Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 59

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 59
SKÓLABLAÐIÐ 59 Skyggnst bakvið tjaldið Hvíti víkingurinn Egill Örn flettir ofan af undraveröld kvikmyndanna Ekki alls fyrir löngu var frumsýnd hér á landi kvik- myndin Hvíti víkingurinn. f>að sem vakti einna mesta athygli mína og hlátur í þeirri mynd var Egill Örn Jóhannsson. Pilturinn sá fór einmitt með hlut- verk rauðhærðs síðhærðs stráklings í Noregi á víkingaöld. Mig fýsti mikið að vita meira um þetta nýstirni okkar M.R.-manna og tók því við hann þetta skemmtilega viðtal sem hér fer á eftir. Egill af hverju varst þú valinn til að leika í Hvíta víkingn- um en ekki einhver annar? Hrafn Gunnlaugsson hringdi í mig og bað mig um að koma í prufu. En þegar ég mætti á staðinn var hann kom- inn með hlutverk handa mér. Ég hafði áður leikið í mynd Hrafns í skugga hrafnsins og hann mundi eftir mér síðan þá. Einnig lék ég í mynd Egils Eðvarðssonar, Húsið trún- aðarmál, en því miður voru öll atriðin sem ég lék í klippt burt. Hvernig var að taka þátt í gerð Hvíta víkingsins? Það var stórkostleg reynsla, mjög skemmtilegt samstarfs- fólk og alltaf nóg að gera. Þetta var ævintýri líkast. Hvar og hvenær fóru upptökur fram? Þær fóru fram sumarið 1990 í Noregi og svo sama haust hér heima. Stúdíó-upptökur voru svo í desember. Hvernig var að vinna með Hrafni? Hrafn er mjög sérstakur persónuleiki. Hann getur verið afar strangur en einnig mjög skemmtilegur. Hann hefur mjög góð áhrif á mann og nær því besta út úr manni þó svo að það kosti oft mikla vinnu. Hvernig fannst þér myndin koma út? Fyrst eftir að ég sá hana fannst mér hún meiriháttar en eft- ir að ég fór að pæla meira í henni kom ég auga á marga galla. En ég bind miklar vonir við sjónvarpsþættina sem verða að öllum líkindum sýndir í sjónvarpinu á þessu ári. Var þetta ekki sukk? Sumir sukkuðu mikið en ég hélt mig að mestu leyti frá flöskunni nema ef vera skyldi kókflöskunni. Þó kom fyrir að maður datt rækilega í það. Hvað fékkstu mikið borgað fyrir að leika í myndinni? Ég fékk vel borgað. Meðal annars tvær flugferðir ókeypis á Saga-class en stöðu minnar vegna sé ég mér ekki fært að greina nánar frá þessu. Að lokum Egill. Af hverju fékkst þú enga rúmsenu? Framleiðendur myndarinnar sáu sér því miður ekki fært Víkingar - Egill lengst til vinstri. að nýta þá einstöku hæfileika sem ég hef í þessari list í þetta sinn en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér í þessum efnum. Þakka þér fyrir Egill og vonandi verður þér að ósk þinni. KGB Stúlkur trúa á ást við fyrstu sýn, strákar við fyrsta tækifæri. - Svensk femina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.