Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 33

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 33
SKÓLABLAÐIÐ 33 Skólastjórn: Mætingamál nemenda - eftir Guðjón R. Jónsson IV. U. Askólafundi skömmu fyrir jól var undirrit- aður kosinn skólastjórnarfulltrúi nem- enda og fær því sjálfkrafa sæti í skóla- stjórn. í skólastjórn eftir jól sitja, ásamt undirrituð- um: rektor, konrektor, 2 fulltrúar kennara, þau Birgir Guðjónsson og Ólöf Helga Guðmundsdótt- ir, auk Dags Pálmars Eiríkssonar, annars fulltrúa nemenda. í skólastjórn hafa verið haldnir 7 fundir frá áramótum þegar þetta er skrifað. Aðalviðfangs- efni stjórnarinnar það sem af er þessu misseri eru mætingamál. Á fyrsta fundi, þann 8. janúar var samþykkt að veita þeim nemendum, sem höfðu sagt sig úr skóla vegna lélegrar mætingar á fyrra misseri, skólavist að nýju. Pó var það skilyrði sett að mæting þeirra yrði að vera óaðfinnanleg, eða 95% það sem eftir væri vetrar. Þetta var einungis árétting á samþykkt frá því fyrir jól. Ég hef, ásamt öðrum, gagnrýnt þessa samþykkt á þeirri forsendu að hún hafi verið illa kynnt og að í skólareglum sé ekki kveðið skýrt á um viðurlög við vítaverðri óreglu í skólasókn og því hvernig menn skulu áminntir. Vegna þessarar gagnrýni var konrektor Elíasi Ólafssyni og Birgi Guðjónssyni falið að semja nýjar reglur fyrir skólaárið 1992-1993. Voru þær bornar undir skólafund fyrir stuttu og sam- þykktar með smávægilegum breytingum. Auk umræðna um mætingamál hefur skólastjórn veitt 10 nemendum leyfi til að sleppa prófum á grundvelli reglna um einkunnir og próf. Auk þess hafa nokkrir nemendur fengið leyfi þar sem þeir eru að keppa fyrir íslands hönd í íþróttum erlendis. Höfundur er skólastjórnarfulltrúi. Blekslettur — möðkuð mysa — Á upphafsárum Skólablaðsins tíðkaðist sá siður að skrifa gagnrýni á félagslífið og skólann undir forskriftinni Blek- slettur. Við skólblöðungar ákváðum að endurvekja þennan sið. Við Menntskælingar teljum okkur (með réttu), öðrum skólum betri og merkilegri. Við virðumst álíta að lífið sé stanslaust hopp og hí og hvergi beri skugga á. En heimurinn er vondur og ekkert galla- laust undir sólinni. Þegar skyggnst er bak við tjöldin kem- ur margt ófagurt í ljós: * Nýi myntsíminn í Kösu bilaði eftir að hafa hangið uppi í eina viku! * Nýi gólfdúkurinn á sama stað er þegar orðinn snjáður og subbulegur eftir aðeins tæpan hálfan mánuð! 1 Kleinuhringirnir í Jörundi eru nær alltaf uppseldir og enn bólar ekkert á „heita matnum í hádeginu“ sem lofað var! Söluturninn Guðjón er alltaf lokaður! * Sófarnir í Kösu eru ljótir, illa lyktandi og oftar en ekki blautir af einhverjum torkennilegum vökvum! * Svörtu hringlaga borðin eru völt og óstöðug! * Pepsí-sjálfsalinn „gleypir" í sífellu peninga viðskipta- vina sinna og góðu gosdrykkirnir eru alltaf búnir og ekk- ert eftir nema: malt, mix, póló, súkkó og sykurlaust greip! * Loftræstistokkarnir nýmáluðu eru jafnvel enn ósmekk- legri en nokkru sinni fyrr! * Félagsaðstaða nemenda er ekki þjófheld! * Skólablaðið kemur aldrei út á réttum tíma! * Skólatíðindi eru eins og þau eru! * Ræðu- og spurningalið skólans hafa staðið sig afleitlega og hvorugt komist lengra en í átta liða úrslit sinnar keppni! * Segulbandasafn og/eða tónlistarsmekkur leikfimikenn- ara skólans er, ... all sérstakur! * Ekkert mark er takandi á Sveinbjörgu. * Skóflufélagið gróf sér sjö feta gröf í spurningakeppninni og tapaði henni. * Engin blöð eru í blaðagrindinni. * Blaðagrindin er á gólfinu. * Flygillinn felskist við hverja stillingu. * Ræðupúltið sem Alþingi gaf Framtíðinni er í lamasessi. * Ljúkum við hér Blekslettum, nóg að sinni, vondar stundir. Veruleikinn er fyrir fólk sem ræður ekki við vímuefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.