Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 34

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 34
34 SKÓLABLAÐIÐ Eric Clapton nefnist maður. Hann fæddist þann 30. marz 1945 í smábænum Ripley skammt frá Lund- únum og ólst þar upp hjá ömmu sinni og afa. Fljótlega tók að bera á brennandi tónlistaráhuga hjá hon- um og fór þessi strákpjakkur í taugarnar á flestum á heim- ili sínu þegar hann fiktaði dag- og næturlangt í ævafornu barrokkorgeli aldraðrar ömmu sinnar. Ekki lagaðist heimilisfriðurinn þegar einhverjum óvini fjölskyldunnar datt það óþverrabragð í hug að gefa Eric litla rafmagnsgít- ar, öllum til mikillar armæðu. Kvað svo rammt að þessum óþægindum að hann var síðar sendur í listaskóla, King- ston College of Art en eins og oft er um sanna listamenn entist hann þar stutt. Lundúnalífið heillaði Clapton svo hann ákvað að kasta frekara námi fyrir róða og leggjast í bóhemalíferni. „Ekki lagaðist heimilisfriðurinn þegar einhverjum óvini fjölskyld- unnar datt það óþverrabragð í hug að gefa Eric litla rafmagns- gítar." Á sama tíma fór blústónlistin að vekja áhuga hans og hóf hann því að leika undir hjá blússöngvara á kaffi- og öldurhúsum borgarinnar og fluttu þeir lög eftir ýmsa þekkta blúsara; Big Bill Broonzy, Ramblin’ Jack Elliott og Blind Boy Fuller. Það samstarf entist ekki lengi því Clapton byrjaði nú í ýmsum hljómsveitum sem höfðu sprottið upp í kjölfar bítlabylgjunnar. Urðu fæstar þeirra frægar og munu nöfn eins og The Roosters og Casey Jones and the Engineers því væntanlega segja ykkur lítið. Einni hljómsveit hans tókst þó að vekja einhverjar vinsældir en það voru The Yardbirds. Sömdu þeir fá lög upp á eigin spýtur en tóku þess í stað gömul lög eftir hina og þessa hljómlistarmenn og settu þau í nýjan búning. Þóttu þeir vægast sagt hrútlélegir nema hvað Clapton átti ágætis spretti í gítarleik sínum. Fór svo að lokum að Clapton hætti í hljómsveitinni vegna þess hve iðnaðarlegar og yfir- borðskenndar tónsmíðar Yardbirds voru orðnar, ólíkt þeim ryþmablús sem þeir áður höfðu leikið. Þess má geta í framhjáhlaupi að tveir aðrir frægir gítarleikarar stigu sín fyrstu spor á hinni hálu braut rokkhljómlistarinnar með The Yardbirds en það voru þeir Jeff Beck og Jimmy Page, að vísu hvor á sínum tíma. Draumur Claptons um að leika hreina blústónlist rættist þó fljótlega þegar John Mayall bauð honum sæti í hljóm- sveit sinni John Mayalls Bluesbreakers, en Mayall er al- mennt talinn faðir brezkrar blústónlistar. Ásamt þeim “Ég skaut skerfarann en ég skaut ekki fulltrúann." stað- hæfði ungur maður fyrir einum átján árum. Upp frá því og jafnvel löngu áður hefur heimsbyggðin tæpast haldið vatni yfir þessu ungmenni. En hver er þessi maður? Hver er maðurinn með Fenderinn. Hver skaut skerfarann en ekki fulltrúann? Úr þessum spurningum og ýmsum öðrum hef- ur nú undirritaður af fremsta megni reynt að greiða og birtist þrotlaus rannsóknarblaðamennskan hér í þessu merkisriti. ERIC CLAPTON Ég drep ykkur ef þið segið frá þessu en ég hef alltaf verið soldið „svag“ fyrir Eric Clapton. - Guðni Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.