Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 65

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 65
SKÓLABLAÐIÐ 65 Upphaf lífsins - eftir Egil Arnarson og Stefán Jónsson Gjörningur í formi gamanleiks. Höfundar: Stefán Jónsson & Egill Arnarson. Persónur (eins og þær voru leiknar á opnun félagslífs skól- ans þann 5. sept 1991): Efasemdaratóm, leikið af Sigríði Hagalín Prestsatóm, leikið af Jónasi Sveini Haukssyni Fyrsta atóm „fullkomnun“, leikið af Margréti Sigurðar- dóttur Annað atóm „völd“, leikið af Erlendi Svavarssyni þriðja atóm „gleði“, leikið af Lindu Ásgeirsdóttur Fjórða atóm „hugsun“, leikið af Þórði Orra Péturssyni Ótónstæður undirleikur Egils Arnarssonar á píanó (Atóm hafa tekið sér fasta stöðu) Allir: Hér erum við og hér höfum við alla tíð verið. (smáhlé) Hvað við erum og hverjir hæfileikar okkar eru höfum við ekki vitað allan þann tíma sem við, á annað borð, höfum verið til. 1. atóm: Lengi höfum við lifað. 4. atóm: Nú vitum við allt sem til þarf: Allir: Nú vitum við hvernig skapa skal líf! Prestatóm: Ó bræður, hvílík dýrð. Lífverurnar gætu vaxið, dafnað, tekið framförum. 1. atóm: Verið eilífar og alltaf að þróast. 2. atóm: Skapað mikið veldi. 1. atóm: Orðið betri og betri. 3. atóm: Verið glaðar. 4. atóm: Hugsað. 1. atóm: Orðið meira en fullkomnar! 4. atóm: Samið. 2. atóm: Teygt anga sína um allan heiminn. 3. atóm: Skemmt sér. 4. atóm: Talað. Prestsatóm: Og það öllum til hagsbóta! Efasemdaratóm: Ég hef efasemdir, þetta getur allt samist til verri vegar. 1. atóm: Sjáið ekki fyrir ykkur allan mikilleik þessarar vera? 4. atóm: Jú, óendaleg verður lengd þeirrra. 2. atóm: Þær munu teygja arma sína um stjörnuþokurnar endilangar. l.,2.,3. og 4. atóm: Dýrleg verður öll saga þeirra og sælu ofin! Efasemdaratóm: Verið ekki of viss. Möguleikarnir eru miklir. Þetta gæti líka farið illa, þróunin verið neikvæð. Gleðin útskúfuð, hugsanirnar skapast, óhamingja og hið stórbrotna orðið illt. Líklegast þykir mér að upp munu rísa hópar lífvera, sem í sjálfbyrgingshætti munu nota hina góðu eiginleika til að skapa eitthvað illt og þannig spilla þeim. Fjarlægjast aðrar lífverur og láta tilvist sína byggjast á einhverju sem brýtur lífið niður í gagnslausum átökum og eyðileggingu. Prestsatóm: Minn mest metni vinur! í svo langan tíma höfum við hér, sem hímum í þessu mjög svo vota hyldýpi, ekki þekkt neitt nema eirðarleysið, leiðindin og tilgangs- leysið. Það tók okkur lengri tíma en orð fá lýst til að kom- ast að hinum sérstöku hverfileikum okkar. Til þessa hefur hlutverk okkar ekki verið neitt. Það er fyrst núna sem við getum gert eitthvað sem til framfara horfir. Efasemdaratóm: Og hvað með afturfarir? Prestsatóm: Líttu í kringum þig. (Þau horfa á áhorfendur) Er hægt að sökkva dýpra? Horfðu inn í framtíðina og sjáðu dýrðina! Efasemdaratóm: Ég sé enn dýpra hyldýpi en þetta. 4. atóm: En ímyndaðu þér hvílíka feikna möguleika þetta býður upp á. Við getum jafnvel skapað verur sem hefðu sál, rétt eins og við, og gætu verið glaðar og hamingjusam- ar. 1. atóm: Við höfum ekki siðferðilegan rétt til að svipta þessar ósköpuðu verur hamingjunni. Okkur ber siðferðis- leg skylda til að gera þetta! 3. atóm: Og þess utan, finnst þér tilveran ekki leiðinleg í þessu blauta hyldýpi. Efasemdaratóm: Leiðindin má afbera en tortímingin er ósigrandi. Hinir ósköpuðu hafa það fram yfir hina sköp- uðu að vera ekki óhamingjusamir. l.,3. og 4. atóm: En við erum að tala um hamingjuna. Er ekki gott að skapa hana? Efasemdaratóm: Jú, en hún er ekki gulltryggð. Öll hin atómin: Hvaða vitleysa! (Prestsatóm, l.,2.,3. og4. atóm raðasérsaman. Efasemd- aratómið tekur ekki þátt. Öll eru samtengd nema það. Með semingi gengur það til liðs við þau.) Endir. Höfundar sitja í bókmenntadeild Listafélagsins. Afi þinn var rugludallur. - Mikki refur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.