Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 53

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 53
SKÓLABLAÐIÐ 53 „Versló er skemmtilegri, nær og flestir vinirnir þar (báðir?) en MR býr yfir lélegum húsakynnum þar sem marrar í öllu og allt er langt aftur úr fortíðinni.“. Að lok- um upplýstu þeir okkur um að einn ritnefndarmanna (Gauti Egg) væri hinn dæmigerði MR-ingur. En að hinn dæmigerði Verslingur væri ekki snobbaður (hann lagaði á sér bindið og hélt svo áfram), væri ánægður með lífið og sjálfan sig. Félagar okkar klykktu út með því að segja muninn á MR og VÍ fyrst og fremst felast í húsnæðinu, okkar væri hrikalegt. Að lokum sögðust piltarnir bera nokkra virðingu fyrir MR-mönnum (ekki undarlegt þar sem ritnefndarmenn eru einstaklega virðulegir þrátt fyrir lága meðalhæð). „Ágætis fólk, en meirihlutinn lúðar“ Að lokum króuðum við af nokkra dæmigerða Versl- inga, vatnsgreidda rakspíralyktandi “vel“ klædda drengi. - Segið mér piltar hvað finnst ykkur um MR-menn? - “Ekki hægt að komast lægra. - Ágætisfólk en meirhiutinn lúðar.“ - Já, já, jæja piltar - hvers vegna fóruð þið ekki í MR? - “Aþþí bara, við erum svo gáfaðir en annars væri hægt að nefna 5000 ástæður og ein þeirra er sú að ekki er hægt að finna bílastæði.“ Við ritnefndarmenn komum okkur sam- an um að við værum að horfa á þrjár ástæður fyrir því að hafa ekki farið í Versló og sáum raunar ekki eftir því. Hinn dæmigerða MR-ing sögðu þeir vera Ritnefndarmeð- lim en Stefán Pálsson fékk heiðursnafnbótina að þessu sinni, einnig nefndu þeir til prestinn í Herranótt (Brynjar Frosta) og sögðu hann enn dæmigerðari. - En hinn dæmi- gerði Verslingur? - Það er merkjasnobbari sem er egóisti og frekjudós. Við ritnefndarmenn komum okkur saman um að þetta væru kostirnir. Að lokum sögðust þessir mætu menn fremur kjósa marmara og kristal í stað fúins viðar. MH, FJÖLBRAUTARSKÓLINN VIÐ SUÐURVER: „Allir með útstæð eyru en að öðru leyti góðir menn" Eftir stutt spjall við marmaraskrílinn héldum við upp í Fjölbrautaskólann við Suðurver. Skotspænir hermdu að Suð-menn teldu okkur Menntskælinga til sinna erkióvina, (sem er mjög undarlegt þar sem við gerum engan greinarmun á þeim og öðrum fjölbrautar- skólum) því vorum við nokkuð spenntir að heyra viðhorf þeirra. Fyrsta hittum við að máli tvo lífsglaða unga pilta. Þeir upplýstu okkur um að MR-ingar væru „allir með út- stæð eyru en að öðru leyti góðir menn en þjást af minni- máttarkennd". En hvers vegna fóru þessi ungu piltar ekki í MR? „Of langt að fara í stætó,“ svaraði annar þeirra Hrafn Sveinbjarnarson að nafni, raunar bætti hann því síðar við að hann iðraðist einskis jafn mikið. Hinn dæmi- Suðumennirnir Hrafn og Bassi. gerða MR-ing sögðu þeir vera eins og Hrafn (Úff, við signdum okkur bak og fyrir). Hinn dæmigerða MH-ing sögðu þeir vera á félagsfræðibraut og segja „mér hlakkar, ég vill og um Bald“. Við yfirgáfum þá Hrafn og þeir héldu áfram að krunka um MR-menn. „Skrópa aldrei og gengur vel í skóla“ f hinu vistlega mötuneyti Suð-verja, sátu tvær blóma- rósir og lærðu. Aðspurðar sögust þær telja MR-inga vera ágætisfólk og sögðu ástæðuna fyrir því að þær fóru ekki þangað hafa verið þá að MH væri þeirra hverfisskóli (hví- lík örlög). Vísitölu MR-manninn sögðu þær vera „sam- viskusaman, læra alltaf heima, áhugasaman um námið, skrópa aldrei og ganga vel í skóla“. Það var ekki laust við að um okkur færi hrollur. Klukkan var 12 og ritnefnd Skólablaðsins átti öll að vera í tíma. Sumsé mjög afbrigði- legir MR-menn. Hinn dæmigerði MH-ingur var að þeirra mati frjálslegur, venjulega kærulaus, ekki eins ánægður með skólann og MR-ingar (en furðulegt!!!) en umfram allt gott fólk. Að þessum orðum mæltum yfirgáfum við Fjöl- brautaskólann við Suðurver og vorum satt að segja undr- andi yfir hversu jákvæðir Suð-menn voru gagnvart Skólanum. Við vorum ánægðir með lífið, sól ríkti í huga okkar og loks valhoppuðum við glaðir og reifir í hinn róm- aða ritnefndarbíl. Ritnefndarbíllinn, Lada-1500 station '84, með K-16 Kyrilian head- pakkningu og 15 tommu splœsingum á skjá. Fœst gegn vægu gjaldi t síma 625864. Á sama stað er óskað eftir lgnis-ísskáp. Þú átt enga möguleika. - Notaðu þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.