Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 20
20 SKÓLABLAÐIÐ Samtal - eftir Skagfirding Er það ekki undarlegt hvað manni getur haldist illa á peningum? Nei, ég var nú bara eitthvað að spekúlera. Sko, tökum mig sem dæmi... Ég meina, í sumar var ég að vinna í tvo mánuði í fiski, út á landi,... í Keflavík. Einhvernveginn hefur mér aldrei fundist Keflavík vera úti á landi, skilurðu hvað ég meina. Alltaf þegar maður er að fara til útlanda, þá fer maður þar framhjá. Æi,... svona pláss eins og Akranes, Selfoss og Keflavík og svona,... ég meina manni finnst maður bara ekki almennilega vera kominn út á landsbyggðina. En svona staðir eins og Akur- eyri, Borgarnes og Stykkishólmur,... ég var í sumarbúð- um hjá Stykkishólmi, algjört skítapláss. Ég meina,... það er eitthvað þannig sem ég hugsa mér sveitina, eitthvað svona,... afskekkt. Það er ekki eins og ég sé neitt á móti landsbyggðinni, ég hef bara svo lítið farið út á land, bara hringveginn með pabba og mömmu. Ætli ég hafi ekki ver- ið svona tólf ára. Man eiginlega ekki neitt eftir þessu. Ég var svo bílveikur þegar ég var minni. Þetta var bara einn allsherjar ælutúr. Svo stoppuðum við hjá systur mömmu á Vopnafirði. Ég á pennavinkonu á Vopnafirði, hún er heimsk, alltaf að skrifa um hestinn sinn, Stjörnu. Ég er nú eiginlega alveg hættur að nenna að skrifa henni. Þetta er svo mikið pakk þetta hestafólk. En ég man að mér fannst alveg rosalega gaman í Skafta- felli. Það er eitthvað svo fallegt þarna. Til dæmis fossinn þarna,... Svartifoss. Hann er alveg svakalegur. Verst hvað maður þarf að labba langt upp að honum. Ég hef séð alveg ofboðslega flottar slæds-myndir af þess- um fossi. Mér finnst að það ætti að hafa hann framan á Símaskránni. Það er nefnilega svo töff að sjá grjótið þarna í kring,... stuðlana. Nei, annars veit ég ekki,... kannski fer maður ekki nóg út á land. Auðvitað eiga menn að skoða landið sitt. Þetta er bara svo mikil spurning um peninga. Já, peninga,... sagði ég þér ekki frá því að ég var að vinna í Keflavík. Ógeðslegt slor. Auðvitað var þetta ágæt- lega borgað en það eru nú takmörk hvað maður leggur á sig. Hefurðu slægt fisk? Það er viðbjóðslegt. Manni finnst næstum eins og hann sé lifandi, þó hann sé steindauður. Skilurðu hvað ég meina? Næsta sumar held ég að ég fái mér bara vinnu í bænum. Ætli ég hafi ekki fengið svona 300.000 kall út úr sumrinu. Ég er búinn með það fyrir löngu. Kláraði það um áramótin. Hesturinn minn hún Stjarna. Djöfull var ég fullur þá. Ég man ekkert hvað ég gerði eftir að skaupið var búið. Stelpan sem hélt partýið sem ég var í, pantaði bara leigubíl og sendi mig heim. Ógeðslega stressuð manneskja, hélt að ég myndi brjóta eitthvað. Þetta er náttúrulega geðbilað þetta pakk. Æi, djöfullinn sjálfur, ég dey ef ég fæ ekki kaffibolla. Viltu lána mér þrjátíu krónur. Ég lofa að borga þér aftur. Ég á ennþá eitthvað eftir af peningum frá því ég fermdist. Meirihátt- ar, ég borga þér örugglega aftur. Heyrðu, allt í orden, við sjáumst seinna. Sláðu endilega á þráðinn einhverntíma. Alltaf gaman að heyra í þér. Höfundur kaus af augljósum ástæöum að birta „þetta“ undir dulnefni Nú segja þeir bara: I wanna feel your body baby. - Ólafur Oddsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.