Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 80

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 80
80 SKÓLABLAÐIÐ Ha, ég? Smásaga eftir Guðmund Steingrímsson VI.A. En... .ég... .ég var bara að koma. Ég ákvað að kíkja inn. X var brugðið. Ásjóna hans, sem nokkrum andartökum áður geislaði af einstöku jafnaðargeði og ró- lyndi, túlkaði nú aumkunarverða tilbeiðslu til nánasta um- hverfis um að láta það ekki gerast sem nú hafði gerst. Öll ljós beindust að honum þar sem hann sat berskjaldaður á aftasta bekk. Öll augu mændu á hann og biðu full eftir- væntingar eftir viðbrögðum hans. Fjöldinn í salnum brosti velgjulega, klappaði lof í lófa manni, sem nú var orðinn óttasleginn vegna þeirrar óverðskulduðu velvildar og óumbeðnu athygli er hann naut á þessari stundu. - Leyfðu mér að útskýra. Ég átti bara leið fram hjá og...... - Það stendur hér skýrum stöfum, mælti Formaður Dómnefndar ofan af sviðinu, skörulega yfir mergðina, viss í sinni sök og ákaflega sæll og glaður fyrir hönd viðmæl- anda síns. Sigurvegari í Vitsmuna- og hæfileikakeppninni þetta árið er herra X. Ég óska yður til hamingju, þér stóð- uð yður afskaplega vel. Högg á höfuðið. Óvelkomnar tilfinningar bönkuðu upp á hjá saklausri og einfaldri sál, sem nú stóð í fyrsta skipti andspænis því ógurlega skrímsli, Almenningi, mitt í hring- iðu álits og umtals, viljalaust verkfæri athyglinnar. Þessar tilfinningar, skynjanir, fleygðu honum út í horn, settu hann í vörn upp á líf og dauða. X lagði til örvæntingafullr- ar atlögu við ófreskjuna, freistaði þess að ná kverkataki á kringumstæðunum. Hann stóð upp og mælti digurbarka- lega: -Ég tók ekki þátt. En barkinn brást. Sérhljóðinn Á kom upp úr kverkum hvellur og yfirgnæfandi og örugglega í ósamræmi við önn- ur hljóð þessarar grundvallarsetningar í yfirstandandi at- burðaferli fórnarlambsins. X hafði reitt sig á þessa setn- ingu, hún átti að skýra út fyrir Formanni Dómnefndar í hverju mistök hans voru fólgin. Með svo afkáralegum hætti gafst líkaminn upp og játaði sig sigraðan. Lítil stelpa hló. - Mamma, þessi maður er svakalega fyndinn. Og mamma hló, og pabbi hló og allir hlógu að litla fyndna manninum í drapplituðu buxunum, í grænu, rifnu úlp- unni, með flækt hárið og andlit sem sagði Á, fyrir Ángist. X átti börn. Hann átti níu ára stelpu og sex ára strák. Hann kom sér upp fjölskyldu svo lítið bar á, gekk að eiga konu sem hann elskaði og bjó í látlausu húsi, fjarri skark- alanum og írafárinu. X gerði aldrei kröfur til lífsins, sigldi milli skers og báru, nægjusamur og hógvær, yfirvegaður og heiðarlegur. Hann hafði ávallt fast land undir fótum og tók aldrei þá áhættu, sem gat leitt til röskunar á hans ein- falda líferni, hans viðkvæma heimi. X tók aldrei þátt. Hann átti alltaf leið fram hjá. - Við dómnefndarmeðlimir samgleðjumst yður inni- lega, herra X, og svo sannarlega segi ég yður að valið var ekki auðvelt. Aldrei hafa svo margir átt skilið að sigra, sagði Formaður Dómnefndar stoltur í púlti. Vilduð þér nú gera svo vel að stíga hér upp á svið og taka við verð- laununum, einni milljón króna, sem er gjöf frá Almenn- ingsbankanum. Og enn og aftur, til hamingju. Úrræðaleysi. Örvinglan. Ógleði. Áhrifaleysi. Fólk. Menn. Fjöldi. Hann. Sigur. Fögnuður. Illgreinanlegt tuld- ur manns. - Þannig er mál með vexti, að ég tók alls ekki þátt. - Herra X, við bíðum eftir yður. Sigur yðar er sannur. Nú beið sálin afhroð. Fylgdi hún þar með í kjölfar lík- amans sem farinn var að svitna óhóflega, titra, fölna og Flest sjálfsmorð eru framin með hníf og gaffli. - Seitz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.