Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 42

Skólablaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 42
42 SKÓLABLAÐIÐ Rimsírams handa MR-ingum — eftir Guðmund Andra Thorsson Sú nýbreytni var tekin upp í síðasta tölublaði að gamalt skólaskáld var beðið um að Ijá Blaðinu eitthvað úr smiðju sinni. Skólablaðið fór þessa á leit við Guðmund Andra Thorsson. Hann tók því vel en einn böggull fylgdi skamm- rifi, Andri hefur aldrei verið í Menntaskólanum, heldur var hann í Menntaskólanum við Tjörnina (sem sumir kalla M.S.). Við hughreystum skáldið með því að Menntaskól- inn við Tjörnina var útibú Menntaskólans hin fyrstu ár og er að sumra mati enn. Nóg um það hér birtist pistilinn. S g veit að febrúar er grimmasti mánuða en þegar ég vakna í fyrramálið ætla ég samt að vakna í sólina og snjóleysið og fuglasönginn og flugna- suðið og kyrrðina og gróskuna. í fyrramálið verður brumið sprungið út á trjánum og ég mun tipla berum fótum fram í eldhúsið sem verður baðað sól - ekkert er sumarlegra en eldhús sem laugað er geislum sólar; það er sólin sem gefur gull í mund. Berfættur mun ég borða mitt morgunmaul. Berfættur tifa ég varlega út á stétt þar sem ég trúi ekki mínum eigin augum, trúi ekki minni eigin ofbirtu í augunum og bregð því lófa sem hlíf fyrir þau en samt verður ekki um að villast; gatan er full af krökkum að leika sto og sum þeirra klædd í þjóðbúninga og dansa eitt par fram fyrir ekkjumann og önnur eru bara að hlaupa á eftir skelfdum kisum. Og berfættur feta ég varlega áfram á náttsloppnum framhjá örlitlum steinum, örlítið oddhvösssum, á örlítið hrufóttri stéttinni, og þarna er nágranninn sem ég kankast á við og þarna er hinn ná- granninn sem ég kankast líka á við og síðan segi ég við þá báða: Jæja ég verð víst að fara að slá blettinn, þessi vöxtur er alltof mikill - og þeir segja: Jahá!Við verðum að fara að mála hjá okkur, þetta flagnar allt í sólinni... og í svipinn finnst okkur öllum að öll þessi sól sé dálítið vandamál, en bara í smástund vegna þess að við vitum allir að það er sólin sem gefur gull í mund. Ég hef ákveðið þetta. Þegar ég vakna í fyrramálið ætla ég að vakna inn í græn- an vordag. Ég ætla að fara í bæinn og borða ís og horfa á allt hitt fólkið sem er að borða ís. Á Lækjatorgi verða fjörugar kappræður um stjórnmál. Við tjörnina verða trúðarnir Tralli og Trulli að detta á rassinn. Á Laugaveg- inum verða götusöngvararnir og skransalarnir og tusku- brúðurnar og allt gangandi fólkið, út og inn, fram og aftur, út og suður, upp og niður. í fyrramálið mun ég hugsa: Bærinn er skrýtinn, hann er fullur af fólki. Loksins loksins loksins... Loksins sér maður þessa íslendinga. Allt þetta fólk sem maður heyrir bara í þjóðarsálinni í útvarpinu og sér um prósentutölur í skoðanakönnunum, loksins sér maður þessa þjóð sem talast við gegnum útvarp og símsvara, þetta fólk sem gefur hvert öðru hornauga gegnum bílrúð- ur lífs síns, vegna þess að líf okkar er of mikið bíll og of mikið sjónvarp og of mikil þögn og of lítið rimsírams. Rimsírams. í fyrramálið þegar ég vakna ætla ég að vakna við það að sólageisli bærir augnlok. Það verður geisli sólar, alvöru sólar, sólar sem hitar, sólar sem er jörðinni og lífinu góð. Það verður ekki þessi kalda sól sem er bara birta og hilling. Það verður heita sólin sem gef- ur gull í mund, það verður vorsólin - ég veit að apríl er grimmastur mánuða en í fyrramálið þegar ég vakna ætla ég að vakna við það að ég vakna, að ég er vaknaður, að ég vaki og mun vaka... Höfundur stundaði nám við Menntaskólann við Tjörnina Úr Ljósbroti - Ljósm. Magnús Þór Ágústsson. Þessi setning er ósönn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.