari minn, sem benti mér á að læra það sem þjóðverjar kalla „Technische Lehrerin“ eða tæknilegur kennari. Þá kennir maður íþróttir, handmennt, myndmennt, tónlist og heimilisfræði. Og það varð til þess að ég fór til Hannover í kennaraháskóla, (Pádagogische Hochschule) í 3 ár. 1959 - 1961. L-B: Og þar kynnist þú Gunnlaugi? Renata: Já, við Gulli kynntumst á fyrsta árinu mínu í Hannover, á jólaballi, sem var haldið fyrir jólin, en hann var í dýralæknanáminu þar. Vinkona mín hafði dregið mig með sér á ballið, og eins hafði Litli Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.