Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 20

Skólablaðið - 01.05.1992, Side 20
20 SKÓLABLAÐIÐ Samtal - eftir Skagfirding Er það ekki undarlegt hvað manni getur haldist illa á peningum? Nei, ég var nú bara eitthvað að spekúlera. Sko, tökum mig sem dæmi... Ég meina, í sumar var ég að vinna í tvo mánuði í fiski, út á landi,... í Keflavík. Einhvernveginn hefur mér aldrei fundist Keflavík vera úti á landi, skilurðu hvað ég meina. Alltaf þegar maður er að fara til útlanda, þá fer maður þar framhjá. Æi,... svona pláss eins og Akranes, Selfoss og Keflavík og svona,... ég meina manni finnst maður bara ekki almennilega vera kominn út á landsbyggðina. En svona staðir eins og Akur- eyri, Borgarnes og Stykkishólmur,... ég var í sumarbúð- um hjá Stykkishólmi, algjört skítapláss. Ég meina,... það er eitthvað þannig sem ég hugsa mér sveitina, eitthvað svona,... afskekkt. Það er ekki eins og ég sé neitt á móti landsbyggðinni, ég hef bara svo lítið farið út á land, bara hringveginn með pabba og mömmu. Ætli ég hafi ekki ver- ið svona tólf ára. Man eiginlega ekki neitt eftir þessu. Ég var svo bílveikur þegar ég var minni. Þetta var bara einn allsherjar ælutúr. Svo stoppuðum við hjá systur mömmu á Vopnafirði. Ég á pennavinkonu á Vopnafirði, hún er heimsk, alltaf að skrifa um hestinn sinn, Stjörnu. Ég er nú eiginlega alveg hættur að nenna að skrifa henni. Þetta er svo mikið pakk þetta hestafólk. En ég man að mér fannst alveg rosalega gaman í Skafta- felli. Það er eitthvað svo fallegt þarna. Til dæmis fossinn þarna,... Svartifoss. Hann er alveg svakalegur. Verst hvað maður þarf að labba langt upp að honum. Ég hef séð alveg ofboðslega flottar slæds-myndir af þess- um fossi. Mér finnst að það ætti að hafa hann framan á Símaskránni. Það er nefnilega svo töff að sjá grjótið þarna í kring,... stuðlana. Nei, annars veit ég ekki,... kannski fer maður ekki nóg út á land. Auðvitað eiga menn að skoða landið sitt. Þetta er bara svo mikil spurning um peninga. Já, peninga,... sagði ég þér ekki frá því að ég var að vinna í Keflavík. Ógeðslegt slor. Auðvitað var þetta ágæt- lega borgað en það eru nú takmörk hvað maður leggur á sig. Hefurðu slægt fisk? Það er viðbjóðslegt. Manni finnst næstum eins og hann sé lifandi, þó hann sé steindauður. Skilurðu hvað ég meina? Næsta sumar held ég að ég fái mér bara vinnu í bænum. Ætli ég hafi ekki fengið svona 300.000 kall út úr sumrinu. Ég er búinn með það fyrir löngu. Kláraði það um áramótin. Hesturinn minn hún Stjarna. Djöfull var ég fullur þá. Ég man ekkert hvað ég gerði eftir að skaupið var búið. Stelpan sem hélt partýið sem ég var í, pantaði bara leigubíl og sendi mig heim. Ógeðslega stressuð manneskja, hélt að ég myndi brjóta eitthvað. Þetta er náttúrulega geðbilað þetta pakk. Æi, djöfullinn sjálfur, ég dey ef ég fæ ekki kaffibolla. Viltu lána mér þrjátíu krónur. Ég lofa að borga þér aftur. Ég á ennþá eitthvað eftir af peningum frá því ég fermdist. Meirihátt- ar, ég borga þér örugglega aftur. Heyrðu, allt í orden, við sjáumst seinna. Sláðu endilega á þráðinn einhverntíma. Alltaf gaman að heyra í þér. Höfundur kaus af augljósum ástæöum að birta „þetta“ undir dulnefni Nú segja þeir bara: I wanna feel your body baby. - Ólafur Oddsson.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.