Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 33

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 33
og gleymdum kúnum meS ölln. Ekki einu sinni höfðum við munað eftir Kaula, sem var þó góður vinur okkar og leikfélagi. Við stukkum á fætur< og sáum nú, að Kauli var byrjaður að ryðja niður mó- hraukunum, sem voru rétt við túngarðinn. Ég þaut til hans, og hugði að gefa honum eftirminnilega ráðningu fyrir illvirki sitt. Ég veifaði til hans svipunni og ætlaði hon- um í burtu. En það var Kauli, sem skammt- aði mér mannalegar móttökur fyrir heit mín og fólsku. Hann lagði hausinn flatan að jörðinni, ranghvolfdi augunum, og öskr- aði svo ógurlega, að ég hrökk í kúfung. UNGA ÍSLAND Hann vildi ekki yfirgefa hlaðana en sýnd- ist hafa hina mestu ánægju af að fleygja kögglunum út í loftið, þjóta úr einum hlað- anum í annan og sjá þar engan standa eftir óhreyfðan. Kauli var rauður bolakálfur. Hann var stór og sterkur, enda var nú liðinn hálfur mánuður frá fyrsta afmælisdegi hans. Hann var farinn að sýna sig í því að hnoða okk- ur strákana, enda vorum við líka hálf smeykir við hann. Þegar hann var í þessum ham, var hann hálf ægilegur, að okkur fannst. En þrátt fyrir alla þessa skrípa- leiki, var Kauli samt góður vinur okkar. 55

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.