Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 12
þjóð. Þeim kom sízt í hug að leggja niður tungu feðra sinna, trú eða siði, en stjórn- arhætti heimalandsins vildu þeir ekki fella sig við, og fyrstu áratugina eftir að Island tók að byggjast var hér ekkert raunveru- legt þjóðfélag. Engin lög voru sameiginleg fyrir alla landsmenn og engar reglur, sem öllum bar að hlýða. • En brátt sáu menn, að þetta skipulags- leysi var ekki heppilegt og tóku að hugleiða, hvernig haganlegast væri að koma á fót frjálslegu þjóðfélagi með allsherjar lögum. ákveðnum rétti fyrir hvern þjóðfélagsmeð- lim og þá jafnframt ákveðnum skyldum. Þessi viðleitni bar þann árangur, að helztu menn þjóðarinnar komu sér saman um á- kveðið stjórnarform, sameiginlegt fyrir alla íbúa landsins. Fulltrúar frá öllum lands- hlutum, helztu virðingarmenn hverrar ætt- ar, komu saman til fundar, þar sem hið fyrirhugaða stjórnarform var tekið til um- ræðu og náðist þar fnllt samkomulag. Þessi þjóðfundur var haldinn á Þingvöllum árið 930 og hlaut nafnið Alþingi. Með stofun Alþingis var grundvölluð ein rikisheild fyrir alla þá, sem bjuggu á ís- landi. Þar voru samþykkt þau lög, sem þjóðarbrotinu, er flutzt hafði hingað, taldi sér henta. Þar með var hið íslenzka þjóðfé- lag sett á stofn. 2. Arin liðu og Iiið íslenzka þjóðfélag dafn- aði. Stjórnarskipunin, sem samþykkt var á Alþingi árið 930, gafst vel. Þjóðarbrotið úti á íslandi eignaðist fleira og fleira sér- kennilegt. Oft og einatt reyndi á styrk- leika hinna félagsbúndnu samtaka, og þau stóðust jafnan hverja raun. Glöggt dæmi þess voru þeir atburðir, sem gerðust á Al- þingi árið 1000. Þá brutust út miklar deilur urn trúar- brögð, en í rauninni var þó einnig deilt um fleira, því að trúarskipti snertu mjög stjórn- mál landsins. Þjóðin var Ásatrúar. Goð- arnir, sem voru prestar Ásatrúarmanna. voru jafnframt valdamestu rnenn þjóðfé- lagsins. Þeir litu svo á í fyrstu, að réttur þeirra til valda í þjóðfélaginu væri skertur. ef þjóðin skipti um trú, og vildu þeir verja þennan rétt sinn með oddi og egg. Deilurnar urðu harðar og gengu svo langt. að kristnir menn og heiðnir sögðu sig úr lögum hvorir við aðra og slitu öll grið sín á milli, en það jafngilti þvi, að þessir tveir flokkar í landinu segðu hvor öðrum stríð á hendur. Þegar hér var komið, sáu allir hinir hyggnari menn, að þjóðfélaginu var hætta búin, og fulltruar beggja tóku að semja. Hið íslenzka þjóðfélag var aðeins 70 ára gamalt, þegar þetta var, og aldrei áður hafði önnur eins hætta steðjað að því, en deiluaðilum tókst að semja. Þeir komu sér saman um nokkur grundvallaratriði, sem fara skyldi eftir, en að öðrú leyti liétu þeir að gera eins og einn maður, sem þeir kusu. segði fyrir. Þessi maður hét Þorgeir Þor- kelsson og var goði. Hann var einnig lög- sögumaður, þegar þetta var. Hann átti heima á Ljósavatni í Suður-Þingeyjarsýslu og er jafnan kenndur við þann stað, nefnd- ur Þorgeir Ljósvetningagoði. Allar hliðar deilumálsins hafa verið Þor- geiri Ljósvetningagoða mikið kunnari en okkur nútíðarmönnum. Eigi að síður hugs- aði hann rnálið vel og rækilega áður en hann kvað upp úrskurð sinn. En þegar þar að kom, hóf hann mál sitt á því, að þá væri komið hag manna í ónýtt efni. ef menn skyldu ekki hafa allir ein lög í landi hér. Talaði hann um fyrir mönnum á marga vegu og taldi lögleysur allar til landauðnar horfa. — Og nú þykir mér það ráð, sagði hann, — að vér látum og eigi þá ráða er mest vilja i gegn gangast og miðlum svo málum á milli þeirra, að hvorir tveggja hafi nokkuð til síns máls og höfum allir ein lög 34 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.