Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 19

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 19
una, sem höfðu boðið Elínu fögru til sín, en fengu svo allt annan gest í staðinn. — Hvernig skyldi þeim nú verða við? III. Aðalbyggingii^ var lág og mikil um sig, framhliðin hvítkölkuð og þakin vafnings- viði. Breiðar og háar steintröppur lágu upp að innganginum og dyrnar voru harðlega lokaðar. Enginn kom hlaupandi til að bjóða Ingu velkomna. Ekki svo mikið sem vina- legur hundur koin á móti henni, sem dill- aði skottinu og strauk sér upp að fótum hennar. Allt var kyrrt og hljótt. Inga klifraði þegjandi niður úr sæti sínu, beit saman vörunum og hugsaði sér að láta engan bilbug á sér finna, en Jens lét farangur hennar við dyrnar. — Þau eru líklega öll úti í garðinum, sagði hann. — Gakktu bara inn og þá heyrir einhver stúlknanna áfeiðanlega til þín. Síðan kinnkaði hann kolli í kveðju- skyni og ók burtu. I sama bili tók Inga eftir harðlegum aug- um, sem störðu á hana út úr einum glugg- anum, og hvössum nefbroddi. Hún heyrði. að einhver hrópaði á Onnu og skipaði henni að fara framfyrir og opna. Loks lukust dyrnar upp og ungleg stúlka, rjóð í kinnum, kom út. — Góðan daginn, sagði hún við Ingu og brosti út að eyrum. — Gerðu svo vel, frökenin er í garðstofunni. Inga gekk inn. Inni í forsalnum var bæði svalt og dimmt, og svo hljótt að það var því líkast sem húsið væri í evði. Breiður stigi lá upp á efri hæðina. Þar fór stúlkan upp með farangur Ingu, en benti samt áð- ur á dyr einar og sagði: — Þetta er garðstofan. En þú ættir að fara úr kápunni þinni og hengja hana þarna á snagann áður en þú ferð þangað inn. Inga gerði eins og henni var ráðið til, fór úr kápunni og tók af sér hattinn og gekk frá hvoru tveggja i innsta og dimm- asta skotinu í forsalnum, síðan lagaði hún á sér hárið framan við spegilinn, að því búnu gekk húu að dyrunum, sem henni hafði verið vísað á, og drap.þrjú liögg á hurðina. Einhver sagði, fyrir innan. hátt og stuttlega: — Kom inn! Hún kom inn í fallegt og vel búið hcr- bergi með gömlum og góðum húsgögnum og drifhvítum gluggatjöldum. Á miðju gólfi stóð hávaxin og dökkklædd hefðar- kona, sem horfði á hana þegjandi og kulda lega í meira lagi, þó lcyndi sér ekki furðu- svipurinn á andliti hennar. — Má ég spyrja, er þetta Elín? sagði hún háðslega. Inga fann, að hún roðnaði. Þetta ætlaði að verða enn verra, en hún hafði haldið. Hún hafði mesta löngun til að leggja á flótta. — Ætli þau pápi og mamma hefðu nú ekki getað búið ofurlítið betur í haginn fyrir hana? En líklega hefði ekki orðið neitt úr neinu, ef þau hefðu reynt það. — Það var annars aumt, að þetta skyldi endilega þurfa að lenda á henni, þó að pápi þyrfti að fara að sættast við systkini sín allt í einu. En nú var annað hvort að duga eða drepast. Engar vífilengjur. Inga litla rétti úr sér og horfði rólega í augu frænku sinnar, þó að þau væru allt annað en blíðleg. — Nei, —■■ ég er Inga, sagði hún og reyndi að brosa. — Elín hefur lesið svo mikið, að hún varð helzt að vera---------vera á bað- stað. Þess vegna fór hún með mömmu til Lönstrup. Og Svo héldu þau pabbi og mamma, að þið vilduð þá frekar fá mig í staðinn fyrir hana. heldur en engan. Ekki var að sjá, að þessi skýring hefði nein mildandi áhrif á frökenina. Hún þrýsti sarnan þunnúm vörunum, harðlcg á svip og í látbragði. — Hm----------skárra er það uppátækið. — Þú líkist móður þinni — og það er UNGA ÍSLAND 41

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.