Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 25

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 25
uzckendina Einn lesandi og velunnari blaðsins hefur vakið athygli ritstj. á því, að það sé vill- andi og ónákvæmt þar sem sagt er, að Saga Borgarættarinnaí’ sé til í „íslenzkri þýðingu“. En þannig er að orði komizt í grein um Gunnar Gunnarsson í 7. tölublaði Unga íslands frá f. á. Gunnar ritaði sögu þessa á íslenzku. Annar lesandi ritar mér bréf nýlega og lætur að vísu í ljós ánægju yfir þáttunum urn rithöfundana, en þykir sem ekki sé byrjað á réttum stað. Nefnir hann nokkra höfunda, t. d. Einar H. Kvaran, Jón Trautsta o. fl., sem honum finnst, að hefðu átt að koma fyrst. Um þetta er það að segja, að þáttum þessum er ætlað það eitt að vekja athygli á þeim höfundum einum, sem nú eru uppi með þjóðinni. Hinna, sem liðnir eru, er víðar getið. Þeir eru fremur kynntir unglingum og börnum í blöðum, útvarpi og skólabókum. Hitt er svo annað mál, hve rnargir þessir þættir verða, en eftir því hlýtur það að fara, hve margra höfunda verður getið. En sem sagt, fyrst nútímahöfundana. Það má endalaust deila um það, á hvaða höfundi skal byrja. í því efni gerir eng- inn svo öllum líki. Þess vegna er bezt að láta tilviljun ráða. Þættirnir um nútíma- ljóðskáldin urðu mjög vinsælir. Okkur bár- ust mörg og eindregin tilmæli urn að halda þeim áfrarn. Af því varð þó ekki. Þessir þættir Icoma nú í staðinn. Vonandi verða þeir ekki síður vinsælir. S. J. hundur kemur á móti þeim. Þeir nema staðar báðir í einu. — Hundurinn getur komið upp um okk- ur, því að ef pabbi, eða einhver sér hund- inn, þá veit hann, að einhver er hjá hon- um. Hann fer sjaldan einn frá bænum og sízt hingað, segir Nonni. — Við skulum lofa honum með okkur, segir Stjáni. — Nei, ég rek hann burt frá okkur og það strax. Síðan tók hann ólina sína og barði hundinn. Aumingja liundurinn vein- aði af sársauka og hljóp heim. Svo héldu þeir áfram niður að vatninu og komust það óséðir, og fóru að reyna að veiða fisk. Allt í einu er kippt í færið hjá Nonna og hann togar í af öllum kröftum, en réði ekki við það og steyptist áfram ofan í tjörnina. Svo eftir dálitla stund skýtur honum upp aftur og sýpur hann rniklar hveljur. Stjáni stóð á bakkanum, lafhræddur. En allt í einu kemur guli hundurinn og stekk- ur út í vatnið, syndir til Nonna, bítur í peysuna hans og syndir með hann í eftir- dragi upp að bakkanum. Svo fara þeir af stað heim og læðast inn í eldhús til mömmu og hefur Nonni fataskipti. Svo segir hann mömmu sinni alla söguna. Þá segir mamma hans: — Eg ætla ekki að ávíta þig í þetta sinTi, en mundu að vera ávallt góður við dýrin. Ingvar Breiðfjörð. UNGA ÍSLAND •47

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.