Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 79

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 79
SKÓLABLAÐIÐ 79 „Það væri því sniðugt að nota tækifærið og drífa sig á My Own Private Idaho þegar hún verður sýnd í Laugarásbíói á næstunni." bestu mynd. Handrit myndarinnar er ansi skemmtilegt og þá er sérstaklega gaman að því hve samtölin eru hnyttin. Lýsandi fyrir þetta er setning Lynch sem mælt er til Dillon: „You never fuck me and I always drive. í kjölfar vinsælda Drugstore Cowboy ákvað Van Sant að ráðast í gerð sinnar nýjustu myndar My Own Private Idaho. Hún greinir frá tveimur ungum mönnum sem selja sig á götum borgarinnar Portland í Bandaríkjunum. Þeir eru eins ólíkir og hugsast getur; Mike er í stöðugri leit að fjöl- skyldu og þá sérstaklega móður sinni sem yfirgaf hann í æsku. Hann er ekkert sérstaklega gáfaður og þjáist af því að hann á til að sofna þegar hann lendir í aðstæðum sem hann ræður ekki við. Lendir hann stundum í því í vinnu sinni. Scott er sonur borgarstjóra Portlands og mun erfa geysimikil auðæfi. Hann lifir á götunni og selur sig aðal- lega vegna uppreisnargirni gagnvart föður sínum. Að lok- um fer svo að þeir félagar ákveða að leita móður Mike’s. Leitin ber þá um Bandaríkin og allt til Ítalíu þar sem Scott yfirgefur vini sína, viss um að hann hafi fundið sinn stað í lífinu. Leikarar myndarinnar búa margir hverjir á götunni en einnig eru atvinnuleikarar í aðalhlutverkum. Þar gnæfa yfir aðra þeir River Phoenix og Keanu Reeves. Þá ættu sumir að kannast við James Russo. River Phoenix fer með hlutverk Mike’s og þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall hefur hann leikið í fjölda mynda. Þeirra á meðal má m.a. nefna Explorers(1985) sem Joe Dante leikstýrði, The Mosquitoe Coast(1986) leikstýrð af Peter Weir en einna bestur var Phoenix í myndinni Running On Empty(1988) og fyrir hana hlaut hann tilnefningu til óskarsverðlauna. Keanu Reeves leikur Scott en Reeves hefur eins og Phoenix leikið í fjölmörgum myndum á sínum ferli. Þeirra á meðal má nefna t.d. The Rivers Edge(1987) með Dennis Hopper, Dangerous Liaisons(1988) með Michelle Pfeiff- er, Glenn Close og John Malkovich. Nú í sumar var sýnd nýjasta mynd hans Point Break(1991) ásamt Patrick Swayze. James Russo leikur bróður Mikes en hann er þekktur úr myndum svo sem State of Grace(1990) þar sem hann leik- ur á móti Sean Penn og Gary Oldman í aðalhlutverkum, We’re No Angels(1988) með Robert De Niro og Sean Penn. Hann hlaut þó langmest lof fyrir leik nauðgara í myndinni Extremities á móti Farrah Fawcett. Einnig leikur stórt hlutverk í myndinni William Richert sem hefur á ferli sínum leikstýrt og skrifað handrit að fjölda mynda. Hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað handrit og leikstýrt myndinni Winter Kills(1976). Richert leikur róna einn er sýnir ungum mönnum götunnar mikinn áhuga þó svo að fjárhagurinn sé ekki það góður að hann hafi efni á að kaupa vinnu þeirra. My Own Private Idaho hefur hlotið mjög góða aðsókn og dóma hvarvetna. The Hollywood Reporter segir hana mjög mannlega og skemmtilega mynd sem enginn má missa af. Dómar flestra blaða eru á sömu leið og hljóta þá sérstaklega Phoenix og Reeves mikið lof fyrir tjáningu sína, sumir ganga jafnvel svo langt að segja þetta bestu frammistöðu þeirra hingað til. My Own Private Idaho er leikstýrt af Gus Van Sant jafnframt sem hann semur handritið. Framleiðandi mynd- arinnar er Laurie Parker sem hefur framleitt m.a. Drug- store Cowboy fyrir Avenue Entertainment og The Rapt- urel991) fyrir New Line Cinema. Einnig stendur til að hún framleiði næstu mynd Van Sants Even Cowgirls Get The Blues. Umsjón með kvikmyndatöku hafa þeir Eric Alan Edwards og John Campbell. Þeir hafa báðir unnið áður með Van Sant, Eric reyndar síðan í menntaskóla en John sá um stjórn kvikmyndatöku í Mala Noche. Myndir Gus Van Sants er erfitt að nálgast og hefur undirrituðum veist sérstaklega erfitt að finna myndina Drugstore Cowboy í myndbandaleigum borgarinnar. Það væri því sniðugt að nota tækifærið og drífa sig á My Own Private Idaho þegar hún verður sýnd í Laugarásbíói á næstunni. Höfundur er skeggjaður. Gráttu, og þú verður blautur í framan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.