Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 50

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 50
50 SKÓLABLAÐIÐ „Sólveig túlkaði persónu sína af mikilli breidd, hvort sem um var að rœða kjaftfort stelpugrey eða móðurlausan einstæðing eins og í lok fyrri þáttar." - I'Jr leikdómi Mbl. 10. mars. í eðli sínu. Þannig hygg ég Sölku Völku vera. En hver kynslóð les skáldskapinn, túlkar og nýtur með sínum hætti. Hann afi minn las Sölku Völku „blár og marinn“ eftir Gúttóslaginn 9. nóvember 1932. Mín kynslóð kynnt- ist henni á dögum Viet Nam stríðsins. í hvers konar ljósi sér sú kynslóð sem nú vermir menntaskólabekki „æskuvinkonu mína?“ Það var ekki laust við að nokkurrar eftirvæntingar gætti í huga mér er ég staulaðist inn í gamla Tjarnarbíó kalt kveld í byrjun mars á því herrans ári 1992. Og reyndar þarf ekki mjög frjótt ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér Óseyri við Axlarfjörð í því hrörlega húsi. Það verður að segjast eins og er að það er langur vegur frá blaðsíðum í bók Nóbelsskáldsins að fjölunum í Tjarnar- bíói og ýmsir milliliðir á þeirri leið því leiksýning er annað listform en skáldsaga. Fyrst fara fimir leikhúsmenn hönd- um um verk skáldsins og skapa það sem verið hefur kallað „leikgerð“. Við slíka iðju þurfa menn náttúrulega að velja og hafna, velja meginlínu í verkið og sjálfsagt saknar gam- all vinur einhvers. í annan stað leggur leikstjóri línurnar í og miðar að einhverju marki við þær skorður sem hús og leikaraúrval setja. Og auðvitað er það ögrandi glíma í svo metnaðarfullri sýningu sem Herranótt bauð upp á nú. í augum „amatörs" úti í sal sýndust þær skorður ekki hafa verið svo mjög þröngar sem bendir til þess að Sigrún Val- bergsdóttir hafi leyst verk sitt vel af hendi. Sýningin rann hnökralítið í gegn og reyndar af miklu öryggi, því jafnvel þegar „húsdraugurinn“ lét af sér vita á annarri sýningu og tók rafmagnið af brugðust leikendur við af festu atvinnu- mannsins og létu engan bilbug á sér finna. Að vísu tel ég húsdraug þennan einn af þátttakendum sýningarinnar sem skildi vel boðskap verksins er hann „slökkti“ fimm sinnum á burgeisnum Bogesen þegar sá hóf ræðuhöld sín. Sá sem þetta ritar verður að viðurkenna að einhvern veginn fannst honum fyrri hluti sýningarinnar vera þéttari sem að öllum líkindum verður að skrifast á kostnað leik- gerðarinnar. Leikgerð skáldsögu eltir stundum söguþráð hennar einum of mikið og stiklar þá gjarnan á stóru. Við það hangir samhengi á bláþræði, við fáum stutt skot er virka sundurlaus á þann sem ekki þekkir bakgrunn verksins. En örar sviðskiptingar voru gerðar á stórsnjallan hátt með einfaldleikanum í leikmyndinni. Hver segir svo að gott leikhús þurfi alltaf miklar „græjur“ til þess að ná því fram sem fram á að ná, napurleika umhverfisins? Ég er ekki frá því að við eigum óvenju hæfileikaríka leikara í skólanum um þessar mundir. Að vísu var mig far- ið að gruna það við kynni mín af nemendum í tímum en ég held að aðrir skólar mættu öfunda okkur. Hér á ég einkum við „prímadonnurnar“ okkar í hlutverkum Sölku, þær Sólveigu og Berglindi. Það var enginn byrjendabragur á þeirra túlkun, framsögn eða hreyfingum. Og það sem meira er, í krefjandi hlutverki eins og þeirra þarf að leika ýmsa tóna sálarlífsins, allt frá blíðu þess ástfangna yfir í ofstopa baráttukonunnar. Það tókst þeim án þess að vera með öskur eða „vemmelígheðer“ og ég má hundur heita ef önnur hvor endar ekki í faginu. Gréta María náði eink- ar vel hinum mæðulega tóni Sigurlínu, í hennar höndum varð hún konan sem bar hinn þunga kross mannlífsins. Karlpeningurinn í lífi Sölku er að sínu leytinu andstæður sem kom nokkuð vel fram í túlkun þeirra kumpána Franks og Guðmundar. Steinþór hrjúfur sem landslagið og ef hann hefur að geyma einhverjar mjúkar tilfinningar kann hann ekki að koma þeim á framfæri. Það var einkum leikið á tvo tóna í túlkun Arnalds, draumar og barátta. Ég er ekki frá því að Guðmundi hafi tekist betur að sýna þann draumlynda og ástfangna Arnald en verkalýðs- leiðtogann, enda uppruni ólíkur og við eigum annars kon- ar verkalýðsleiðtogum að venjast nú. Það var eins og neistann vantaði í barátturæðurnar, sem eftir á að hyggja á sér kannski stoð í verkinu því það er Arnaldur sem flýr af hólmi. Aðrir leikarar fóru með minni hlutverk, sumir fleiri en eitt. Á heildina litið tókst það framar vonum þó framsögn á stöku stað væri ógreinileg og óeðlileg. Einkar skemmtilegar voru t.a.m. hópsenur, ýmist á her eða í verkalýðsbaráttu, og átti líflegur söngur og gott undirspil ekki minnstan þátt í því. Frómt frá sagt verð ég því að viðurkenna að ég átti ánægjulega kvöldstund í Tjarnarbíói þó ég hafi ekki hitt fyrir alveg sömu Sölku og ég kynntist ungur. Hér skilar sér metnaður, dugnaður og leikgleði í góðu verki. Haf þökk fyrir. Knútur Hafsteinsson Þið getið trúað þessari þróunarkenningu en Guð skapaði mig. - Árni Heimir líffrœði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.