Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 30

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 30
30 SKÓLABLAÐIÐ leggst 24 dansa non stop- eða þar um bil. Því auðvitað var allt með kúltíveruðu sniði, mátulegum pásum og tíma fyr- ir konversasjónir og því um líkt eins og tilheyrir slíkum menningarsamkundum. Hlédrægir, vel upp aldir og snyrtilegir fimmtubekkingar serveruðu ávaxtadrykk þeim sem óskuðu eftir slíku og sáu jafnframt um gæslu hinna glæsilegu loðfelda yngismeyj- anna á íþökuloftinu. Þar gátu þeir fundið ilminn og ang- ansveiminn af yfirhöfnum tískumeyjanna. Nánari kynni af dýrðinni voru þeim ekki ætluð að sinni. Auk okkar þriggja áðurnefndra kennara bættust við aðrir sjö af gerðinni „Magister optimus“ og að sjálfsögðu heiðraði einnig samkomuna sjálfur „Rector optimus ven- erabilis“. Og sá tók nú sveiflurnar og þær ekki síðri en lærimeistarinn Haukur Sveinsson sem kom til þess að sjá afrakstur viku þjálfunar á fótmenntinni hjá liðinu. Klukk- an tifaði, svitinn rann og með honum ávaxtasafinn um þurrar kverkarnar. Kærkomið, kalt kvöldloftið streymdi inn um litlu rúðurnar á gömlu gluggunum. Dansinn dun- aði, síðpilsin sviptust, æskan íklæddist virðuleik vaxandi kynslóðar, andblær liðins tíma fyllti vitin, Straussvalsarnir ómuðu, eitt andartak stóð tíminn kyrr, augnablikið var yndislegt. Klukkan sló ellefu. Inspector scholae ávarpaði hina prúðbúnu gesti. Bal aux Violons var lokið. Þunnir siffon- kjólar og naktar axlir umluktust yfirhöfnum og þrýstu sér þétt inn í hlýtt fang hinna svartklæddu sveina. Saman gengu þau svo út í kalda vetrarnóttina, Tjarnarrúntinn, þar sem ástin blómstrar jafnt sumar sem vetur, nótt sem dag, hjá íslenskri æsku. Á íþökuloftinu stóðu fimmtubekkjarsveinarnir enn í loðfeldavímunni og hugsuðu dreymandi til framtíðarinn- ar. Bal aux Violons! Hvílík sæla! Guðfinna Ragnarsdóttir. „Magister Optima“ Boðið upp í dans. Hjónabandið er yndisleg stofnun, en hver vill sosum eyða ævinni á stofnun.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.