Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 25
SKÓLABLAÐIÐ 25 Dagur Bergþóruson Egg- ertsson inspector scholae, Daníel Freyr Jónsson for- seti Framtíðarinnar og Steingrímur Hermannsson fyrrv. inspector scholae. Listsamkeppni Gengist var fyrir samkeppni í hinum ýmsu listgreinum í tengslum við títtnefnda viku Reykjarvíkurskóla. Til fyrstu verðlauna vann leikverk Einars Ágústssonar 6-X, Morð í Menntaskóla. Því miður reyndist ekki unnt að birta verkið því það telur 32 síður. Fleira efni barst í samkeppnina og birtum við einhvern hluta þess. Sagan - eftir Ólöfu Dögg Sigurdardóttur Lengst inni í hinum græna skógi, þar sem fegurð plant- nanna endurspeglast í glampa sólarljóssins á vatninu, þar sem hæð trjánna túlkar fjarlægð mannanna, þar sem söng- ur fuglanna endurómar um óravídd himingeimsins, stend- ur lítill, hrörlegur kofi. Ástúð og vingjarnleiki veita staðn- um sérstakan blæ sem ekki verður lýst með fátæklegum orðaforða borgarbarnsins. Inni í bústaðnum ríkir einfald- leiki náttúrunnar sem þó er flóknari en mannsheilinn fær skilið. Þegar staðsetning sólarinnar gefur til kynna að há- degi nálgist óðum skrefum þess er ekkert óttast, en að ei- lífu brennur í vítislogum heiftugrar reiði náttúrukraft- anna, gengur ung stúlka inn um dyrnar líkt og drottnmg frumskógarins sem öllu er óháð og ekki fer eftir neinni yfirlýstri stefnu viturra yfirboðara. Ljóst hárið fossar nið- ur axlirnar í algerri andstöðu við dökkblá augun sem líkj- ast helst brunni hins óþrjótandi sannleika. í kringum kofann hringar sig lífsins mold og ber ávöxt umhyggju mærinnar. Blómin hafa sérstakan blæ. Þau eru ekki aðeins frjálsleg í vaxtarlagi, heldur svífur yfir þeim andi hreinleika sem erfitt er að jafna við jarðneska tilveru vora. Söngur fuglanna virðist ekki vera tilgangslaust væl heldur merkilegt framlag í tónstiga alheimsins. Fjölbreytt- ir dyntir náttúrunnar eru látnir óáreittir. Blettur birtist á himinjaðarinn um miðjan dag. Nútím- inn var þó ekki lengi á leiðinni og settist von bráðar á spegilslétt vatnið með slíkum bægslagangi að íbúar þess litu agndofa á viðundrið. Öldurnar hafði ekki fyrr lægt en út steig ungur maður. Úr svip hans mátti lesa fyrirlitningu og mikilmennsku. Augu hans, dauf og glerskyggð, sáu ekki fegurð umhverfisins, hljóðhimnan nam ekki söng fuglanna og lyktarskynið brást illilega, enda yfirgnæfði fnykur fararskjótans allan ilm. Hrafnfrá augu stúlkunnar höfðu fyrir löngu tekið eftir komu hans og beið hún óþreyjufull við bakkann. Andlit piltsins var sem greypt í mót og leit ekki út fyrir að lúta neinum svipbrigðalögmál- um, þannig að bros eða jafnvel minnsta lífsmark virtist óhugsandi. Þegar í land var kominn faðmaði hann meynna og kyssti. Þrátt fyrir staðnaða ásýndina var um- hyggja hans augljós. Þau gengu hönd í hönd í átt að kof- anum en greinilegt var að eitthvað lá honum á hjarta. Orðin áttu langa leið fyrir höndum. Þau lögðu af stað frá hugarfylgsnunum og leiðarlokin voru ekki í sjónmáli fyrr en komið var að hreyfingu varanna, tungunnar og titringi raddbandanna. Loksins þegar þau komust út voru þau á stangli, hikandi og óskiljanleg. Röddin var hrjúf og rauf kyrrðina á furðulegan hátt. Stúlkan skildi þegar að eitt- hvað var ekki sem skyldi. “Ástin,“ sagði hann, „J.R. er dáinn.“ Það er rétt að athuga það að þeir sem fá 8 geta verið glaðir og farið í bíó. - Ólafur Oddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.