Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 29

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 29
SKÓLABLAÐIÐ 29 Bal aux Violons Þrefalt „Magister optimus“ hljómaði virðulega yfir sal- inn þegar við Ragnheiður Briem og Kristín Kaaber birtumst. Ég get stært mig af því að hafa setið kvöldverð- arboð sænsku konungshjónanna (að vísu ásamt 150 öðrum!) þar sem koma hvers og eins var kynnt af siða- meistaranum með miklum tilburðum og serimóníum, og ég get fullvissað ykkur um að Þórmundur Jónatansson var í engu eftirbátur hins sænska kollega síns við konunglegu hirðina i Stokkhólmi. Ljúfir fiðlutónar umvöfðu okkur í fölgulri birtu íþöku- salarins, og gráu hversdagslegu súlurnar sem maður svo oft rakst í á fullri ferð í tjúttinu hér forðum daga á skóla- böllunum veittu nú salnum konunglega reisn. Háir vel fylltir bókaskáparnir báru með sér andblæ liðinna alda rétt eins og þeir innihéldu ekkert annað en gömlu fallegu bækurnar hans Steingríms Thorsteinssonar. Og inn sveif svo æskan svo yndisleg að vanda, skrýdd fegurstu djásnum. Silkið og siffonið féll mjúklega að meyjakropp- unum sem sumir hverjir voru að stíga sín fyrstu skref í svo efnismiklum skrúða. Gult, rautt, gyllt og blátt satínið gljáði í mjúkri birtunni. Hér og hvar glitti í ber bök og sitthvað fleira en allt þó af smekkvísi útstúderað. Nokkur hikandi skref og skósíðir pilsfaldarnir sveifluðust léttilega yfir trégólfið og spengilegir piltarnir spönnuðu mittin í sveiflunum. Það var enskur vals og Vínarvals, polki og Fyllt í eyðurnar. amerískur foxtrott. Og þeir sem háþróaðastir voru lögðu til atlögu við sjálfan menúettinn. Ekki veit ég hvort það var sérhæft afbrigði a la Haukur en svo mikið er víst að tókst bara ágætlega. Danskortin sveifluðust á úlnliðum yngismeyjanna og breiðar herðar herranna voru óspart notaðar til ífyllingar þeirra. Og það var eins gott að bless- aðir kavalerarnir lægu ekki á liði sínu-ef einhverjum hefði nú dottið það í hug-því kvennamergðin var slík að þeir urðu að hafa sig alla við til þess að ná að sveifla þeim öllum. Tvær og hálf á mann, sagði einhver! Þó mátti nátt- úrlega sjá einn og einn sem valdi að sinna einni dömu framar og hvað með það. Það er þetta með sexapílið og ástina sem má aldrei vanta. En þeim var engin vorkunn að standa í stórræðum þetta kvöldið piltunum okkar enda nutu þeir hverrar mínútu ef marka mátti svip þeirra. Siðameistaranum, sem ef til vill átti metið, tókst að fylla síðustu línu tvö danskort, sem út- Ekki gera eins og mamma þín segir þér, Jens. - Karíus og Baktus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.