Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 30
30 SKÓLABLAÐIÐ leggst 24 dansa non stop- eða þar um bil. Því auðvitað var allt með kúltíveruðu sniði, mátulegum pásum og tíma fyr- ir konversasjónir og því um líkt eins og tilheyrir slíkum menningarsamkundum. Hlédrægir, vel upp aldir og snyrtilegir fimmtubekkingar serveruðu ávaxtadrykk þeim sem óskuðu eftir slíku og sáu jafnframt um gæslu hinna glæsilegu loðfelda yngismeyj- anna á íþökuloftinu. Þar gátu þeir fundið ilminn og ang- ansveiminn af yfirhöfnum tískumeyjanna. Nánari kynni af dýrðinni voru þeim ekki ætluð að sinni. Auk okkar þriggja áðurnefndra kennara bættust við aðrir sjö af gerðinni „Magister optimus“ og að sjálfsögðu heiðraði einnig samkomuna sjálfur „Rector optimus ven- erabilis“. Og sá tók nú sveiflurnar og þær ekki síðri en lærimeistarinn Haukur Sveinsson sem kom til þess að sjá afrakstur viku þjálfunar á fótmenntinni hjá liðinu. Klukk- an tifaði, svitinn rann og með honum ávaxtasafinn um þurrar kverkarnar. Kærkomið, kalt kvöldloftið streymdi inn um litlu rúðurnar á gömlu gluggunum. Dansinn dun- aði, síðpilsin sviptust, æskan íklæddist virðuleik vaxandi kynslóðar, andblær liðins tíma fyllti vitin, Straussvalsarnir ómuðu, eitt andartak stóð tíminn kyrr, augnablikið var yndislegt. Klukkan sló ellefu. Inspector scholae ávarpaði hina prúðbúnu gesti. Bal aux Violons var lokið. Þunnir siffon- kjólar og naktar axlir umluktust yfirhöfnum og þrýstu sér þétt inn í hlýtt fang hinna svartklæddu sveina. Saman gengu þau svo út í kalda vetrarnóttina, Tjarnarrúntinn, þar sem ástin blómstrar jafnt sumar sem vetur, nótt sem dag, hjá íslenskri æsku. Á íþökuloftinu stóðu fimmtubekkjarsveinarnir enn í loðfeldavímunni og hugsuðu dreymandi til framtíðarinn- ar. Bal aux Violons! Hvílík sæla! Guðfinna Ragnarsdóttir. „Magister Optima“ Boðið upp í dans. Hjónabandið er yndisleg stofnun, en hver vill sosum eyða ævinni á stofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.