Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 23
SKÓLABLAÐIÐ 23 „Undir siðavöndu yfirborði þeirra býr UtiU og trylltur Frank Zappa. “ urlega skornum skammti, yfirleitt nægði ein vodkaflaska til að friða kennarana og gera próf, sem allir svindluðu á hvort sem var, að algjörum formsatriðum. La Paz er nútímaleg stórborg með öllum nútímaþæg- indum, m.a.s. stórmörkuðum og Benetton-búð. Venju- legt fólk hefur engin efni á slíku og gerir innkaupin á indí- ánamörkuðunum í efri hluta borgarinnar. í fyrstu ferð minni á svoleiðis markað sá ég bara skítinn og drulluna og sóðaskapinn, fann bara stækjuna og leið illa, kom heim og lagðist í bælið með menningarsjokk. Eftir örfáar markaðs- ferðir í viðbót var viðhorfið breytt. Pað rétt glitti í drullu- sóðaskapinn en við mér blasti ævintýraleg sjón. Indíána- konur með börnin sín í litskrúðugum burðarteppum á bakinu seldu appelsínur, lambalæri, mjólkurduft og syk- ursýkistöflur, sokka, skó, peysur og svitasprey, Teenage Mutant Ninja Turtles og mikkkkkkklu fleira, allt sem eina manneskju getur látið sig dreyma um að vanta. Stækjan loddi alltaf við, en ég fann líka lykt af nýbökuðu brauði, afskornum rósum, nýslátruðu kjöti og dýrindis eftirlíking- um af dýrindis ilmvötnum. Kryddsalar gengu um með vöru sína í litlum vögnum, atvinnulausir eiginmenn út- bjuggu rjómatertur og kjötbökur og maísbrauð, súkku- laðirúsínur og steiktar baunir og seldu hjá bás eigin- kvenna sinna. Ungar stúlkur reyndu að pranga salti, visku- stykkjum, eldspýtum og fleiru smálegu inn á vegfarendur og litlir strákar stóðu í röðum eftir að fá að aðstoða við burðinn á því sem keypt var. Prútt er mikið stundað þarna, mætti kannski kalla það helsta yndisauka Bólivíu- manna auk kyrjunar hjartnæmra ættjarðaróða og hetju- kvæða um fallna hermenn úr frelsisstríðunum. Undir lok ársins lagðist ég í heilmikil ferðalög um hita- belti landsins með sænskri vinkonu minni. Hafi einhver lesið S-Amerískar frumskógasögur getur sá hinn sami kannski gert sér í hugarlund hvernig upplifun þetta ferða- lag var. Hitinn var bakandi, kæfandi, lamandi, meiðandi, svitnandi, þægilegur og allt of mikill, bannaði alla líkams- og hugarstarfsemi og olli því að manni leið eins og litlu blómi. Árnar í þessum hluta landsins eru allt of hættulegar til að hægt sé að baða sig í þeim en við fundum stórt og fallegt lón þar sem krókódílum var ekki heimilaður að- gangur. í þessu lóni lágum við heilu dagana fljótandi í volgu vatninu að horfa upp í himininn sem leit í raun og sannleik út eins og ljósblámáiuð skál á hvolfi. Hann spegl- aðist í stilltu vatninu og við víkingakonur fengum þannig örlitla nasasjón af himnaríki. Árið mitt í Bólivíu er án nokkurs vafa albesta ár sem ég hef upplifað. Það er dálítið leiðinlegt að hafa misst af skólafélögum sínum, en öll þessi lífsreynsla bætir það margfalt upp. Peir sem upplifa svona ár munu aldrei losa sig fyllilega við afleiðingar þess, aldrei sjá eftir því og áreiðanlega aldrei nokkurn tíma gleyma því. Höfundur var skiptinemi. Fólk er ekki fellt, það fellur. - Almenn sannindi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.