Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 80

Skólablaðið - 01.05.1992, Page 80
80 SKÓLABLAÐIÐ Ha, ég? Smásaga eftir Guðmund Steingrímsson VI.A. En... .ég... .ég var bara að koma. Ég ákvað að kíkja inn. X var brugðið. Ásjóna hans, sem nokkrum andartökum áður geislaði af einstöku jafnaðargeði og ró- lyndi, túlkaði nú aumkunarverða tilbeiðslu til nánasta um- hverfis um að láta það ekki gerast sem nú hafði gerst. Öll ljós beindust að honum þar sem hann sat berskjaldaður á aftasta bekk. Öll augu mændu á hann og biðu full eftir- væntingar eftir viðbrögðum hans. Fjöldinn í salnum brosti velgjulega, klappaði lof í lófa manni, sem nú var orðinn óttasleginn vegna þeirrar óverðskulduðu velvildar og óumbeðnu athygli er hann naut á þessari stundu. - Leyfðu mér að útskýra. Ég átti bara leið fram hjá og...... - Það stendur hér skýrum stöfum, mælti Formaður Dómnefndar ofan af sviðinu, skörulega yfir mergðina, viss í sinni sök og ákaflega sæll og glaður fyrir hönd viðmæl- anda síns. Sigurvegari í Vitsmuna- og hæfileikakeppninni þetta árið er herra X. Ég óska yður til hamingju, þér stóð- uð yður afskaplega vel. Högg á höfuðið. Óvelkomnar tilfinningar bönkuðu upp á hjá saklausri og einfaldri sál, sem nú stóð í fyrsta skipti andspænis því ógurlega skrímsli, Almenningi, mitt í hring- iðu álits og umtals, viljalaust verkfæri athyglinnar. Þessar tilfinningar, skynjanir, fleygðu honum út í horn, settu hann í vörn upp á líf og dauða. X lagði til örvæntingafullr- ar atlögu við ófreskjuna, freistaði þess að ná kverkataki á kringumstæðunum. Hann stóð upp og mælti digurbarka- lega: -Ég tók ekki þátt. En barkinn brást. Sérhljóðinn Á kom upp úr kverkum hvellur og yfirgnæfandi og örugglega í ósamræmi við önn- ur hljóð þessarar grundvallarsetningar í yfirstandandi at- burðaferli fórnarlambsins. X hafði reitt sig á þessa setn- ingu, hún átti að skýra út fyrir Formanni Dómnefndar í hverju mistök hans voru fólgin. Með svo afkáralegum hætti gafst líkaminn upp og játaði sig sigraðan. Lítil stelpa hló. - Mamma, þessi maður er svakalega fyndinn. Og mamma hló, og pabbi hló og allir hlógu að litla fyndna manninum í drapplituðu buxunum, í grænu, rifnu úlp- unni, með flækt hárið og andlit sem sagði Á, fyrir Ángist. X átti börn. Hann átti níu ára stelpu og sex ára strák. Hann kom sér upp fjölskyldu svo lítið bar á, gekk að eiga konu sem hann elskaði og bjó í látlausu húsi, fjarri skark- alanum og írafárinu. X gerði aldrei kröfur til lífsins, sigldi milli skers og báru, nægjusamur og hógvær, yfirvegaður og heiðarlegur. Hann hafði ávallt fast land undir fótum og tók aldrei þá áhættu, sem gat leitt til röskunar á hans ein- falda líferni, hans viðkvæma heimi. X tók aldrei þátt. Hann átti alltaf leið fram hjá. - Við dómnefndarmeðlimir samgleðjumst yður inni- lega, herra X, og svo sannarlega segi ég yður að valið var ekki auðvelt. Aldrei hafa svo margir átt skilið að sigra, sagði Formaður Dómnefndar stoltur í púlti. Vilduð þér nú gera svo vel að stíga hér upp á svið og taka við verð- laununum, einni milljón króna, sem er gjöf frá Almenn- ingsbankanum. Og enn og aftur, til hamingju. Úrræðaleysi. Örvinglan. Ógleði. Áhrifaleysi. Fólk. Menn. Fjöldi. Hann. Sigur. Fögnuður. Illgreinanlegt tuld- ur manns. - Þannig er mál með vexti, að ég tók alls ekki þátt. - Herra X, við bíðum eftir yður. Sigur yðar er sannur. Nú beið sálin afhroð. Fylgdi hún þar með í kjölfar lík- amans sem farinn var að svitna óhóflega, titra, fölna og Flest sjálfsmorð eru framin með hníf og gaffli. - Seitz.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.