Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 14

Unga Ísland - 01.03.1944, Blaðsíða 14
fulltrúa til að halda uppi merki Einars Þveræings, sem mælti forðum, þegar Nor- egskonungur vildi fá Grímsey að gjöf: ■— Munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vor- um og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir og mun ánauð sú aldrei hverfa af þessu landi. — Og eigi opnaði það heldur augu Isl'endinga, né efldi mótstoðu þeirra að gagni, þó að norskur sendimaður kon- ungs hrakyrti landsmenn og teldi búkarla gera sig digra, er þeir vildu skipa lögum í landi, þar sem konungur ætti einn að ráða, og það þó að landsmönnum hefði öllum' mátt vera ljóst, að konungur átti alls ekki að ráða lögum á íslandi, heldur Alþingi, eins og verið hafði síðan það var stofnað og þar að auki þannig ákveðið í Gamla sáttmála. En þetta var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem ósyífnar staðhæfingar yf- irstíga lög og rétt. 5. Eftir þetta mikla áfall eiga íslendingar óhægra um vik í vörninni. Landið er selt á leigu án þess að þjóðin sé spurð um álit sitt og helztu embættin gengu kaupum og sölum meðal erlendra manna. Erlendir valdsmenn fóru með óeirðum og ránum um byggðir, og Islendingar báru stundum hönd fyrir höfuð sér með því að taka suma þá verstu af lííi, þegar ]»eir liöfðu unnið sér til óhelgis ,en slíkt var aðeins stundargróði. Hið erlenda vald náði smám saman undir sig mildum auði í löndum og lausum aur- um. í fyrstu voru það eignir manna, sem sekir urðu við lög konungsins, en síðar, einkum um siðaskiþtin, bættust þar við eignir klaustranna og dýrgripir úr kirkjum, sem voru rændar. Sumt þessara muna er enn til í erlendum söfnum og fæst ekki skilað aftur, enda þó að það sé ránsfengur. Síðar var handritum fornritanna safnað saman og farið með þau til útlanda. Þar eru þau enn 'og fást ekki aftur, enda þó að fáir eða engir geti lesið þau, nema Iálend- ingar. Þjóðin var lögð í fjötur einokunar- verzlunarinnar, svo að eftirlætisbörn hins erlenda valds gætu auðgazt, og tekjurnar af jie’ssari verzlun voru á sínum tíma ein aðal auðsuppspretta Kaupmannahafnar, því að ríkustu menn þeirrar miklu höfuð- borgar ráku verzlun á islandi. Auður þeirra óx jöfnum höndum við fátækt og eymd okkar, en jafnframt urðu þeir stöðugt að herða þrælatökin á þjóðinni með vaxandi miskunnarleysi og pína hana til síðasta blóðdropa. Hinir voldugu kaupmenn urðu að fá sem mest, hvað sem íslenzku fólki leið. Loks mátti svo heita, að lýðfrelsi Ls- Jendinga v<nr: liðið undir lok. Ekkert var eftir af því, nema dauðiir bókstafur í hálf- gleymdum samningi, jiar sem þeir höfðu meðal annarra réttinda áskilið sér þann rétt að vera lausir allra mála, ef samningur- inn yrði rofinn. Enn jafnvel jjessar leifar af fornu frelsi vóru frá oss teknar.. 6. Sumarið 1062 kom hingað að landi her- skip frá Danmörku. Þar var innanborðs H enrik Bjelke höfuðsmaður og umbjóðandi hins erlenda valds á íslandi. Stefndi liann lögréttumönnum og öðrum, sem sæti áttu á Alþingi, til fuíidar við sig, og var sá fundur haldinn í Kópavogj. Umboðsmaður liins erlenda valds krafð- ist ]»ess af íslendingum á þessum fundi, að þeir afsöluðu sér réttindum þeim og frelsi. sem þeim bar að lögum. Og þó að hvor- ugt væri orðið mikils virði, þá var kúgun- in j)ó ckki sársaukalaus, þeim, sem fyrir hcnni urðu. Þarná á })ingstaðnum var samankom- inn dálítill hópur lítilsmegandi manna. Helztu leiðtogar jieirra voru biskup og clli- 36 UNGA ÍSLAND

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.