Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 35

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 35
SKÓLABLAÐIÐ 35 hljóðritaði hann eina stóra plötu árið 1966 og nefndist hún Bluesbreakers-John Mayall with Eric Clapton. Á henni söng hann í fyrsta sinn aðalrödd, í stuttri látlausri útgáfu af Ramblin’on my mind eftir Robert Johnson og einnig bregður fyrir ágætum gítarleik kappans í fjölmörgum lög- um eins og gamla Billy Myles laginu HAVE YOU EVER LOVED A WOMAN. Með útgáfu þessarar plötu varð Clapton fyrst frægur fyrir alvöru og um Lundúnaborg fór að bera á veggjakroti á borð við Clapton is God. Clapton var þó ekki alls kostar ánægður með störfin í hljómsveitinni. Honum þótti nóg um þann stranga aga og formfestu sem ríkti hjá John Mayall og tók sér því frí eftir útgáfu stóru plötunnar sem hann nýtti í spilamennsku með bassaleikara Bluesbreakers, Jack Bruce að nafni. Clapton heillaðist af töfrandi bassaleik Bruce, en hann hafði einnig leikið jazz um langt skeið, og gátu þeir spilað tímunum saman í eldheitum spuna og algerlega lausir við alla form- festu blústónlistarinnar. Skömmu síðar slóst trommu- leikarinn Ginger Baker í hópinn og úr varð tríóið Cream. Urðu þeir geysivinsælir og var greinilegt að tónlist þeirra sem almennt var skilgreind sem rock n’ roll jazz féll pupul- inum vel í geð. Kom fyrsta stóra plata þeirra út í desem- ber 1966 og bar hún heitið Fresh Cream. Vakti hún all- nokkra athygli en telst hún ekki mikil miðað við þær vin- sældir sem næsta plata þeirra naut og jafnframt sú vinsæl- asta, Disraeli Gears en var hún gefin út í apríl 1966. Á henni eru fjölmörg lög sem allir ættu að kannast við eins og Strange Brew, Tales of Brave Ulysses og Sunshine of Your Love. Wheels of Fire heitir þriðja plata þeirra og er hún að hálfu tekin upp í hljóðveri og að hálfu á tónleikum í Fillmore East árið 1968. Kennir þar ýmissa grasa en bera þar sennilega hæst lögin White Room og Crossroads en í því síðarnefnda sýnir Clapton hreint ótrúlegan gítarleik. Svo virðist sem hinar skömmu og geysilegu vinsældir Cream hafi sett mark sitt á meðlimi hjómsveitarinnar því vegna mikilla samstarfsörðugleika lagði Cream upp laup- anna 1968 og af því tilefni gáfu þeir út plötuna Goodbye. Nutu þeir þar aðstoðar bítilssins George Harrisons sem lék á gítar og söng. Varð aðeins eitt lag plötunnar vinsælt en það var kvæðið Badge. Skömmu síðar fór Clapton að spila með Steve Winwood þáverandi hljómborðsleikara og söngvara Traffic. Varð það úr að hljómsveitin Blind Faith var stofnuð. Lék Ginger Baker á trommur og bassaleikaranum Rick Grech datt til hugar að leika á bassa. Miklar vonir voru bundnar við hljómsveitina enda skipuð einvala liði og oft nefnd fyrsta súpergrúppan. Af ástæðum lagðist hljómsveitin skömmu síðar niður en tókst þeim að gera sagnfræðilega leif fyrir heiminn með útgáfu plötu samnefnda hljómsveit- inni og er fátt út á hana að setja. Eftir að Blind Faith hætti tók furðulegur tími við hjá Clapton. Hann fór í hljómleikaferð með bræðrunum Del- aney og Bonnie Bramlett og lék með þeim á plötu. Varð það samstarf kveikjan að fyrstu sólóplötu hans og bar hún einfaldlega heitið Eric Clapton. Þar samdi eða endur- samdi Clapton öll lögin, ellefu að tölu og voru sum hver hin áheyrilegustu. Núna taldi hann sig loksins vera tilbú- inn að setja saman sína eigin hljómsveit. Ofbeldiskvikmyndir eru huggun hinna valdalausu. - Breitenstein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.